Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hvenær hefur lögreglan leyfi til þess að nota piparúða á almenning?

Lögregla hefur heimild samkvæmt lögreglulögum nr. 90/1996 til þess að grípa til aðgerða í þágu almannafriðar og allsherjarreglu. Í 15. gr. laganna segir meðal annars að lögreglu sé heimilt að hafa afskipti af borgurunum til að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu eða koma í veg fyrir yfirvofandi röskun til ...

category-iconStærðfræði

Hvernig er hægt að leggja saman kvaðratrætur og draga þær hvora frá annarri?

Upphaflega spurningin var sem hér segir: Hvernig leggur maður saman rætur (til dæmis $\sqrt{52}+\sqrt{32}$) og hvernig dregur maður þær frá hvor annarri (til dæmis $\sqrt{21} - \sqrt{7}$)? Kvaðratrótum af heilum tölum má skipta í tvo flokka: Ef talan undir rótinni er ferningstala, sem er annað veldi heillar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef þversumma tölu er dregin frá henni, hvers vegna er útkoman þá alltaf deilanleg með 9?

Upphaflega spurningin var sem hér segir:Getið þið útskýrt fyrirbærið á þessari slóð?Hér á eftir kemur í ljós að þetta er í raun sama spurningin en við höfum sett hana fram þannig að hún snúi að vísindum og geti vakið almennan áhuga. Á vefsetrinu sem vísað er til er gesturinn beðinn að taka einhverja tveggja stafa ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getur lyktarskyn manna breyst skyndilega? Ef svo er hvað veldur því?

Lyktarskynið getur tapast skyndilega til dæmis við högg á höfuðið, sérstaklega við harkalegan skell á enni eða hnakka. Lyktartaugarnar ganga í gegnum þunna beinplötu sem skilur að nefhol og heilahvolf. Við þungt högg getur þessi beinplata brotnað og lyktartaugarnar rofnað. Slíkur skaði er varanlegur og mun þetta ...

category-iconHeimspeki

Er siðferðilega réttlætanlegt að eyða 190.000 kr. í iPhone 5? - Myndband

Þessi spurning snýst bæði um siðferðislega og efnahagslega þætti en stjórnmál ganga einmitt út á samspil þeirra. Stjórnmál fjalla að miklu leyti um samband okkar við aðra og það kerfi sem stýrir þeim samskiptum. Hins vegar er hér verið að spyrja um hvort ákvörðun einstaklings um kaup á tiltekinni vöru séu réttmæt....

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað kostar ein kind?

Eins og gildir um vörur sem ganga kaupum og sölum er verð á sauðfé breytilegt eftir markaðsaðstæðum. Eins er verðið örugglega breytilegt eftir „gæðum“ þess fjár sem um ræðir. Hvað ætli þessar kindur kosti? Það má hins vegar fá ágæta hugmynd um hvers virði kindur eru í peningum með því að kanna hvernig ríkis...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju gerði Guð fleiri plánetur en sólina, jörðina og tunglið?

Ef við trúum því að Guð hafi skapað alla hluti, hvern um sig og í þeirri mynd sem þeir eru núna, þá hefur hann bara gert það þannig og við getum ekki spurt nánar út í það. Hins vegar er vel hægt að trúa á Guð án þess að gera ráð fyrir að hann hafi skapað hvern hlut sérstaklega. Hann hafi þá kannski bara sett he...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur lýsingarorðið húðlatur?

Húð- er notað sem forliður í herðandi merkingu í ýmsum samsettum orðum, til dæmis í lýsingarorðunum húðlatur, húðvotur, sögnunum húðrigna, húðskamma og nafnorðunum húðarklár, húðarbikkja, húðarjálkur, húðarrigning. Forliðurinn er sóttur til nafnorðsins húð 'skinn, hörund'. Líklegast er að í orðunum yfir klár, ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hve margir hafa farið til tunglsins?

Alls hafa tólf menn komið til tunglsins og tíu til viðbótar komist á braut um það. Allir fóru þeir á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA. Menn stigu í fyrsta skipti á tunglið þann 20. júlí 1969 en það voru þeir Neil Armstrong og Edwin „Buzz“ Aldrin. Þeir voru í um 2 ½ klukkustund á tunglinu. Næstu...

category-iconJarðvísindi

Var einu sinni íslaus dalur í miðjum Vatnajökli?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Var Vatnajökull klofinn af ferðafærum dal á sögulegum tíma og hvenær er talið að sú leið hafi lokast? Stutt svar við þessu er að jöklafræðingar telja að allt frá landnámstíð hafi Vatnajökull verið samfelld jökulbreiða; reyndar styttri og lægri fyrstu sex til átta aldir...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvaðan kemur orðið rassía og hvernig tengist það íslamstrú?

Uppurunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er rassía? Jihad átti að hafa þróast út frá hugtakinu „Rassía“ sem hefur einhver í tengsl við ættbálkastríðin á Arabíuskaga fyrir komu íslam. Hvað merkir þetta orð og hvernig var það notað? Orðið rassía í íslensku nútímamáli er yfirleitt notað um einhvers konar skyn...

category-iconJarðvísindi

Bráðna jöklar hraðar ef þeir standa í vatni eða lóni?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Bráðna jöklar hraðar ef þeir standa í vatni líkt og Breiðamerkurjökull? Myndi hann hopa hægar ef ekki hefði myndast lón fyrir framan? Jöklar á Íslandi bráðna fyrst og fremst vegna áhrifa sólgeislunar beint og óbeint. Kemur það aðallega fram við yfirborð jökulsins þar sem gætir ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er blandað hagkerfi?

Hugtakið blandað hagkerfi hefur verið notað til að lýsa samfélögum þar sem sum gæði, það er vörur og þjónusta, ganga kaupum og sölu á frjálsum markaði og eru framleidd af einkaaðilum en önnur eru framleidd og þeim úthlutað samkvæmt opinberum tilskipunum. Blandað hagkerfi er því eins konar millistig á milli hreins ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað heitir og hvaða tilgangi þjónar það sem hangir niður aftarlega í munninum á fólki?

Það heitir úfur og er aftasti hluti mjúka gómsins. Hlutverk mjúka gómsins er að mynda skilvegg milli öndunarvegarins fyrir ofan hann í nefholinu og munnholsins. Nauðsynlegt er að geta lokað þarna á milli, bæði til að hindra fæðu í því fara upp í nefholið og einnig í sambandi við talið. Mjúki gómurinn er uppb...

category-iconStærðfræði

Ef hlutur er 60 x 90 cm, er hann þá 60 cm á hæð og 90 cm langur eða öfugt?

Spyrjandi virðist ganga út frá því að verið sé að lýsa hlut sem hefur lengd og hæð en ekki breidd. Ef svo er, duga upplýsingarnar ekki til að skera úr með óyggjandi hætti. Þó mun algengara í slíkum tilvikum að tilgreina láréttu stærðina fyrst, þannig að eðlilegra er að gera ráð fyrir að hluturinn sé 60 cm á lengd ...

Fleiri niðurstöður