Sólin Sólin Rís 07:27 • sest 19:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:35 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 15:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:27 • sest 19:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:35 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 15:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert var fyrsta alíslenska nafnið?

Guðrún Kvaran

Þessari spurningu er erfitt að svara. Ég hef fengist við athuganir á mannanöfnum í áratugi og svarið vefst fyrir mér. Þegar talað er um „alíslenskt“ verður að vera um nafn að ræða sem á sér ekki samsvaranir í öðrum málum hvort heldur sem er ósamsett eða sett saman af viðlið og/eða forlið.

Þegar talað er um „alíslenskt“ verður að vera um nafn að ræða sem á sér ekki samsvaranir í öðrum málum. Nöfn landnámsmanna má mörg hver sjá í ritinu Landnámu en einnig í Íslendingasögum. Málverkið sem hér sést er eftir norska málarans Oscar Wergeland (1844-1910) og á að sýna landnámsmenn taka land á Íslandi árið 872. Myndin er fyrst og fremst vitnisburðurður um hugmyndir málarans og samtímamanna hans um þá sem námu Ísland.

Landnámsmenn voru flestir norskir, einhverjir frá öðrum Norðurlöndum og einhverjir Keltar og þeir báru nöfn sem flest hver festu rætur hér. Þessi nöfn má mörg hver sjá í ritinu Landnámu en einnig í Íslendingasögum. Þau koma einnig fram í fornbréfum og fornum skjölum en tilviljunum er háð hvaða nöfn koma þar fram. Enginn, mér vitanlega, hefur leitað eftir elstu „alíslensku“ nöfnunum.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

20.3.2025

Spyrjandi

Frosti Hrafn Sigurjónsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvert var fyrsta alíslenska nafnið?“ Vísindavefurinn, 20. mars 2025, sótt 20. mars 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87487.

Guðrún Kvaran. (2025, 20. mars). Hvert var fyrsta alíslenska nafnið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87487

Guðrún Kvaran. „Hvert var fyrsta alíslenska nafnið?“ Vísindavefurinn. 20. mar. 2025. Vefsíða. 20. mar. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87487>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert var fyrsta alíslenska nafnið?
Þessari spurningu er erfitt að svara. Ég hef fengist við athuganir á mannanöfnum í áratugi og svarið vefst fyrir mér. Þegar talað er um „alíslenskt“ verður að vera um nafn að ræða sem á sér ekki samsvaranir í öðrum málum hvort heldur sem er ósamsett eða sett saman af viðlið og/eða forlið.

Þegar talað er um „alíslenskt“ verður að vera um nafn að ræða sem á sér ekki samsvaranir í öðrum málum. Nöfn landnámsmanna má mörg hver sjá í ritinu Landnámu en einnig í Íslendingasögum. Málverkið sem hér sést er eftir norska málarans Oscar Wergeland (1844-1910) og á að sýna landnámsmenn taka land á Íslandi árið 872. Myndin er fyrst og fremst vitnisburðurður um hugmyndir málarans og samtímamanna hans um þá sem námu Ísland.

Landnámsmenn voru flestir norskir, einhverjir frá öðrum Norðurlöndum og einhverjir Keltar og þeir báru nöfn sem flest hver festu rætur hér. Þessi nöfn má mörg hver sjá í ritinu Landnámu en einnig í Íslendingasögum. Þau koma einnig fram í fornbréfum og fornum skjölum en tilviljunum er háð hvaða nöfn koma þar fram. Enginn, mér vitanlega, hefur leitað eftir elstu „alíslensku“ nöfnunum.

Mynd:...