Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvaða orð er hægt að lesa bæði aftur á bak og áfram?
Ýmis orð er hægt að lesa bæði aftur á bak og áfram. Mörgum er það sameiginlegt að byrja og enda á sérhljóði. Mjög oft er um sagnir að ræða sem byrja og enda á a í nafnhætti eins og: abba agaakaalaama anaapaataNafnorð sem byrja og enda á a eru:aggaamma assaÖnnur orð sem koma upp í hugann eru:inninónóbóódóórópíprörr...
Í dag skrifaði ég "til baka" í bréfi, yfirmaður minn sagði að það væri eitt orð eða "tilbaka", er það rétt?
Hér er hlaupið fram og til baka.Atviksorðsliðurinn til baka er tvö orð. Við skrifum 'farðu til baka' alveg eins og ritað er 'farðu til vinstri' eða 'farðu til hægri'. Eins er skrifað að eitthvað sé 'baka til'. Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er rétt að Darwin hafi dregið kenningu sína til baka...
Er einhver munur á notkun orðanna fótbolti og knattspyrna?
Um íþróttaiðkun og þær margvíslegu keppnisgreinar sem þar koma við sögu hefur orðið til margbreytilegt orðafar í íslensku. Um margt hafa sprottið fram nýyrði sem mörg hver hafa fest rætur en önnur orð eru sýnilega aðfengin og vitna um áhrifavald samfélaga sem þau eru sprottin úr og sterkan alþjóðlegan svip á íþrót...
Af hverju kalla menn flotta bíla stundum "kagga"?
Orðið kaggi er notað í fleiri en einni merkingu. Elsta merking orðsins er líklega ‘lítil tunna’. Það kemur fyrir í Biskupasögum og Sturlungu sem viðurnefni Þórarins kagga. Kaggi er líka til í merkingunni ‘hattur’. Orðabókin á elst dæmi um þá notkun úr blaðinu Speglinum frá 1936. Ætla má að hatturinn hafi fengið þe...
Hver er uppruni orðsins heimskur?
Orðið heimskur ‛vitgrannur, fávís’ er náskylt orðunum heim ‛(í átt) til heimkynna’ og heima ‛heimkynni, heimili’ og ‛í heimkynnum sínum’. Orðið heimskur þekkist allt frá fornu máli. Ekki þótti það karlmannlegt að sitja alltaf heima og fara ekkert. Í Hávamálum stendur (5. erindi): Vits er...
Hver er upprunaleg merking orðsins „sauður“?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Á íslensku er stundum talað um sauðfé í stað fjár eða kinda en einnig er til sauðnaut. Spurningin mín er því: Hvað merkir forskeytið "sauð" og enn fremur hver er upprunaleg merking orðsins "sauður". Orðin fé, sauður og sauðfé eru öll gömul í málinu en kind hafði til fo...
Af hverju er orðið gerekti dregið?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Til er orð í íslensku máli, dyrafaldur og skýrir sig sjálft. Annað orð um sama hlut er gerekti (flestir segja gerefti). Af hverju er orðið gerekti dregið? Nokkrar myndir eru til af orðinu sem spurt var um, gerekti. Sú er oft raunin þegar um tökuorð er að ræða sem menn þ...
Upp við hvaða dogg rísa menn?
Upprunalega spurningarnar hljóðuðu svona:Hvað þýðir orðið doggur og hvaðan kemur það, í samhenginu "að rísa upp við dogg"? Endalaust finnst enn af orðum sem aðeins heyrast í orðasamböndum: Hvað er doggur... ef það er þá rétta nefnifallsmyndin (enda orðið aldrei notað í nefnifalli)? Orðið doggur þekkist í málinu...
Er hægt að búa til fleirtölu af orðum sem áður hafa aðeins verið notuð í eintölu?
Meðal þeirra málfarsatriða sem oftast eru gerðar athugasemdir við er þegar farið er að nota fleirtölu af ýmsum orðum sem fram undir þetta hafa eingöngu verið höfð í eintölu. Ég hef skrifað um mörg slík dæmi, a.m.k. þessi: fíknir af kvenkynsorðinu fíkn(i), flug af hvorugkynsorðinu flug, fælnir af kvenkynsorðinu fæl...
Metaðsókn að Vísindavef HÍ árið 2018
Metaðsókn var að Vísindavef Háskóla Íslands árið 2018. Samkvæmt gögnum frá Modernus sem rekur samræmda vefmælingu á Íslandi, voru notendur Vísindavefsins 775 þúsund árið 2018 og flettu þeir síðum vefsins rúmlega þremur milljón sinnum. Svörin á Vísindavefnum eru orðin rúmlega 12.000 og flettingarnar samsvara því að...
Hvað heitir japanska fyrirbærið karaoke á íslensku?
Þótt orðið karaoke sé ekki alveg nýtt í málinu hefur ekkert eitt íslenskt orð fest sem nýyrði yfir þetta hugtak. Í nýyrðabanka Íslenskrar málstöðvar eru fjögur orð sem þangað hafa borist. Þau eru: lagvísir, sem sennilega er þannig hugsað að það vísar á lagið, hjálpar til við að halda lagi tónhjarl, karlky...
Hvernig og hvenær varð Sádi-Arabía til sem ríki?
Sádi-Arabía er eitt af valdamestu ríkjum veraldar. Saga landsins er viðamikil og löng. Sú Sádi-Arabía sem við þekkjum í dag varð til árið 1932. Stofnun konungsríkisins var afleiðing af langvinnri ættbálkadeilu sem Sádi-fjölskyldan sigraði. Átökin brutust út í upphafi 20. aldar þegar Ibn Saud, höfuð Sádi-fjölsky...
Hvers vegna hafa nafnorð kyn?
Íslenska telst til málaættar sem kölluð hefur verið indóevrópsk mál. Fornar heimildir um þessa málaætt (sanskrít, gríska, latína) sýna að orð höfðu ákveðið kyn, karlkyn, kvenkyn eða hvorugkyn eins langt aftur og tekist hefur að rekja. Hettitíska, sem einnig er af þessari málaætt og elstar heimildir eru til um, hef...
Hvað heitir plastið á enda skóreima?
Svo virðist sem ekkert eitt orð hafi fest á þessu plasti. Í Stóru myndorðabókinni sem gefin var út hjá Eddu útgáfu 2007 eru tvær myndir af reimuðum skóm. Þar er plastið nefnt hólkur. Ég hef rætt við nokkra skósmiði, sem selja reimar, og hefur enginn þeirra þekkt orð um þennan hlut reimar sem áður var úr málmi en n...
Hver skírði stjörnurnar og hvernig fór hann að, því að þær eru svo margar?
Í fornöld litu menn upp í himinninn og greindu þar ýmsar stjörnur. Þessum stjörnum gáfu þeir nöfn úr umhverfi sínu eða nefndu þær eftir verum úr goðafræði sinni. Á síðari öldum þegar stjörnusjónaukar urðu betri sífellt og fleiri stjörnur uppgötvuðust varð að koma á skipulagðara nafnakerfi. Ýmsir hafa safnað listum...