Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Sigurður Fáfnisbani og átti hann sér raunverulega fyrirmynd?

Ármann Jakobsson

Sigurður Fáfnisbani var ein af sögufrægustu hetjunum á germönsku málsvæði. Í eddukvæðunum er hann sagður fyrri eiginmaður Guðrúnar Gjúkadóttur sem síðan gekk að eiga Atla Húnakonung. Ekki aðeins er fjallað um hann í norrænum eddukvæðum, Völsungasögu og Þiðreks sögu varðveittum í íslenskum handritum 13. og 14. aldar, heldur einnig i kvæðum frá meginlandinu, aðallega hinu þýska Nibelungenlied (Niflungaljóð) sem mun vera frá upphafi 13. aldar. Hann kemur þar að auki fyrir í yngri kvæðum eins og Rósagarðinum frá Worms, Bithrólfi og Þjóðleifi og ballöðunni Das Lied vom Hürnen Seyfried. Þessi goðsagnakenndi kappi var ekki síst þekktur fyrir drekadráp sitt í æsku en síðar mægðist hann við Búrgunda og var að lokum veginn af þeim.

Sigurður Fáfnisbani á sér engar skýrar fyrirmyndir frá þjóðflutningatímanum. Myndin er eftir Jenny Nyström (1854-1946).

Öfugt við ýmsar aðrar persónur eddukvæða, svo sem Jörmunrek Gotakonung, Atla Húnakonung og Gunnar Gjúkason, á Sigurður sér engar skýrar fyrirmyndir frá þjóðflutningatímanum. Allt frá 17. öld hafa menn þó gert því skóna að upphafs goðsagnanna um Sigurð sé að leita í örlögum Sigebert Frankakonungs en eiginkona hans hét Brunhilda eins og ástkona Sigurðar í hinu norræna sagnaefni. Sigebert var myrtur árið 575 af útsendurum Chilperic bróður síns sem hafði gengið að eiga hina grimmu Fredegund. Ekki eru þó mikil líkindi með sögu hans og Sigurðar Fáfnisbana þótt nöfnin séu áþekk. Enn fremur hafa fræðimenn leitað annarra fyrirmynda, til að mynda í sögu germönsku þjóðfrelsishetjunnar Arminiusar sem uppi var á dögum Ágústusar keisara (63 f.Kr.- 14 e.Kr.) og því til stuðnings finnst örnefnið Gnitaheiði (þ. Knetterheide) í þýska bænum Bad Salzuflen i Rínarlöndum. Enn aðrir hafa talið að saga Sigurðar geti verið afbökun á goðsögum um hin heiðnu germönsku goð.

Mynd:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Höfundur

Ármann Jakobsson

prófessor við íslensku- og menningardeild HÍ

Útgáfudagur

3.11.2022

Síðast uppfært

4.11.2022

Spyrjandi

Jóhann Hergils

Tilvísun

Ármann Jakobsson. „Hver var Sigurður Fáfnisbani og átti hann sér raunverulega fyrirmynd?“ Vísindavefurinn, 3. nóvember 2022, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=30200.

Ármann Jakobsson. (2022, 3. nóvember). Hver var Sigurður Fáfnisbani og átti hann sér raunverulega fyrirmynd? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=30200

Ármann Jakobsson. „Hver var Sigurður Fáfnisbani og átti hann sér raunverulega fyrirmynd?“ Vísindavefurinn. 3. nóv. 2022. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=30200>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Sigurður Fáfnisbani og átti hann sér raunverulega fyrirmynd?
Sigurður Fáfnisbani var ein af sögufrægustu hetjunum á germönsku málsvæði. Í eddukvæðunum er hann sagður fyrri eiginmaður Guðrúnar Gjúkadóttur sem síðan gekk að eiga Atla Húnakonung. Ekki aðeins er fjallað um hann í norrænum eddukvæðum, Völsungasögu og Þiðreks sögu varðveittum í íslenskum handritum 13. og 14. aldar, heldur einnig i kvæðum frá meginlandinu, aðallega hinu þýska Nibelungenlied (Niflungaljóð) sem mun vera frá upphafi 13. aldar. Hann kemur þar að auki fyrir í yngri kvæðum eins og Rósagarðinum frá Worms, Bithrólfi og Þjóðleifi og ballöðunni Das Lied vom Hürnen Seyfried. Þessi goðsagnakenndi kappi var ekki síst þekktur fyrir drekadráp sitt í æsku en síðar mægðist hann við Búrgunda og var að lokum veginn af þeim.

Sigurður Fáfnisbani á sér engar skýrar fyrirmyndir frá þjóðflutningatímanum. Myndin er eftir Jenny Nyström (1854-1946).

Öfugt við ýmsar aðrar persónur eddukvæða, svo sem Jörmunrek Gotakonung, Atla Húnakonung og Gunnar Gjúkason, á Sigurður sér engar skýrar fyrirmyndir frá þjóðflutningatímanum. Allt frá 17. öld hafa menn þó gert því skóna að upphafs goðsagnanna um Sigurð sé að leita í örlögum Sigebert Frankakonungs en eiginkona hans hét Brunhilda eins og ástkona Sigurðar í hinu norræna sagnaefni. Sigebert var myrtur árið 575 af útsendurum Chilperic bróður síns sem hafði gengið að eiga hina grimmu Fredegund. Ekki eru þó mikil líkindi með sögu hans og Sigurðar Fáfnisbana þótt nöfnin séu áþekk. Enn fremur hafa fræðimenn leitað annarra fyrirmynda, til að mynda í sögu germönsku þjóðfrelsishetjunnar Arminiusar sem uppi var á dögum Ágústusar keisara (63 f.Kr.- 14 e.Kr.) og því til stuðnings finnst örnefnið Gnitaheiði (þ. Knetterheide) í þýska bænum Bad Salzuflen i Rínarlöndum. Enn aðrir hafa talið að saga Sigurðar geti verið afbökun á goðsögum um hin heiðnu germönsku goð.

Mynd:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum....