Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Er árið lengra á tunglinu en á jörðinni þar sem það snýst lengri hring en við?
Það liggur ekki alveg á borðinu hvernig ætti að skilgreina ár á tunglinu. Braut tunglsins um jörð hallar aðeins um 5 gráður miðað við braut jarðar um sól. Tunglið hefur svokallaðan bundinn snúning miðað við jörð sem þýðir að það snýr alltaf nokkurn veginn sama yfirborðssvæði að jörð. Það snýst þess vegna einn hrin...
Er hægt að vera með skófíkn?
Hugtakið fíkn (e. addiction) er notað í lýðheilsu- og geðlæknisfræðum yfir áráttuhegðun sem fólk hefur ekki vald yfir. Í þeim skilningi er hæpið að tala um skófíkn sem oftast vísar ekki til alvarlegra ástands en þess að hafa gaman af tísku og fallegum fötum. Hins vegar leika skór stórt hlutverk í neyslumenningu s...
Er til hálf hola? (svar 1)
Ef svara á því hvort hálf hola sé til er kannski réttast að velta því fyrst fyrir sér hvort holur séu yfirleitt til og hvað þær eru þá. Eru holur, göt, dældir, göng, holrúm og annað slíkt efnislegir hlutir? Holur eiga það sameiginlegt með efnislegum hlutum að hafa rúmtak; þær hafa bæði stærð og lögun. Hins vegar g...
Hvers vegna gætir sjávarfalla tvisvar á sólarhring?
Þetta stafar af því að jörðin hreyfist um sameiginlega massamiðju jarðar og tungls, fyrir áhrif þyngdarkrafts frá tunglinu. Þessi kraftur á höfin sem snúa að tunglinu er meiri en þarf til að halda þeim á þessari hreyfingu. Því leitar vatnið þar í átt að tunglinu og sjávarborð hækkar. Þyngdarkraftur frá tunglinu á ...
Af hverju er ekki flóð og fjara alltaf á sama tíma?
Þetta er fyrst og fremst vegna þess að það er tunglið en ekki sólin sem ræður mestu um dægursveiflu sjávarfallanna; meginbylgja sjávarfallanna fylgir tunglinu á sífelldu ferðalagi þess miðað við yfirborð jarðar. "Tunglhringurinn" er ekki 24 klukkustundir heldur 24 stundir og 50 mínútur og þess vegna færast flóð og...
Hvernig stendur íslenski arnarstofninn? Hefur hann náð sér á strik eftir friðun?
Haförninn (Haliaeetus albicilla) var friðaður á Íslandi árið 1913. Á árunum 1905 til 1908 hafði danski fuglafræðingurinn Richard Hörring ferðast um landið og sá á ferðum sínum um þekkt arnarsvæði afar fáa erni. Það var því ljóst að arnarstofninn hér á landi var hruninn og því nauðsynlegt að friða hann svo hann hyr...
Er hægt að spila í rúllettu í spilavíti og vera 99-100% öruggur um að græða?
Upphafleg spurning var þannig: Er hægt og hvernig þá, að spila í nokkurn tíma í venjulegri rúllettu í spilavíti og vera 99-100% öruggur um að græða? Svarið við þessari spurningu er nei og einfaldast er að rökstyðja það og útskýra með því að vísa í sjálft eðli spilavítisins og líkindafræðinnar. Ef þetta væri hægt...
Er typpið vöðvi?
Typpi (getnaðarlimur, reður) er hólklaga líffæri sem gegnir því hlutverki að koma sáðfrumum inn í leggöng þannig að frjóvgun geti átt sér stað og nýr einstaklingur orðið til. Það er einnig leið þvags út úr líkama karla. Typpi skiptist í rót, bol og kóng og er gert úr þremur risvefjum (e. erectile tissue). Tve...
Hver eru áhrif Júpíters á jörðina?
Júpíter er fimmta reikistjarnan frá sólu og jafnframt sú stærsta í okkar sólkerfi. Eins og á við um aðrar plánetur hefur Júpíter tungl. Nú er vitað um 67 slík. Stærst þeirra er Ganýmedes, það er stærra en reikistjarnan Merkúr. Júpíter er einn af fjórum gasrisum sólkerfisins en hinir gasrisarnir eru Satúrnus, Ú...
Hvert er rúmmál Öskjuvatns og hvað getur glóandi hraun búið til mikla gjósku úr því vatni?
Ef basaltgos, líkt og í Öskju 1961, hæfist á botni Öskjuvatns yrði það gos svipað og gosið sem myndaði Sandey í Þingvallavatni fyrir 2000 árum. Þekktara af því tagi er þó Surtseyjargosið sem hófst á 130 m dýpi í sjónum suðvestan við Vestmannaeyjar haustið 1963. Meðan gosopið var ennþá neðansjávar og sjór hafði aðg...
Hver var Friðþjófur Nansen og hvert var hans framlag til vísindanna?
Friðþjófur Nansen (1861-1930).Friðþjófur Nansen fæddist 10. október 1861 í Frøen skammt frá Osló, sem þá hét Kristíanía. Hann var annað barn lögfræðingsins Baldurs Nansens og seinni konu hans Adelaide og eignaðist síðar yngri bróður. Ungur að árum kynntist Nansen útivist og íþróttaiðkun og var snemma góður íþrótta...
Af hverju er oft lítið ljós á söfnum, þola fornleifar ekki mikið ljós?
Ljós og rakabreytingar eru meðal þeirra umhverfisþátta sem geta valdið skemmdum á safnkosti. Þar á meðal eru ýmsar litabreytingar af völdum ljóss: gripir geta upplitast, dökknað eða gulnað. Hiti frá ljósi getur einnig valdið ofþornun og stökknun ýmissa efna. Gripir sem eru sérstaklega viðkvæmir fyrir ljósskemmdum ...
Hvers konar fjall er Hunga Tonga og hvar er það?
Þann 15. janúar 2022 varð mikið sprengigos í eldfjallinu Hunga Tonga-Hunga Ha‘apai í Suður-Kyrrahafi, um 65 km norður af Nuku‘alofa, höfuðborg eyríkisins Tonga. Hægt er að lesa meira um gosið sjálft í svari við spurningunni Hversu stórt var eldgosið í Hunga Tonga í janúar 2022? Hunga Tonga-Hunga Ha‘apai er stór...
Hvers vegna er rjómi dýrari en mjólk?
Helsta ástæðan er sú að það þarf nokkra lítra af mjólk til að framleiða einn lítra af rjóma, en einnig lítur út fyrir að seljendur meti það svo að óhætt sé að leggja meira á rjómann en mjólkina. Margir þættir hafa áhrif á verð einstakra vara. Framleiðslukostnaður skiptir vitaskuld miklu en einnig þættir eins og...
Hefur orðið reisluvog fleiri en eina merkingu?
Í Íslenskri orðabók, sem gefin var út af Menningarsjóði 1983, er sagt að reisla sé „sérstök vog, vog með löngu skafti (löngum armi) og einu lóði.“ Sama merking kemur fram í þeim dæmum sem finnast í seðlasafni Orðabókar Háskólans. Safnið er öllum aðgengilegt hér. Orðabókin á aðeins eitt dæmi um reisluvog og virðist...