Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Upp við hvaða dogg rísa menn?

Guðrún Kvaran

Upprunalega spurningarnar hljóðuðu svona:
Hvað þýðir orðið doggur og hvaðan kemur það, í samhenginu "að rísa upp við dogg"? Endalaust finnst enn af orðum sem aðeins heyrast í orðasamböndum: Hvað er doggur... ef það er þá rétta nefnifallsmyndin (enda orðið aldrei notað í nefnifalli)?

Orðið doggur þekkist í málinu að minnsta kosti frá 18. öld. Í Íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar, sem unnin var á síðari hluta 18. aldar en út kom 1814, segir um orðið:

Doggur þad seigia menn almennel(ega) hundurin sitie upp vid dogg, og madur sem situr vid eitthvad hann sitii vid dog[g].

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:117) er doggur gefinn í þrenns konar merkingu en um þá sem spurt er um stendur að orðið merki:

‘uppréttur, sívalur stjaki’; sbr. orðasamb. sitja (liggja, hallast, rísa) upp við dogg þ.e. sitja hálfuppréttur (flötum beinum) og hallast upp við e.k. hægindi eða styðjast við olnbogana; rísa þannig upp til hálfs. Orðið doggur er líka haft um þráðardokku og svifaseinan og værukæran mann: sitja eins og doggur þ.e. hreyfingarlaus og agndofa; (vera) eins og doggur ‘(vera) hreyfingarlaus, eins og hraukur’. Af þessum toga er líklega lo. doggslegur ‘dauflegur, stirðlegur.

Orðasambandið sitja (liggja, hallast, rísa) upp við dogg merkir að 'sitja hálfuppréttur (flötum beinum) og hallast upp við e.k. hægindi eða styðjast við olnbogana; rísa þannig upp til hálfs.'

Af dæmunum hjá Ásgeiri sést að orðið er notað í nefnifalli og fleiri dæmi má finna í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. (Orðsifjabókina má einnig finna á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum undirMálið.is).
  • Björn Halldórsson. 1814. Lexicon Islandico-Latino-Danicum. Biørn Haldorsens islandske Lexikon. Havniæ [Kaupmannahöfn].
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans er á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Arnastofnun.is

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

14.6.2021

Spyrjandi

Sindri Aron Viktorsson, Örn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Upp við hvaða dogg rísa menn?“ Vísindavefurinn, 14. júní 2021, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=81741.

Guðrún Kvaran. (2021, 14. júní). Upp við hvaða dogg rísa menn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=81741

Guðrún Kvaran. „Upp við hvaða dogg rísa menn?“ Vísindavefurinn. 14. jún. 2021. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=81741>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Upp við hvaða dogg rísa menn?
Upprunalega spurningarnar hljóðuðu svona:

Hvað þýðir orðið doggur og hvaðan kemur það, í samhenginu "að rísa upp við dogg"? Endalaust finnst enn af orðum sem aðeins heyrast í orðasamböndum: Hvað er doggur... ef það er þá rétta nefnifallsmyndin (enda orðið aldrei notað í nefnifalli)?

Orðið doggur þekkist í málinu að minnsta kosti frá 18. öld. Í Íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar, sem unnin var á síðari hluta 18. aldar en út kom 1814, segir um orðið:

Doggur þad seigia menn almennel(ega) hundurin sitie upp vid dogg, og madur sem situr vid eitthvad hann sitii vid dog[g].

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:117) er doggur gefinn í þrenns konar merkingu en um þá sem spurt er um stendur að orðið merki:

‘uppréttur, sívalur stjaki’; sbr. orðasamb. sitja (liggja, hallast, rísa) upp við dogg þ.e. sitja hálfuppréttur (flötum beinum) og hallast upp við e.k. hægindi eða styðjast við olnbogana; rísa þannig upp til hálfs. Orðið doggur er líka haft um þráðardokku og svifaseinan og værukæran mann: sitja eins og doggur þ.e. hreyfingarlaus og agndofa; (vera) eins og doggur ‘(vera) hreyfingarlaus, eins og hraukur’. Af þessum toga er líklega lo. doggslegur ‘dauflegur, stirðlegur.

Orðasambandið sitja (liggja, hallast, rísa) upp við dogg merkir að 'sitja hálfuppréttur (flötum beinum) og hallast upp við e.k. hægindi eða styðjast við olnbogana; rísa þannig upp til hálfs.'

Af dæmunum hjá Ásgeiri sést að orðið er notað í nefnifalli og fleiri dæmi má finna í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. (Orðsifjabókina má einnig finna á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum undirMálið.is).
  • Björn Halldórsson. 1814. Lexicon Islandico-Latino-Danicum. Biørn Haldorsens islandske Lexikon. Havniæ [Kaupmannahöfn].
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans er á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Arnastofnun.is

Mynd:...