Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar fiskur er dílamjóri?

Jón Már Halldórsson

Dílamjóri (Lycodes esmarkii) tilheyrir ættkvísl mjóra (Lycodes). Mjórar eru langir og þunnvaxnir fiskar. Hausinn á þeim er nokkuð stór og allflatur að ofan og augun stór. Dílamjóri er stærsta mjórategundin í Norður-Atlantshafi. Hann verður yfirleitt ekki lengri en 50-60 cm en stærsti dílamjóri sem komið hefur í veiðarfæri hér við land var þó rétt um 100 cm.

Dílamjóri (Lycodes esmarkii). Myndina tók Svanhildur Egilsdóttir.

Dílamjóri er dökkbrúnn eða grár að ofan en lýsist á kvið. Í bókinni Íslenskir fiskar eftir Gunnar Jónsson fiskifræðing er honum lýst á eftirfarandi hátt:
Rák er tvöföld, miðlæg og kviðlæg. Sú miðlæga er oft dauf. Hreistur er vel þroskað, hylur allan skrokkinn og stöku uggana og nær fram á rætur kvið- og eyrugga og einnig að 1/3 út á innra borð eyrugga. Tennur í neðra skolti eru margar og þéttstæðar. Þær mynda óreglulega tvöfalda röð, sem breikkar fram eftir í 3-4 raðir.

Dílarmjóri er botnfiskur og finnst á 150 til 1200 metra dýpi. Heimkynni hans eru við Ísland, Færeyjar, í Noregs-Hjaltlandshallanum og norður með ströndum Noregs, í syðsta hluta Barentshafs en einnig við Suðvestur-Grænland og við Nýfundnaland. Á Íslandsmiðum finnst hann aðallega í köldum sjónum norður og austur af landinu.

Helsta fæða dílamjóra eru slöngustjörnur (Ophiuroidea).

Dílamjóri fannst fyrst við Ísland árið 1902. Hann er lítið veiddur af íslenskum skipum. Árið 2021 veiddu sjö skip alls 118 kg og árið áður komu á land, úr þremur skipum, 76 kg af dílamjóra.

Heimildir og mynd:
  • Gunnar Jónsson. 1983. Íslenskir fiskar. Reykjavík, Fjölvi.
  • Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013). Íslenskir fiskar. Reykjavík, Vaka - Helgafell.
  • Fiskistofa. Allar tegundir afla. (Sótt 2.2.2022).
  • Hafrannsóknarstofnun. Dílamjóri. (Sótt 2.2.2022). Myndina tók Svanhildur Egilsdóttir.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

11.2.2022

Síðast uppfært

19.10.2022

Spyrjandi

Úlfar

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvers konar fiskur er dílamjóri?“ Vísindavefurinn, 11. febrúar 2022, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=82392.

Jón Már Halldórsson. (2022, 11. febrúar). Hvers konar fiskur er dílamjóri? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=82392

Jón Már Halldórsson. „Hvers konar fiskur er dílamjóri?“ Vísindavefurinn. 11. feb. 2022. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=82392>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar fiskur er dílamjóri?
Dílamjóri (Lycodes esmarkii) tilheyrir ættkvísl mjóra (Lycodes). Mjórar eru langir og þunnvaxnir fiskar. Hausinn á þeim er nokkuð stór og allflatur að ofan og augun stór. Dílamjóri er stærsta mjórategundin í Norður-Atlantshafi. Hann verður yfirleitt ekki lengri en 50-60 cm en stærsti dílamjóri sem komið hefur í veiðarfæri hér við land var þó rétt um 100 cm.

Dílamjóri (Lycodes esmarkii). Myndina tók Svanhildur Egilsdóttir.

Dílamjóri er dökkbrúnn eða grár að ofan en lýsist á kvið. Í bókinni Íslenskir fiskar eftir Gunnar Jónsson fiskifræðing er honum lýst á eftirfarandi hátt:
Rák er tvöföld, miðlæg og kviðlæg. Sú miðlæga er oft dauf. Hreistur er vel þroskað, hylur allan skrokkinn og stöku uggana og nær fram á rætur kvið- og eyrugga og einnig að 1/3 út á innra borð eyrugga. Tennur í neðra skolti eru margar og þéttstæðar. Þær mynda óreglulega tvöfalda röð, sem breikkar fram eftir í 3-4 raðir.

Dílarmjóri er botnfiskur og finnst á 150 til 1200 metra dýpi. Heimkynni hans eru við Ísland, Færeyjar, í Noregs-Hjaltlandshallanum og norður með ströndum Noregs, í syðsta hluta Barentshafs en einnig við Suðvestur-Grænland og við Nýfundnaland. Á Íslandsmiðum finnst hann aðallega í köldum sjónum norður og austur af landinu.

Helsta fæða dílamjóra eru slöngustjörnur (Ophiuroidea).

Dílamjóri fannst fyrst við Ísland árið 1902. Hann er lítið veiddur af íslenskum skipum. Árið 2021 veiddu sjö skip alls 118 kg og árið áður komu á land, úr þremur skipum, 76 kg af dílamjóra.

Heimildir og mynd:
  • Gunnar Jónsson. 1983. Íslenskir fiskar. Reykjavík, Fjölvi.
  • Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013). Íslenskir fiskar. Reykjavík, Vaka - Helgafell.
  • Fiskistofa. Allar tegundir afla. (Sótt 2.2.2022).
  • Hafrannsóknarstofnun. Dílamjóri. (Sótt 2.2.2022). Myndina tók Svanhildur Egilsdóttir.

...