Rostungum norðurhjarans er skipt upp í tvær landfræðilega aðskildar deilitegundir: atlantshafsrostunginn (Odobenus rosmarus rosmarus) og kyrrahafsrostunginn (Odobenus rosmarus divergens). Sáralítill munur er á þeim í útliti en kyrrahafsrostungurinn er örlítið þyngri að meðaltali.
Karldýr rostunga verða um 3 metrar á lengd og vega 1.200 - 1.500 kg, stærstu dýrin geta orðið allt að 2.000 kg. Kvendýrin eru mun minni, eða um 2,7 metrar á lengd og vega frá 600-800 kg.
Kort: Pacific Walrus Research: Alaska Science Center - Biological Science Office Mynd af atlantshafsrostungi: The NOAA Photo Library Mynd af kyrrahafsrostungi: Exploring Alaska