Rák er tvöföld, miðlæg og kviðlæg. Sú miðlæga er oft dauf. Hreistur er vel þroskað, hylur allan skrokkinn og stöku uggana og nær fram á rætur kvið- og eyrugga og einnig að 1/3 út á innra borð eyrugga. Tennur í neðra skolti eru margar og þéttstæðar. Þær mynda óreglulega tvöfalda röð, sem breikkar fram eftir í 3-4 raðir.Dílarmjóri er botnfiskur og finnst á 150 til 1200 metra dýpi. Heimkynni hans eru við Ísland, Færeyjar, í Noregs-Hjaltlandshallanum og norður með ströndum Noregs, í syðsta hluta Barentshafs en einnig við Suðvestur-Grænland og við Nýfundnaland. Á Íslandsmiðum finnst hann aðallega í köldum sjónum norður og austur af landinu. Helsta fæða dílamjóra eru slöngustjörnur (Ophiuroidea). Dílamjóri fannst fyrst við Ísland árið 1902. Hann er lítið veiddur af íslenskum skipum. Árið 2021 veiddu sjö skip alls 118 kg og árið áður komu á land, úr þremur skipum, 76 kg af dílamjóra. Heimildir og mynd:
- Gunnar Jónsson. 1983. Íslenskir fiskar. Reykjavík, Fjölvi.
- Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013). Íslenskir fiskar. Reykjavík, Vaka - Helgafell.
- Fiskistofa. Allar tegundir afla. (Sótt 2.2.2022).
- Hafrannsóknarstofnun. Dílamjóri. (Sótt 2.2.2022). Myndina tók Svanhildur Egilsdóttir.