Hvað þýðir orðið doggur og hvaðan kemur það, í samhenginu "að rísa upp við dogg"? Endalaust finnst enn af orðum sem aðeins heyrast í orðasamböndum: Hvað er doggur... ef það er þá rétta nefnifallsmyndin (enda orðið aldrei notað í nefnifalli)?Orðið doggur þekkist í málinu að minnsta kosti frá 18. öld. Í Íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar, sem unnin var á síðari hluta 18. aldar en út kom 1814, segir um orðið:
Doggur þad seigia menn almennel(ega) hundurin sitie upp vid dogg, og madur sem situr vid eitthvad hann sitii vid dog[g].Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:117) er doggur gefinn í þrenns konar merkingu en um þá sem spurt er um stendur að orðið merki:
‘uppréttur, sívalur stjaki’; sbr. orðasamb. sitja (liggja, hallast, rísa) upp við dogg þ.e. sitja hálfuppréttur (flötum beinum) og hallast upp við e.k. hægindi eða styðjast við olnbogana; rísa þannig upp til hálfs. Orðið doggur er líka haft um þráðardokku og svifaseinan og værukæran mann: sitja eins og doggur þ.e. hreyfingarlaus og agndofa; (vera) eins og doggur ‘(vera) hreyfingarlaus, eins og hraukur’. Af þessum toga er líklega lo. doggslegur ‘dauflegur, stirðlegur.
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. (Orðsifjabókina má einnig finna á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum undirMálið.is).
- Björn Halldórsson. 1814. Lexicon Islandico-Latino-Danicum. Biørn Haldorsens islandske Lexikon. Havniæ [Kaupmannahöfn].
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans er á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Arnastofnun.is
- A man sitting on the floor of a living room, leaning again… | Flickr. (Sótt 10.06.2021). Myndin tilheyrir BiblioArchives / LibraryArchives og er birt undir leyfinu Creative Commons — Attribution 2.0 Generic — CC BY 2.0