Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur þú sagt mér eitthvað um Kverkfjöll?

Magnús Tumi Guðmundsson, Þorvaldur Þórðarson, Guðrún Larsen, Páll Einarsson, Ármann Höskuldsson og Páll Imsland

Eldstöðvakerfi Kverkfjalla er 100-130 kílómetra langt. Megineldstöðin liggur nærri suðurenda þess. Í Kverkfjöllum eru tvær öskjur. Mikill jarðhiti er vestan nyrðri öskjunnar. Ekki er vitað um nein gos eftir landnám, hvorki í Kverkfjöllum sjálfum né á sprungusveimunum. Því hafa tæpast orðið tjón eða umhverfisbreytingar þar á sögulegum tíma. Þaðan hafa þó komið mikil jökulhlaup á forsögulegum tíma. Forsöguleg gos hafa myndað hraun í Krepputungu, og nokkur gjóskugos eru þekkt frá forsögulegum tíma. Magn gosefna frá nútíma er tiltölulega lítið og aðeins brot af því sem afkastamestu eldstöðvakerfin hafa framleitt á sama tíma. Verulegar hreyfingar hafa orðið á sprungusveimnum norðan Kverkfjalla, en grein af honum nær allt austur að Jökulsá á Brú við Kárahnjúka.

Suðurendi eldstöðvakerfisins liggur undir Vatnajökli, milli Grímsvatna og Kverkfjalla og er því illa skilgreindur, en norðurendinn markast af Víðidalsfjöllum norðan Möðrudals.1 Lægð undir jöklinum mitt á milli Kverkfjalla og Grímsvatna markar sennilega skilin milli þessara eldstöðvakerfa. Þyngdar- og segulmælingar benda til hins sama.2 Basalt er ráðandi í gosefnum frá Kverkfjallakerfinu.3 Þó er eitt ísúrt hraun þekkt utan í megineldstöðinni og ríólítmolar í jökulruðningi Kverkjökuls eru vísbending um tilvist súrra gosmyndana innan hennar.4

Kverkfjöll.

Megineldstöðin og fjallabálkurinn Kverkfjöll rís 900-1000 metra yfir umhverfi sitt við norðurjaðar Vatnajökuls og nær hæst 1933 metra yfir sjávarmáli í tindinum Jörfa í eystri Kverkfjölum. Fjöllin eru að mestu úr móbergi og bólstrabergi. Í þeim eru tvær jökulfylltar öskjur. Sú syðri er um 38 ferkílómetrar að flatarmáli, um níu kílómetra löng í stefnu vestnorðvestur og með lægstu brúnum að suðvestan. Sú nyrðri er um 30 ferkílómetrar, um níu kílómetra löng í stefnu norðnorðaustur með djúpu skarði til norðurs sem Kverkjökull skríður út um, og öðru grynnra til suðurs.5 Samkvæmt korti af jökulbotni eru báðar öskjurnar um 400 metra djúpar miðað við hæstu brúnir. Mesta ísþykkt er um 350 metrar í syðri öskjunni og um 250 metrar í þeirri nyrðri.6 Þyngdarmælingar gefa til kynna veruleg innskot undir syðri öskjunni.7 Hryggir eða hálsar teygja sig til suðvesturs og suðurs frá megineldstöðinni.

Ekki er vitað um grunnstæð kvikuhólf undir Kverkfjöllum, og má vel vera að slík hólf sé ekki að finna þar nú. Kverkfjöll eru hins vegar með meiri jarðhitasvæðum landsins.8 Hitinn er einkum í vesturhluta fjallanna, aðallega í Efri- og Neðri-Hveradal og í lóninu Gengissigi austan Efri-Hveradals. Einnig er dálítill vottur af hita í hnjúkum í Eystri-Kverkfjöllum, meðal annars í hæsta hnjúknum, Jörfa. Er það mesta hæð sem jarðhiti finnst í hér á landi. Austan Kverkfjalla er Hveragil þar sem vatnsmiklar laugar mynda heitan læk með miklum útfellingum

Sprungureinin til norðurs kallast Kverkfjallarani næst Kverkfjöllum, og þar einkennist hún af fjölda samhliða bólstrabergshryggja, mynduðum í hraungosum undir jökli. Þeir hryggir sem rísa upp fyrir 1100 metra eru yfirleitt þaktir þunnri móbergskápu. Víða eru þeir sundurskornir af gossprungum og misgengjum frá nútíma, og hraun frá gossprungum hafa runnið eftir dældum á milli þeirra og einkum breitt úr sér vestan undir Kverkfjallarana.9 Norðan við þá markast sprungureinin eingöngu af misgengjum og bólstrabergs- og móbergshryggjum.

Goshættir á Kverkfjallakerfi virðast hafa verið tvenns konar á nútíma. Fáein basísk gjóskulög á Norður- og Austurlandi hafa efnafræðileg einkenni sem benda til Kverkfjalla,10 og eru líklega mynduð við tætigos á jökulþöktum hluta kerfisins. Gos á sprungureininni norðan jökulsins eru hraungos. Mörg þeirra einkennast af ákafri kvikustrókavirkni sem myndar víðáttumiklar kleprasvuntur. Þær teygjast allt að einum kílómetra frá gosstöðvunum, ásamt nær fimm kílómetra löngum kleprahraunum.11

Tilvísanir:

1 Guttormur Sigbjarnarson, 1996. Norðan Vatnajökuls III. Eldstöðvar og hraun frá nútíma. Náttúrufræðingurinn, 65, 199-212.

Haukur Jóhannesson og Kristján Sæmundsson, 1998. Jarðfræðikort af Íslandi, 1:500000, Höggun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Reykjavík.

Helgi Björnsson og fleiri, 1992. Vatnajökull, Norðvesturhluti, 1:100 000. Jökulbotn. Landsvirkjun og Raunvísindastofnun Háskólans, Reykjavík.

Magnús T. Guðmundsson og Þórdís Högnadóttir, 2007. Volcanic systems and calderas in the Vatnajökull region, central Iceland. Constraints on crustal structure from gavity data. Journal og Geodynamics, 43, 163-169.

2 Geirfinnur Jónsson og fleiri, 1991. Magnetic surveys of Iceland. Tectonophysics, 189, 229-247.

Magnús T. Guðmundsson og Þórdís Högnadóttir, 2007. Volcanic systems and calderas in the Vatnajökull region, central Iceland. Constraints on crustal structure from gavity data. Journal og Geodynamics, 43, 163-169.

3 Guðmundur Sigvaldason, 1974. Basalts from the centre of the assumed Icelandic mantle plume. Journal og Petrology, 15, 497-524.

Karhunen, R. 1998. Eruption mechanism and rheomorphism during the basaltic fissure eruption in Biskupsfell, Kverkfjöll, North-Central Iceland. Research Report 8802. Nordic Volcanology Institute, Reykjavík.

4 Guttormur Sigbjarnarson, 1996. Norðan Vatnajökuls III. Eldstöðvar og hraun frá nútíma. Náttúrufræðingurinn, 65, 199-212.

5 Sigurður Þórarinsson og fleiri, 1973. The eruption on Heimaey, Iceland. Nature, 241, 372-375.

6 Helgi Björnsson og fleiri, 1992. Vatnajökull, Norðvesturhluti, 1:100 000. Ísa- og vatnaskil. Landsvirkjun og Raunvísindastofnun Háskólans, Reykjavík.

Helgi Björnsson og fleiri, 1992. Vatnajökull, Norðvesturhluti, 1:100 000. Jökulbotn. Landsvirkjun og Raunvísindastofnun Háskólans, Reykjavík.

Helgi Björnsson, 2009. Jöklar á Íslandi. Bókaútgáfan Opna, Reykjavík.

7 Magnús T. Guðmundsson og Þórdís Högnadóttir, 2007. Volcanic systems and calderas in the Vatnajökull region, central Iceland. Constraints on crustal structure from gavity data. Journal og Geodynamics, 43, 163-169.

8 Friedman og fleiri, 1972; Infrared emission from Kverkfjöll subglacial volcanic and geothermal area, Iceland. Jökull, 22, 27-43,

Magnús Ólafsson og fleiri, 1999. Jarðhitakerfið í Grímsvötnum. Vorráðstefna 1999, ágrip erinda og veggspjalda. Jarðfræðifélag Íslands, Reykjavík, 48-50.

9 Guttormur Sigbjarnarson, 1993. Norðan Vatnajökuls II. Jarðlagaskipan og jarðfræðikort. Náttúrufræðingurinn 65, 201-217.

Guttormur Sigbjarnarson, 1996. Norðan Vatnajökuls III. Eldstöðvar og hraun frá nútíma. Náttúrufræðingurinn, 65, 199-212.

10 Bergrún Óladóttir og fleiri, 2011. Holocene volcanic activity at Grímsvötn, Bárdarbunga and Kverkfjöll subglacial centres beneath Vatnajökull, Iceland. Bulletin of Volcanology 73 (9), 1187-1208.

11 Karhunen, R. 1998. Eruption mechanism and rheomorphism during the basaltic fissure eruption in Biskupsfell, Kverkfjöll, North-Central Iceland. Research Report 8802. Nordic Volcanology Institute, Reykjavík.

Þorvaldur Þórðarson og Ármann Höskuldsson, 2002. Iceland. Classic Geology in Europe, 3. Terra Publishing, Harpenden.

Mynd:


Texta þessa svars má finna í bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar. Textinn er birtur hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundar

Magnús Tumi Guðmundsson

prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ

Þorvaldur Þórðarson

eldfjallafræðingur á Jarðvísindastofnun HÍ

Guðrún Larsen

jarðfræðingur á Jarðvísindastofnun HÍ

Páll Einarsson

prófessor emeritus í jarðeðlisfræði við HÍ

Ármann Höskuldsson

eldfjallafræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans

Páll Imsland

jarðfræðingur

Útgáfudagur

3.1.2014

Spyrjandi

Sólveig Rún, Maren Leósdóttir

Tilvísun

Magnús Tumi Guðmundsson, Þorvaldur Þórðarson, Guðrún Larsen, Páll Einarsson, Ármann Höskuldsson og Páll Imsland. „Getur þú sagt mér eitthvað um Kverkfjöll?“ Vísindavefurinn, 3. janúar 2014, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65700.

Magnús Tumi Guðmundsson, Þorvaldur Þórðarson, Guðrún Larsen, Páll Einarsson, Ármann Höskuldsson og Páll Imsland. (2014, 3. janúar). Getur þú sagt mér eitthvað um Kverkfjöll? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65700

Magnús Tumi Guðmundsson, Þorvaldur Þórðarson, Guðrún Larsen, Páll Einarsson, Ármann Höskuldsson og Páll Imsland. „Getur þú sagt mér eitthvað um Kverkfjöll?“ Vísindavefurinn. 3. jan. 2014. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65700>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur þú sagt mér eitthvað um Kverkfjöll?
Eldstöðvakerfi Kverkfjalla er 100-130 kílómetra langt. Megineldstöðin liggur nærri suðurenda þess. Í Kverkfjöllum eru tvær öskjur. Mikill jarðhiti er vestan nyrðri öskjunnar. Ekki er vitað um nein gos eftir landnám, hvorki í Kverkfjöllum sjálfum né á sprungusveimunum. Því hafa tæpast orðið tjón eða umhverfisbreytingar þar á sögulegum tíma. Þaðan hafa þó komið mikil jökulhlaup á forsögulegum tíma. Forsöguleg gos hafa myndað hraun í Krepputungu, og nokkur gjóskugos eru þekkt frá forsögulegum tíma. Magn gosefna frá nútíma er tiltölulega lítið og aðeins brot af því sem afkastamestu eldstöðvakerfin hafa framleitt á sama tíma. Verulegar hreyfingar hafa orðið á sprungusveimnum norðan Kverkfjalla, en grein af honum nær allt austur að Jökulsá á Brú við Kárahnjúka.

Suðurendi eldstöðvakerfisins liggur undir Vatnajökli, milli Grímsvatna og Kverkfjalla og er því illa skilgreindur, en norðurendinn markast af Víðidalsfjöllum norðan Möðrudals.1 Lægð undir jöklinum mitt á milli Kverkfjalla og Grímsvatna markar sennilega skilin milli þessara eldstöðvakerfa. Þyngdar- og segulmælingar benda til hins sama.2 Basalt er ráðandi í gosefnum frá Kverkfjallakerfinu.3 Þó er eitt ísúrt hraun þekkt utan í megineldstöðinni og ríólítmolar í jökulruðningi Kverkjökuls eru vísbending um tilvist súrra gosmyndana innan hennar.4

Kverkfjöll.

Megineldstöðin og fjallabálkurinn Kverkfjöll rís 900-1000 metra yfir umhverfi sitt við norðurjaðar Vatnajökuls og nær hæst 1933 metra yfir sjávarmáli í tindinum Jörfa í eystri Kverkfjölum. Fjöllin eru að mestu úr móbergi og bólstrabergi. Í þeim eru tvær jökulfylltar öskjur. Sú syðri er um 38 ferkílómetrar að flatarmáli, um níu kílómetra löng í stefnu vestnorðvestur og með lægstu brúnum að suðvestan. Sú nyrðri er um 30 ferkílómetrar, um níu kílómetra löng í stefnu norðnorðaustur með djúpu skarði til norðurs sem Kverkjökull skríður út um, og öðru grynnra til suðurs.5 Samkvæmt korti af jökulbotni eru báðar öskjurnar um 400 metra djúpar miðað við hæstu brúnir. Mesta ísþykkt er um 350 metrar í syðri öskjunni og um 250 metrar í þeirri nyrðri.6 Þyngdarmælingar gefa til kynna veruleg innskot undir syðri öskjunni.7 Hryggir eða hálsar teygja sig til suðvesturs og suðurs frá megineldstöðinni.

Ekki er vitað um grunnstæð kvikuhólf undir Kverkfjöllum, og má vel vera að slík hólf sé ekki að finna þar nú. Kverkfjöll eru hins vegar með meiri jarðhitasvæðum landsins.8 Hitinn er einkum í vesturhluta fjallanna, aðallega í Efri- og Neðri-Hveradal og í lóninu Gengissigi austan Efri-Hveradals. Einnig er dálítill vottur af hita í hnjúkum í Eystri-Kverkfjöllum, meðal annars í hæsta hnjúknum, Jörfa. Er það mesta hæð sem jarðhiti finnst í hér á landi. Austan Kverkfjalla er Hveragil þar sem vatnsmiklar laugar mynda heitan læk með miklum útfellingum

Sprungureinin til norðurs kallast Kverkfjallarani næst Kverkfjöllum, og þar einkennist hún af fjölda samhliða bólstrabergshryggja, mynduðum í hraungosum undir jökli. Þeir hryggir sem rísa upp fyrir 1100 metra eru yfirleitt þaktir þunnri móbergskápu. Víða eru þeir sundurskornir af gossprungum og misgengjum frá nútíma, og hraun frá gossprungum hafa runnið eftir dældum á milli þeirra og einkum breitt úr sér vestan undir Kverkfjallarana.9 Norðan við þá markast sprungureinin eingöngu af misgengjum og bólstrabergs- og móbergshryggjum.

Goshættir á Kverkfjallakerfi virðast hafa verið tvenns konar á nútíma. Fáein basísk gjóskulög á Norður- og Austurlandi hafa efnafræðileg einkenni sem benda til Kverkfjalla,10 og eru líklega mynduð við tætigos á jökulþöktum hluta kerfisins. Gos á sprungureininni norðan jökulsins eru hraungos. Mörg þeirra einkennast af ákafri kvikustrókavirkni sem myndar víðáttumiklar kleprasvuntur. Þær teygjast allt að einum kílómetra frá gosstöðvunum, ásamt nær fimm kílómetra löngum kleprahraunum.11

Tilvísanir:

1 Guttormur Sigbjarnarson, 1996. Norðan Vatnajökuls III. Eldstöðvar og hraun frá nútíma. Náttúrufræðingurinn, 65, 199-212.

Haukur Jóhannesson og Kristján Sæmundsson, 1998. Jarðfræðikort af Íslandi, 1:500000, Höggun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Reykjavík.

Helgi Björnsson og fleiri, 1992. Vatnajökull, Norðvesturhluti, 1:100 000. Jökulbotn. Landsvirkjun og Raunvísindastofnun Háskólans, Reykjavík.

Magnús T. Guðmundsson og Þórdís Högnadóttir, 2007. Volcanic systems and calderas in the Vatnajökull region, central Iceland. Constraints on crustal structure from gavity data. Journal og Geodynamics, 43, 163-169.

2 Geirfinnur Jónsson og fleiri, 1991. Magnetic surveys of Iceland. Tectonophysics, 189, 229-247.

Magnús T. Guðmundsson og Þórdís Högnadóttir, 2007. Volcanic systems and calderas in the Vatnajökull region, central Iceland. Constraints on crustal structure from gavity data. Journal og Geodynamics, 43, 163-169.

3 Guðmundur Sigvaldason, 1974. Basalts from the centre of the assumed Icelandic mantle plume. Journal og Petrology, 15, 497-524.

Karhunen, R. 1998. Eruption mechanism and rheomorphism during the basaltic fissure eruption in Biskupsfell, Kverkfjöll, North-Central Iceland. Research Report 8802. Nordic Volcanology Institute, Reykjavík.

4 Guttormur Sigbjarnarson, 1996. Norðan Vatnajökuls III. Eldstöðvar og hraun frá nútíma. Náttúrufræðingurinn, 65, 199-212.

5 Sigurður Þórarinsson og fleiri, 1973. The eruption on Heimaey, Iceland. Nature, 241, 372-375.

6 Helgi Björnsson og fleiri, 1992. Vatnajökull, Norðvesturhluti, 1:100 000. Ísa- og vatnaskil. Landsvirkjun og Raunvísindastofnun Háskólans, Reykjavík.

Helgi Björnsson og fleiri, 1992. Vatnajökull, Norðvesturhluti, 1:100 000. Jökulbotn. Landsvirkjun og Raunvísindastofnun Háskólans, Reykjavík.

Helgi Björnsson, 2009. Jöklar á Íslandi. Bókaútgáfan Opna, Reykjavík.

7 Magnús T. Guðmundsson og Þórdís Högnadóttir, 2007. Volcanic systems and calderas in the Vatnajökull region, central Iceland. Constraints on crustal structure from gavity data. Journal og Geodynamics, 43, 163-169.

8 Friedman og fleiri, 1972; Infrared emission from Kverkfjöll subglacial volcanic and geothermal area, Iceland. Jökull, 22, 27-43,

Magnús Ólafsson og fleiri, 1999. Jarðhitakerfið í Grímsvötnum. Vorráðstefna 1999, ágrip erinda og veggspjalda. Jarðfræðifélag Íslands, Reykjavík, 48-50.

9 Guttormur Sigbjarnarson, 1993. Norðan Vatnajökuls II. Jarðlagaskipan og jarðfræðikort. Náttúrufræðingurinn 65, 201-217.

Guttormur Sigbjarnarson, 1996. Norðan Vatnajökuls III. Eldstöðvar og hraun frá nútíma. Náttúrufræðingurinn, 65, 199-212.

10 Bergrún Óladóttir og fleiri, 2011. Holocene volcanic activity at Grímsvötn, Bárdarbunga and Kverkfjöll subglacial centres beneath Vatnajökull, Iceland. Bulletin of Volcanology 73 (9), 1187-1208.

11 Karhunen, R. 1998. Eruption mechanism and rheomorphism during the basaltic fissure eruption in Biskupsfell, Kverkfjöll, North-Central Iceland. Research Report 8802. Nordic Volcanology Institute, Reykjavík.

Þorvaldur Þórðarson og Ármann Höskuldsson, 2002. Iceland. Classic Geology in Europe, 3. Terra Publishing, Harpenden.

Mynd:


Texta þessa svars má finna í bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar. Textinn er birtur hér með góðfúslegu leyfi.

...