Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Var einu sinni íslaus dalur í miðjum Vatnajökli?

Helgi Björnsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Var Vatnajökull klofinn af ferðafærum dal á sögulegum tíma og hvenær er talið að sú leið hafi lokast?

Stutt svar við þessu er að jöklafræðingar telja að allt frá landnámstíð hafi Vatnajökull verið samfelld jökulbreiða; reyndar styttri og lægri fyrstu sex til átta aldirnar en næstu tvær (að lokinni svonefndri litlu ísöld).

Jaðar Vatnajökuls gæti fram á 13. öld hafa legið 10–15 km innar en nú er. Þó hefði þurft að ganga tugi kílómetra yfir jökul hvort sem farið var suður Brúarjökul eða Dyngjujökul til Öræfa eða Suðursveitar. Sagnir eru til um gönguleiðir yfir Vatnajökul frá landnámsöld til loka 16. aldar. Samgöngur voru á milli Skaftafells í Öræfum og Möðrudals á Efra-Fjalli, og vermenn af Norðurlandi fóru yfir jökulinn á 15. og 16. öld til sjóróðra i Suðursveit. Fljótsdælir fóru frá Eyjabakkajökli um Breiðubungu og að sporði Skálafellsjökuls. Úr Þingeyjarsýslu komu menn yfir Ódáðahraun og fóru upp Dyngjujökul.

Íslandskort úr ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar.

Oft er spurt hvort gamalt nafn á Vatnajökli, Klofajökull, geti bent til þess að jökulhvelið hafi verið klofið svo að ganga hefði mátt á íslausu svæði milli landshluta. Nafnið Klofajökull sést fyrst á Íslandskorti í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar sem kom út árið 1772. Í megintextanum segir: „Klofajökull dregur nafn af tveimur geysimiklum jökulálmum, sem skapa skarð eða bug á milli sín, en úr jökulkrók þessum koma þrjár stórár, Skjálfandafljót, Jökulsá í Axarfirði og Jökulsá í Múlasýslu.“ Hér áttu höfundar við skarð eða klofa í Kverkfjöllum, sem sést vel frá Möðrudalsöræfum á leið milli Norðurlands og Fljótsdalshéraðs. Nú vitum við, að þaðan fellur aðeins Jökulsá á Fjöllum.

Stækkuð mynd af Vatnajökli sem er á Íslandskorti í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Þar kemur nafnið Klofajökull fyrst fyrir á Íslandskorti.

Sveinn Pálsson var á sama máli í Jöklariti sínu frá 1794: „... heitir hann Klofajökull vegna hinna fjölmörgu rana, sem út frá honum kvíslast í ýmsar áttir, og allmargra fjallgarða, er skerast upp í hann. Hann er einnig nefndur Vatnajökull vegna hinna hart nær óteljandi elfa, sem eiga upptök sín í honum.“

Mynd:

Höfundur

Helgi Björnsson

prófessor emeritus í jöklafræði

Útgáfudagur

1.6.2016

Spyrjandi

Hildur Hrólfsdóttir

Tilvísun

Helgi Björnsson. „Var einu sinni íslaus dalur í miðjum Vatnajökli?“ Vísindavefurinn, 1. júní 2016, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72209.

Helgi Björnsson. (2016, 1. júní). Var einu sinni íslaus dalur í miðjum Vatnajökli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72209

Helgi Björnsson. „Var einu sinni íslaus dalur í miðjum Vatnajökli?“ Vísindavefurinn. 1. jún. 2016. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72209>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Var einu sinni íslaus dalur í miðjum Vatnajökli?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Var Vatnajökull klofinn af ferðafærum dal á sögulegum tíma og hvenær er talið að sú leið hafi lokast?

Stutt svar við þessu er að jöklafræðingar telja að allt frá landnámstíð hafi Vatnajökull verið samfelld jökulbreiða; reyndar styttri og lægri fyrstu sex til átta aldirnar en næstu tvær (að lokinni svonefndri litlu ísöld).

Jaðar Vatnajökuls gæti fram á 13. öld hafa legið 10–15 km innar en nú er. Þó hefði þurft að ganga tugi kílómetra yfir jökul hvort sem farið var suður Brúarjökul eða Dyngjujökul til Öræfa eða Suðursveitar. Sagnir eru til um gönguleiðir yfir Vatnajökul frá landnámsöld til loka 16. aldar. Samgöngur voru á milli Skaftafells í Öræfum og Möðrudals á Efra-Fjalli, og vermenn af Norðurlandi fóru yfir jökulinn á 15. og 16. öld til sjóróðra i Suðursveit. Fljótsdælir fóru frá Eyjabakkajökli um Breiðubungu og að sporði Skálafellsjökuls. Úr Þingeyjarsýslu komu menn yfir Ódáðahraun og fóru upp Dyngjujökul.

Íslandskort úr ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar.

Oft er spurt hvort gamalt nafn á Vatnajökli, Klofajökull, geti bent til þess að jökulhvelið hafi verið klofið svo að ganga hefði mátt á íslausu svæði milli landshluta. Nafnið Klofajökull sést fyrst á Íslandskorti í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar sem kom út árið 1772. Í megintextanum segir: „Klofajökull dregur nafn af tveimur geysimiklum jökulálmum, sem skapa skarð eða bug á milli sín, en úr jökulkrók þessum koma þrjár stórár, Skjálfandafljót, Jökulsá í Axarfirði og Jökulsá í Múlasýslu.“ Hér áttu höfundar við skarð eða klofa í Kverkfjöllum, sem sést vel frá Möðrudalsöræfum á leið milli Norðurlands og Fljótsdalshéraðs. Nú vitum við, að þaðan fellur aðeins Jökulsá á Fjöllum.

Stækkuð mynd af Vatnajökli sem er á Íslandskorti í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Þar kemur nafnið Klofajökull fyrst fyrir á Íslandskorti.

Sveinn Pálsson var á sama máli í Jöklariti sínu frá 1794: „... heitir hann Klofajökull vegna hinna fjölmörgu rana, sem út frá honum kvíslast í ýmsar áttir, og allmargra fjallgarða, er skerast upp í hann. Hann er einnig nefndur Vatnajökull vegna hinna hart nær óteljandi elfa, sem eiga upptök sín í honum.“

Mynd:

...