Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1316 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Ef ég væri ættleidd hvenær ættu foreldrar mínir að segja mér frá því?

Samkvæmt V. kafla laga um ættleiðingar gegna kjörforeldrar upplýsingaskyldu gagnvart kjörbörnum. Þar segir að þeir skuli skýra kjörbarni frá því að það sé ættleitt jafnskjótt og það hefur þroska til. Þetta er útfært nánar og orðrétt segir í lögunum:Skal það að jafnaði gert eigi síðar en er barn nær sex ára aldri....

category-iconLögfræði

Erfast skuldir frá foreldrum?

Nei, aðeins réttindi erfast við andlát, þannig að ekkert er að óttast ef foreldrar manns eru stórskuldugir. Skuldir eru ekki réttindi skuldara og ganga því ekki sem arfur til erfingja hins látna við andlát. Af erfðalögum nr. 8/1962 og lögum nr. 21/1991 um skipti á dánarbúum og fleira má sjá að við andlát einstakl...

category-iconMálvísindi: íslensk

Mætti ég heita sama nafninu tvisvar, til dæmis Klara Klara eða Klara Malín Klara?

Í fyrstu grein laga um mannanöfn nr. 45 frá 1996 segir svo:Fullt nafn manns er eiginnafn hans eða eiginnöfn, millinafn, ef því er að skipta, og kenninafn. Eiginnöfn og millinafn mega aldrei vera fleiri en þrjú samtals. Í fjórðu grein stendur: „Hverju barni skal gefa eiginnafn, þó ekki fleiri en þrjú.“ Í hvorug...

category-iconStærðfræði

Hvað er tvíliðustuðullinn C(n,k) og hvers vegna er fjöldi tvíundastrengja af lengd n með k ása einmitt C(n,k)?

Formlega er tvíliðustuðullinn $C(n,k)$ skilgreindur sem fjöldi $k$ staka hlutmengja í $n$ staka mengi. Óformlega þýðir þetta að $C(n,k)$ er fjöldi möguleika á að velja $k$ hluti úr safni af $n$ hlutum, þar sem ekki skiptir máli í hvaða röð þessir $k$ hlutir eru valdir. Ef til dæmis velja á $5$ einstaklinga úr $10$...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru til margar tegundir af bakteríum á jörðinni?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað eru til margar tegundir af bakteríum á jörðinni og hve margar af þeim finnast á Íslandi? Hverjar eru stærstar og hverjar eru minnstar?Orðið baktería er á íslensku aðallega notað um þá gerla sem valda sjúkdómum en í þessu svari verður gerð grein fyrir þekktum fjölda gerl...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða fiskur er skyldastur hornsílum?

Hornsíli (Gasterosteus aculeatus) teljast til hornsílaættar (Gasterosteidae). Innan þeirrar ættar eru tegundir sem lifa í ferskvatni, í sjó eða bæði í ferskvatni og sjó. Í Norður-Atlantshafi þekkjast fimm tegundir, þar af eru þrjár í Norðaustur-Atlantshafi, en aðeins ein þeirra lifir í vötnum hér á landi, það er h...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað kæmist mikið hraun fyrir í Reyðarfirði ef Hólmatindur færi að gjósa?

Það gæti reynst þrautin þyngri að ákvarða hve mikið hraun kæmist fyrir innan Reyðarfjarðar. Hins vegar er lítið mál að gera slíkt ef teningur er búinn til úr öllu hrauninu þar sem botnflötur hans væri ferkílómetrafjöldi Reyðarfjarðar og hæðin væri fyrirfram ákveðin. Til vinstri má sjá Hólmatind.Flestir eiga ekki ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað étur hnúfubakur?

Aðalfæða hnúfubaks (Megaptera novaeangliae) er ljósáta og ýmsir smáfiskar eins og síld og loðna. Hann er 12 til 19 metrar á lengd og 25 til 48 tonn. Hnúfubakur er skíðishvalur sem þýðir að í staðin fyrir tennur hefur hann nokkurs konar skíði í kjaftinum sem verka eins og sía þegar hann aflar sér fæðu. Hnúfubakur h...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr hafa lengstu klærnar?

Að öllum líkindum hafa bjarndýr og letidýr lengstu klær sem þekktar eru meðal núlifandi dýra. Letidýr af ættkvíslinni Bradypus sem lifa á Amazon-svæðunum, eru með gríðarlega langar klær. Lengdin hefur mælst 8 - 12 cm hjá fullorðnum dýrum. Bjarndýr eru einnig með mjög langar klær eða allt að 7,5 cm. Klær af þeir...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er minnsti snákurinn?

Fjöldi mjög smárra snákategunda er til í heiminum. Aðallega eru þetta tegundir innan frumstæðra ætta svo sem blindorma (Leptotyphlopidae), Anomalepidae og yrmlinga (Typhlopidae), en innan þessara ætta eru um 300 tegundir. Snákar sem tilheyra þessum ættum verða vart meira en 30 cm á lengd. Rákadútla (Leptotyphlops...

category-iconMálvísindi: almennt

Er vitað hvaðan enska orðtakið „the whole nine yards“ er komið?

Orðatiltækið „the whole nine yards” mun vera bandarískt að uppruna og hefur verið notað frá miðjum 7. áratug 20. aldar. Merking þess er „allt”, „allt saman” eða „allt heila klabbið.” Uppruni orðatiltækisins er óþekktur þótt ekki vanti getgáturnar um hann. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að varpa ljósi ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um skötur?

Hér við land finnast nokkrar tegundir af ættbálki skatna (Hypotremata). Má þar helst nefna tindaskötuna (Raja radiata) sem kunnari er undir heitinu tindabikkja. Aðrar tegundir eru til dæmis skjótta skata (Raja Hyperborea), skata (Raja batis), hvítaskata (Raja lintea) og maríuskata (Bathyraja spinicauda). Skötur...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar tegundir af músum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað eru til margar tegundir af mýslum/músum? Ég veit um hagamús, stökkmús og húsamús en eru til fleiri? Mýs tilheyra músaætt (Muridae). Innan músaættarinnar eru þekktar yfir 700 tegundir smávaxinna nagdýra. Þetta er tegundaauðugasta ætt spendýra en um 12% allra spendýra tilheyr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þótti merkilegt við fyrstu málfræðiritgerðina?

Hin svonefna "fyrsta málfræðiritgerð" stendur fremst af fjórum málfræðiritgerðum sem varðveittar eru í Ormsbók Snorra-Eddu (Codex Wormianus, AM 242 fol.). Handritið er frá þriðja fjórðungi 14. aldar en fyrsta málfræðiritgerðin er frá miðri 12. öld og er höfundur ókunnur. Höfundur ritgerðarinnar hefur verið afar...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað gerir forseti Íslands og hvaða völd hefur hann? - Myndband

Hver forseti mótar embættið eftir eigin höfði. Það þarf hann þó að gera innan þeirra marka sem stjórnarskrá, venjur og jafnvel tíðarandi setja honum. Starfssviði og völdum forseta má í grófum dráttum skipta í sex hluta: Formlegt hlutverk í stjórnskipun. Vald til synjunar laga. Pólitískt áhrifavald. Landkynning...

Fleiri niðurstöður