Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8356 svör fundust
Hvort er meira af gulu litarefni eða rauðu í sólinni?
Það er ekkert litarefni af nokkru tagi í sólinni. Eins og Ari Ólafsson bendir á í svari við spurningunni Af hverju er himinninn blár? sendir sólin frá sér hvítt ljós sem hlutirnir hér á jörðinni, þar með talinn lofthjúpurinn, endurvarpa á mismunandi hátt þannig að við sjáum ólíka liti. Svona útskýrir Ari mismu...
Hvaða brauð er þetta sem prestar sækja stundum um?
Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju er talað um "að sækja um brauð" þegar prestur sækir um starf sem sóknarprestur? Brauð þekkist hérlendis í merkingunni ‘staða prests’ að minnsta kosti frá fyrsta þriðjungi 18. aldar samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Notkunin er hugsalega orðin til fyrir áhrif...
Hver orti sléttubandið „Grundar dóma ...”?
Upphafleg spurning er á þessa leið:Í bókinni Látra-Björg eftir Helga Jónsson (Helgafell 1949) er vísa sem sögð er eftir Björgu: „Grundar dóma...” Í kennslubókinni Íslenska eftir Jón Norland og Gunnlaug V. Snævarr (1997) er vísan sögð eftir Jón Þorgeirsson. Hvort er rétt og hver er Jón Þorgeirsson?Um höfund vísunna...
Hver orti sléttubandið „Grundar dóma ...”?
Upphafleg spurning er á þessa leið:Í bókinni Látra-Björg eftir Helga Jónsson (Helgafell 1949) er vísa sem sögð er eftir Björgu: „Grundar dóma...” Í kennslubókinni Íslenska eftir Jón Norland og Gunnlaug V. Snævarr (1997) er vísan sögð eftir Jón Þorgeirsson. Hvort er rétt og hver var Jón Þorgeirsson?Í bók okkar Jóns...
Hver er fyrri hluti máltækisins "...sem Krukkur spáði" og hvað merkir það?
Máltækið er: Kemur að því er Krukkur spáði. Þetta er sagt ef eitthvað rætist eða kemur fram sem gert hafði verið ráð fyrir. Ekki er vitað hver Jón krukkur var. Margir telja hann 17. aldar mann og Þórður Tómasson í Skógum er þeirrar skoðunar að hann hafi verið Vestur-Skaftfellingur (Goðasteinn 1984-5:35-41). Þa...
Hver var fyrsti prentarinn á Íslandi?
Elsta kunna heimildin um prentun á íslensku er í „Rechnungsbuch der Sunte Annen Broderschop der Islandsfahrer in Hamburg“ fyrir árið 1530. Ekki er upphæðin há og Björn Þorsteinsson sagnfræðingur, sem rak augun í klausuna sagði: Af því að ekkert er getið um efni textans, þykir mér sennilegast, að hér sé um að ræða ...
Hvenær sagði Jón Sigurðson hin frægu orð „ég mótmæli þá í nafni konungs og þjóðarinnar því ranglæti sem haft væri í frammi“?
Þessi frægu orð voru sögð þann 9. ágúst 1851 þegar Trampe greifi, fulltrúi konungs á þjóðfundi sem haldinn var í Lærða skólanum í Reykjavík, sleit fundinum í óþökk flestra íslensku fulltrúanna sem sátu fundinn. Danska stjórnin hafði boðað til fundar sumarið 1851 þar sem ræða átti um tengsl Íslands og Danmerkur...
Hvernig geta köngulær borist yfir úthöf?
Almennt er álitið að landnám smádýra tengist sjóstraumum að einhverju leyti og svo ríkjandi vindáttum.[1] Talið er að uppruna ýmissa smádýra hér á landi megi til að mynda rekja til Noregs og að hluti þeirra hafi komið með rekís þöktum einhverjum gróðri. Dýr í grýttum fjörum á Íslandi eru til dæmis þau sömu og finn...
Hver er munurinn á jafnréttindum og kvenréttindum?
Í grunninn er munurinn á „jafnréttindum“ og „kvenréttindum“ sáralítill. Bæði hugtökin eru byggð á hugmyndinni um félagslegan jöfnuð sem á rætur að rekja til kenninga Aristótelesar. Þess ber að geta að þegar Aristóteles setti hugmyndina fram náði hún ekki til allra samfélagsþegna í Forn-Grikklandi. Konur og þrælar ...
Hvað getið þið sagt mér um Rauðasand?
Rauðasandur er um 12-13 km löng skeljasandsfjara við sunnanverða Vestfirði, rétt austur af Látrabjargi. Oft hefur verið sagt að sandurinn og umhverfi hans séu eitt af fallegri náttúrufyrirbrigðum í íslenskri náttúru, en sveitin hefur löngum verið rómuð fyrir náttúrufegurð og búsæld. Rauðasandur er ein mesta sk...
Hvað er fleygletur?
Fleygletur eða fleygrúnir er stafagerð sem notuð var í Mið-Austurlöndum frá því í lok fjórða árþúsunds f.Kr. og fram undir Krists burð. Elstu heimildir um ritaða texta með fleygletri, sem mönnum hefur tekist að lesa, eru frá Súmerum sem bjuggu í Kaldeu og suðurhluta Mesópótamíu. Letrið var í formi mynda sem no...
Hver er sjávardýpt á norðurpólnum?
Dýpi Íshafsins á norðurpólnum er um 4130 m. Þessi tala segir okkur að mikið dýpi sé undir hafísnum þar en hún segir hins vegar ekki margt um botnlögun Norður-Íshafsins. Upplýsingar um dýpi í Norður-Íshafi hafa smám saman safnast saman, frá ísbrjótum sem og öðrum skipum og frá mælingum sem gerðar eru frá ísey...
Af hverju er eldur heitur?
Eldur er eins konar fyrirbæri eða ástand sem kviknar þegar "eldfimt" efni brennur. Eldurinn er heitur vegna þess að við brunann losnar orka sem að hluta til er varmaorka. Þessu er lýst ágætlega í svari við spurningunni Hvers vegna er eldur heitur og ís kaldur? en þar segir: Eldur kviknar þegar súrefni eða ildi ...
Hvernig er best að vísa í efni á Veraldarvefnum?
Reglur og hefðir um tilvitnanir í efni á Veraldarvefnum hafa verið í mótun. Þegar vísað er frá efni á vefnum í aðra staði á honum er það að sjálfsögðu gert með tenglum eins og notendur vefsins þekkja; engin önnur aðferð er fljótvirkari eða þægilegri fyrir notandann. En hins vegar er það almenn kurteisi að hafa kri...
Hvað er veggjatítla?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað er veggjatítla, hvernig lítur hún út, hvernig hagar hún sé, hvernig er hægt að útrýma henni og hverjir eru helstu sérfræðingar okkur um hana? Veggjatítla (Anobium punctatum) sem stundum er kölluð á ensku furniture beetle eða house borer, er skordýr af ætt bjalla (Coleopter...