Fullt nafn manns er eiginnafn hans eða eiginnöfn, millinafn, ef því er að skipta, og kenninafn. Eiginnöfn og millinafn mega aldrei vera fleiri en þrjú samtals.Í fjórðu grein stendur: „Hverju barni skal gefa eiginnafn, þó ekki fleiri en þrjú.“ Í hvorugri greininni er beinlínis tekið fram að ekki megi gefa sama nafnið tvisvar en gera má ráð fyrir að lögskýrendur skilji „ekki fleiri en þrjú“ þannig að átt sé við þrjú mismunandi eiginnöfn. Eitt þeirra getur verið millinafn en um millinöfn segir í upphafi sjöttu greinar: „Millinafn skal dregið af íslenskum orðstofnum eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli en má þó ekki hafa nefnifallsendingu.“ Í fáeinum tilvikum er sama nafn á mannanafnaskrá og millinafnaskrá. Eru það nöfn sem enda á -berg. Vel má hugsa sér að fjölskylda, sem valið hefur sér eitt þessara millinafna, gefi sama nafn sem eiginnafn. Mér er ekki kunnugt um slík tilvik. Mynd:
Útgáfudagur
8.12.2014
Spyrjandi
Klara Malín Þorsteinsdóttir
Tilvísun
Guðrún Kvaran. „Mætti ég heita sama nafninu tvisvar, til dæmis Klara Klara eða Klara Malín Klara?“ Vísindavefurinn, 8. desember 2014, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=68048.
Guðrún Kvaran. (2014, 8. desember). Mætti ég heita sama nafninu tvisvar, til dæmis Klara Klara eða Klara Malín Klara? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=68048
Guðrún Kvaran. „Mætti ég heita sama nafninu tvisvar, til dæmis Klara Klara eða Klara Malín Klara?“ Vísindavefurinn. 8. des. 2014. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=68048>.