Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 600 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er glerharpa?

Glerharpan er sérkennilegt hljóðfæri sem fundið var upp af vísinda- og stjórnmálamanninum Benjamin Franklin árið 1761. Glerharpan á rætur sínar að rekja alla leið til Asíu þar sem spilað var á bæði bolla og skálar úr málmi. Á 15. öld tóku Evrópumenn upp þennan sið, en notuðu fremur glerglös til að framkalla tón...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig verður manni ekki um sel?

Orðatiltækið vera eða verða ekki um sel merkir að ‘lítast ekki á blikuna, vera kvíðinn, áhyggjufullur’. Vera ekki um sel virðist eldra í málinu og er bein merking þess að líka ekki við selinn, vera ekki um selinn gefið (sbr. Íslenzkt orðtakasafn Halldórs Halldórssonar 1968 og síðar). Elsta dæmi um það í söfnum Orð...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað merkir orðið gyðingur og hversu gamalt er það?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hversu gamalt er og hvað merkir orðið gyðingur? Er samsvarandi orð um júða til í öðrum tungumálum? Geri ráð fyrir að orðið júði samsvari jew eða Jude. Hér er einnig svarað spurningunni: Hvers vegna er orðið júði niðrandi? Í dönsku og þýsku eru notuð nauðalík orð um gyðinga sem ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvernig er kýrillíska stafrófið sem notað er í Rússlandi?

Kýrillíska stafrófið varð til á 9. öld e. Kr. og var það hannað til nota fyrir þær þjóðir sem töluðu slavnesk mál og tilheyrðu rétttrúnaðarkirkjunni. Rússar, Hvítrússar, Úkraínumenn og Serbar nota enn þetta stafróf. Sömuleiðis er það enn í notkun í Makedóníu og Bosníu. Elsta slavneska letrið nefndist glagolica...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað vitið þið um hinn óvenjulega svissneska fána?

Svissneski fáninn er hvítur jafnarma kross á rauðum feldi. Hann er óvenjulegur að því leyti að allar hliðar hans eru jafnlangar. Svissneski fáninn er einn af aðeins tveimur ferningslaga ríkisfánum heims, hinn er fáni Vatíkansins. Svissneski fáninn er hvítur kross á rauðum feldi. Svissneski fáninn á rætur að...

category-iconHugvísindi

Hvaða tungumál ætli Nói og niðjar hans hafi talað?

Ellefti kafli fyrstu Mósebókar hefst á þessum orðum: "En jörðin hafði eitt tungumál og ein og sömu orð." Þetta er skrifað í framhaldi af lokum 10. kafla (32. versi) þar sem segir frá því að eftir syndaflóðið hafi ættkvíslir Nóa og sona hans og þær þjóðir sem frá þeim greindust dreifst um jörðina. Niðjar Nóa fóru v...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar fiskur er dílamjóri?

Dílamjóri (Lycodes esmarkii) tilheyrir ættkvísl mjóra (Lycodes). Mjórar eru langir og þunnvaxnir fiskar. Hausinn á þeim er nokkuð stór og allflatur að ofan og augun stór. Dílamjóri er stærsta mjórategundin í Norður-Atlantshafi. Hann verður yfirleitt ekki lengri en 50-60 cm en stærsti dílamjóri sem komið hefur í ve...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvert var fyrsta alíslenska nafnið?

Þessari spurningu er erfitt að svara. Ég hef fengist við athuganir á mannanöfnum í áratugi og svarið vefst fyrir mér. Þegar talað er um „alíslenskt“ verður að vera um nafn að ræða sem á sér ekki samsvaranir í öðrum málum hvort heldur sem er ósamsett eða sett saman af viðlið og/eða forlið. Þegar talað er um „al...

category-iconHeimspeki

Hver var Thomas More og hvert var framlag hans til fræðanna?

Thomas More (1478–1535) var lögspekingur og áhrifamikill stjórnmálamaður við siðaskiptin í Englandi. Í samtímanum er hans helst minnst fyrir tvennar sakir. Annars vegar vegna andstöðu hans við aðskilnað ensku og kaþólsku kirkjunnar undir forystu Hinriks VIII (1491–1547). Þeir atburðir enduðu með því að More var te...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er wahhabismi sem er ríkjandi í Sádi-Arabíu?

Íslam skiptist í tvær greinar, súnníta og sjíta. Flestir Sádi-Arabar eru súnnítar. Wahhabismi er nafnið á hugmyndafræði sem er ríkjandi í Sádi-Arabíu. Hugmyndafræðin á upphaflega rætur sínar að rekja til fræðimanns að nafni Múhammeð ibn Abd Wahhab (1703-1792) sem var uppi á 18. öld. Wahhab var frá Najd, sem er...

category-iconHugvísindi

Hvenær voru fyrstu Ólympíuleikar fatlaðra haldnir og hvar?

Ólympíuleikar fatlaðra eiga rætur sínar að rekja til landskeppni sem haldin var við Stoke Mandeville-spítalann í Aylesbury, Buckinghamshire á Englandi. Sú keppni var liður í endurhæfingu hermanna sem höfðu hlotið mænuskaða í síðari heimsstyrjöldinni. Hugmyndina átti Ludwig Guttman, taugasérfræðingur af gyðingaættu...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvaðan kemur orðatiltækið „Not until the fat lady sings” og hver er sagan á bak við það?

Þetta orðatiltæki heyrist gjarnan í bandarískum kvikmyndum og merkir "spyrjum að leikslokum" eða að ekki eigi að fullyrða neitt um úrslit keppni áður en hún er öll. Oft er það notað til að stappa stáli í menn til að þeir gefist ekki upp of fljótt. Upphaflega var orðatiltækið „The opera ain't over till the fat lady...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið ferming, pabbi minn sem býr í Svíþjóð er oft spurður að því?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Pabbi minn býr í Svíþjóð og hefur verið spurður hvaðan orðið ferming er komið, þar sem ferming er á flestum tungumálum confirmatio. Nafnorðið ferming er leitt með viðskeytinu –ing af sögninni að ferma 'staðfesta skírnarsáttmála eða trúarheit einhvers’. Það kom inn í máli...

category-iconHugvísindi

Snúa allar kirkjur á Íslandi í vestur?

Austur er höfuðátt í kristinni trú. Það var gamall siður að þegar fólk var komið á fætur að morgni dags gekk það út undir bert loft, sneri sér til austurs og signdi sig. Kallaðist þetta að sækja daginn. Í kirkjugörðum vísa grafir einnig í austur og vestur og horfir ásjóna hins látna mót austri. Á sama hátt hafa...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju hafa ekki verið nein norðurljós í vetur?

Norðurljósin eru síbreytileg, alveg eins og veðrið. Þau eiga rætur sínar að rekja til sólarinnar en virkni á yfirborði hennar ræður því hvort norðurljósin láti á sér kræla. Frá sólinni streyma hlaðnar agnir sem komast inn í lofthjúpinn við norður- og suðurpól jarðar. Þessar agnir víxlverka við agnir í lofthjúpnum...

Fleiri niðurstöður