- abba
- aga
- aka
- ala
- ama
- ana
- apa
- ata
- agga
- amma
- assa
- inni
- nón
- óbó
- ódó
- óró
- píp
- rör
- rýr
- radar
- Abba
- Adda
- Agga
- Alla
- Anna
- rammar
- rannar
- rassar
- rær
- munnum
- rabbar
- rakar
- rakkar
- rallar
- rasar
- ratar
Einn af lesendum Vísindavefsins benti okkur á að á Baggalúti er að finna svonefndar samhverfur, en það eru orð og setningar sem hægt er að lesa bæði aftur á bak og áfram. Dæmi um þetta er til dæmis: 'Anna, bara sú hása, sá hús arabanna.' Annar glöggur lesandi benti ritstjórn á að enska heitið yfir þetta málfyrirbrigði er palindrome. Áhangendur Monty Python-hópsins ættu að kannast við það hugtak úr einu frægasta atriði sjónvarpsþátta hans, um dauða páfagaukinn (Dead parrot sketch). Sami lesandi benti einnig á að lengsta þekkta samhverfan í einu orði kæmi úr finnsku: 'saippuakivikauppias' sem þýðir sápukaupmaður á íslensku. Það slær jafnvel út 'grasasnadansasarg' Baggalútsmanna og hefur þann kost að auki að hafa einhverja 'gilda' merkingu!