Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1203 svör fundust

category-iconLandafræði

Hvers vegna heitir Öskjuhlíð í Reykjavík þessu nafni?

Öskjuhlíð getur verið gamalt nafn. Hún hefur vafalaust tilheyrt landnámsbænum Vík (Reykjarvík) frá upphafi. Nafnið Víkurholt, sem nefnt er í máldaga Víkur frá 1379 gæti átt við Skólavörðuholt en þó fremur Öskjuhlíð, þar sem segir: "Víkurholt með skóg og selstöðu" (Íslenskt fornbréfasafn III, bls 340). Elín Þór...

category-iconFélagsvísindi

Hve ríkir eru Íslendingar miðað við aðrar þjóðir?

Það er dálítið snúið að mæla meðaltekjur eða framleiðslu á íbúa, einkum vegna þess að verðlag og neysluvenjur eru mjög misjafnar á milli landa. Ein leið til að bera saman tekjur í mismunandi löndum felst í því að reikna út meðaltekjur í hverju landi sem verið er að skoða í mynt viðkomandi lands og umreikna svo...

category-iconHugvísindi

Hvað er Kínamúrinn gamall og langur? Sést hann frá tunglinu?

Kínamúrinn eða The Great Wall of China eins og hann er stundum nefndur á ensku var byggður í áföngum á mjög löngum tíma. Kínamúrinn á fallegum degi. Ýmsar goðsagnir hafa verið við lýði um Kínamúrinn eins og til dæmis að hann sé fleiri þúsund ára gamall, ein órofa heild og eina mannvirkið á jörðinni sem sjáist úr...

category-iconLandafræði

Hver eru sjálfstjórnarhéruðin í Kína?

Hér er einnig svarað spurningunni:Er Tíbet land? Sjálfstjórnarhéruðin (eða fylkin) í Kína eru alls fimm:Guangxi ZhuangzuInnri-Mongólía (Nei Monggol)Ningxia HuizuTíbet (Xizang)Xinjiang Uygur Kína skiptist í 33 stjórnunareiningar, sjálfstjórnarhéruðin fimm, 22 sýslur (sheng), fjórar borgarsýslur auk tveggja borga ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Af hverju gátu Bakkabræður ekki borið birtuna inn í húsið í húfunum sínum?

Bakkabræður virðast hafa lesið sér til í eðlisfræði og komist að því að ljósið hegði sér oft einsog agnir sem nefnast ljóseindir. Þeir hafa þess vegna ályktað að hægt væri að bera agnirnar inn í kolniðamyrkur og hleypa þeim þar út til að bregða birtu á bæinn. Ályktunarhæfni bræðranna hefur þó aðeins brugðist þ...

category-iconHugvísindi

Hvað gerði Kobbi kviðrista (Jack the Ripper)?

Kobbi kviðrista, eða Jack the Ripper, er einn þekktasti raðmorðingi allra tíma. Frá 7. ágúst til 10. nóvember árið 1888 myrti Kobbi að minnsta kosti fimm manns, allt vændiskonur. Raunar er nafn hans aðeins uppspuni. Enginn veit hvað hann hét í raun, því morðmálið var aldrei upplýst. Kobbi kviðrista framdi öll...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Lifa einhverjar eitraðar dýrategundir á Íslandi?

Það er einfalt að svara þessari spurningu og svarið er já! Fjölmargar dýrategundir á Íslandi hafa í sér eitur einkum dýr úr hópi skordýra og köngulóa sem nota oft eitur til að lama bráð sína. Víða í skordýraheiminum er að finna ýmis efnasambönd sem hafa lamandi eða eyðileggjandi áhrif á líkamsvefi þess sem er stun...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er sogæðabólga?

Umhverfis allar frumur í líkamanum er vökvi sem er kallaður millifrumuvökvi og er hann nálægt því að vera 15% af líkamsþyngdinni. Þessi vökvi endurnýjast stöðugt vegna leka út úr háræðunum og hann tæmist út í sogæðakerfið eða öðru nafni vessaæðakerfið. Sogæðarnar liggja í gegnum eitla, sem gegna meðal annars því h...

category-iconFélagsvísindi

Er hægt að dæma fjöldamorðingja á Íslandi í lengra en 16 ára fangelsi?

Í hegningarlögum er kveðið á um hver refsirammi vegna afbrota er og dómarar eru bundnir af þeim ákvæðum við ákvörðun refsingar. Í 211. gr. hegningarlaga er kveðið á um refsingu vegna manndráps. Þar segir: "Hver, sem sviptir annan mann lífi, skal sæta fangelsi, ekki skemur en 5 ár, eða ævilangt." Lögin setj...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær fóru Íslendingar að tala um karamellur?

Orðið karamella hefur verið notað hérlendis að minnsta kosti frá því í upphafi 20. aldar. Í Morgunblaðinu 28. desember 1913 var verið að skammast út í orðið og þá var skrifað: "Karamellur." Þetta ótætis orð, sem fyrir nokkrum árum var að eins þekt af örfáum reykvískum sætindabelgjum sem ill danska, gjörir nú kr...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Sigurður Fáfnisbani og átti hann sér raunverulega fyrirmynd?

Sigurður Fáfnisbani var ein af sögufrægustu hetjunum á germönsku málsvæði. Í eddukvæðunum er hann sagður fyrri eiginmaður Guðrúnar Gjúkadóttur sem síðan gekk að eiga Atla Húnakonung. Ekki aðeins er fjallað um hann í norrænum eddukvæðum, Völsungasögu og Þiðreks sögu varðveittum í íslenskum handritum 13. og 14. alda...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er eitthvert örnefni á höfuðborgarsvæðinu eða vík eða vogur, sem heitir Reykjavík?

Samkvæmt heimildum Örnefnastofnunar er engin vík eða vogur í höfuðstaðnum sem ber nafnið Reykjavík. Upphaflega nafnið var Reykjarvík með r eins og sjá má í frásögn Íslendingabókar af því þegar Ingólfur Arnarson tók sér bólfestu á þeim stað sem seinna varð höfuðstaður Íslands. Þar segir „ ... hann byggði suðr í Rey...

category-iconÞjóðfræði

Hver er uppruni og merking páskaeggsins?

Saga páskaeggsins á Íslandi er ekki löng og nær reyndar ekki lengra aftur í tímann en til annars áratugs 20. aldar. Saga páskaeggsins er þó mun lengri í Evrópu. Upphafið má rekja til þess að á miðöldum þurftu leiguliðar í Mið-Evrópu að gjalda landeigendum skatt í formi eggja fyrir páska. Leiguliðar þurftu reynd...

category-iconHeimspeki

Myndu vísindin staðna ef háskólanemar þyrftu ekki að læra um 2400 ára gamla heimspekinga?

Ef til vill er það útbreidd skoðun að háskólanemar þurfi að kunna skil á 2400 ára gamalli heimspeki, það er heimspeki Forngrikkja. Í Háskóla Íslands þarf þó einungis lítill hluti nemenda að lesa svo gamla heimspeki – og enn færri við aðra íslenska háskóla. Þeir sem stunda nám við hugvísindadeild Háskóla Ísland...

category-iconÞjóðfræði

Verður hrekkjavaka á Íslandi í ár?

Já, það verður örugglega hrekkjavaka á Íslandi í ár, að minnsta kosti hjá þeim sem halda upp á hana. Í seinni tíð hefur orðið æ algengara að Íslendingar haldi hrekkjavöku hátíðlega í anda Bandaríkjamanna. Það er ekki síst vegna áhrifa frá bandarísku sjónvarpi og kvikmyndum. Algengt er að skólar og vinnustaðir f...

Fleiri niðurstöður