Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig verður manni ekki um sel?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðatiltækið vera eða verða ekki um sel merkir að ‘lítast ekki á blikuna, vera kvíðinn, áhyggjufullur’. Vera ekki um sel virðist eldra í málinu og er bein merking þess að líka ekki við selinn, vera ekki um selinn gefið (sbr. Íslenzkt orðtakasafn Halldórs Halldórssonar 1968 og síðar). Elsta dæmi um það í söfnum Orðabókar Háskólans er frá 17. öld en dæmi um að verða ekki um sel þekkjast frá 19. öld.

Mönnum er ekki um þennan sel. Myndin er af hlébarðasel.

Orðatiltækið á rætur að rekja til þjóðtrúar og þess að margir höfðu ímugust á selnum. Í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar (1974:313) stendur til dæmis:
Það gegnir furðu, að alþýða manna á Íslandi elur í brjósti einkennilega tilfinningu, blandna viðbjóði og virðingu, gagnvart selunum. Orsakir þessa eru í fyrsta lagi sú fávíslega skoðun manna, að selir líkist mönnum meira í skapnaði en öll önnur dýr, og styrkir forvitni selanna og skynsemi á ýmsum sviðum þessa skoðun manna.

Mynd: Scuba.lu

Vísindavefnum barst athugasemd frá lesanda svarsins við orðasambandinu „að verða ekki um sel“. Lesandi þekkti eftir föður sínum úr Miklaholtshreppi að sambandið væri notað „við þær aðstæður að slæmur viðskilnaður hafi verið í seli þegar það var yfirgefið að hausti“. Þrátt fyrir allnokkra leit hefur mér ekki tekist að finna dæmi um þá notkun. Ég vísaði í orðtakasafn Halldórs Halldórssonar en Jón G. Friðjónsson gefur sömu skýringu í riti sínu Mergi málsins (2006: 721). Áratuga vinna á Orðabók Háskólans kenndi mér að oft getur leynst staðbundin notkun orða og orðasambanda og er öll vitneskja um slíkt vel þegin.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

8.12.2005

Spyrjandi

Trausti Pálsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig verður manni ekki um sel?“ Vísindavefurinn, 8. desember 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5466.

Guðrún Kvaran. (2005, 8. desember). Hvernig verður manni ekki um sel? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5466

Guðrún Kvaran. „Hvernig verður manni ekki um sel?“ Vísindavefurinn. 8. des. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5466>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig verður manni ekki um sel?
Orðatiltækið vera eða verða ekki um sel merkir að ‘lítast ekki á blikuna, vera kvíðinn, áhyggjufullur’. Vera ekki um sel virðist eldra í málinu og er bein merking þess að líka ekki við selinn, vera ekki um selinn gefið (sbr. Íslenzkt orðtakasafn Halldórs Halldórssonar 1968 og síðar). Elsta dæmi um það í söfnum Orðabókar Háskólans er frá 17. öld en dæmi um að verða ekki um sel þekkjast frá 19. öld.

Mönnum er ekki um þennan sel. Myndin er af hlébarðasel.

Orðatiltækið á rætur að rekja til þjóðtrúar og þess að margir höfðu ímugust á selnum. Í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar (1974:313) stendur til dæmis:
Það gegnir furðu, að alþýða manna á Íslandi elur í brjósti einkennilega tilfinningu, blandna viðbjóði og virðingu, gagnvart selunum. Orsakir þessa eru í fyrsta lagi sú fávíslega skoðun manna, að selir líkist mönnum meira í skapnaði en öll önnur dýr, og styrkir forvitni selanna og skynsemi á ýmsum sviðum þessa skoðun manna.

Mynd: Scuba.lu

Vísindavefnum barst athugasemd frá lesanda svarsins við orðasambandinu „að verða ekki um sel“. Lesandi þekkti eftir föður sínum úr Miklaholtshreppi að sambandið væri notað „við þær aðstæður að slæmur viðskilnaður hafi verið í seli þegar það var yfirgefið að hausti“. Þrátt fyrir allnokkra leit hefur mér ekki tekist að finna dæmi um þá notkun. Ég vísaði í orðtakasafn Halldórs Halldórssonar en Jón G. Friðjónsson gefur sömu skýringu í riti sínu Mergi málsins (2006: 721). Áratuga vinna á Orðabók Háskólans kenndi mér að oft getur leynst staðbundin notkun orða og orðasambanda og er öll vitneskja um slíkt vel þegin.

...