Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1208 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju eru sumir örvhentir en aðrir ekki?

Spurningar um örvhenta og rétthenta virðast brenna á mörgum, að minnsta kosti streyma þær inn til Vísindavefsins. Meðal tengdra spurninga sem okkur hafa borist má nefna: Ef báðir foreldrar eru örvhentir hverjar eru þá líkurnar á því að barnið þeirra verði örvhent? Hvernig stendur á því að ég er örvhentur en rétt...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er rökfræðin í því að segja að eitthvað svínvirki?

Svín- í sögninni svínvirka telst til svokallaðra herðandi forliða. Margir slíkir forliðir eru notaðir í málinu, svo sem hund- í hundleiðinlegur, hundvondur, hundgamall, hundóánægður, hrút- í hrútleiðinlegur, naut- í nautheimskur, mold- í moldríkur og dauð- í dauðhræddur, dauðþreyttur, dauðlúinn. Líklegt er að d...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað eru mörg gervitungl til í heiminum og hvað heitir stærsta gervitunglið?

Í október árið 2000 voru 2617 eiginleg gervitungl á braut um jörð, ýmist starfandi eða ekki, 90 könnunarflaugar á ferð lengra úti í geimnum og 6096 partar úr geimflaugum og gervitunglum á braut um jörðu. [Höfundur fann engar upplýsingar um hvert væri stærsta gervitunglið, þrátt fyrir töluverða leit. Ef lesend...

category-iconLífvísindi: almennt

Finnast steingerðir ammonítar hér við land?

Ammonítar eða ammonshorn er undirflokkur sælindýra af flokki kolkrabba. Þeir eru með klefaskipta, oft kuðungslaga, ytri skel. Ammonítar voru sunddýr og flestar tegundirnar með mikla landfræðilega útbreiðslu. Ammonítar þróuðust hratt og mikið var um nýmyndun og útdauða tegunda, einkum á miðlífsöld. Þeir eru því víð...

category-iconLæknisfræði

Hverjar eru líkurnar að ég fái fuglaflensuna?

Eins og staðan er í dag (apríl 2006) eru harla litlar líkur á að þú smitist af fuglaflensunni. Í fyrsta lagi smitast fuglaflensan ekki á milli manna. Í öðru lagi hefur flensan ekki enn greinst í fuglum á Íslandi þó líkur á að hún berist fljótlega hingað til lands hafi aukist verulega eftir að svanur drapst ú...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Verkar kreatín ef viðkomandi er ekki að stunda lyftingar, bara aðrar íþróttir?

Kreatín er fæðubótaefni úr amínósýrum sem líkaminn framleiðir sjálfur en íþróttamenn nota gjarnan til að auka afköst sín, aðallega í kraftlyftingum eða sprettíþróttir. Í svari Steinars Aðalbjörnssonar við spurningunni Hvað er kreatín? segir: Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að neysla á kreatíni (oftast kreatín ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins kerling eða kelling í íslenskri tungu?

Orðið kerling er til í öllum Norðurlandamálum, færeysku kerling, nýnorsku kjerring, sænskum mállýskum käring, källing, dönsku kælling. Kerling er leitt af nafnorðinu karl með viðskeytinu -ing. Kerling er leitt af nafnorðinu karl með viðskeytinu -ing sem veldur hljóðvarpi þar sem skilyrði eru til. Hér er um ...

category-iconLæknisfræði

Hver eru tengsl dreyrasýki og erfða?

Dreyrasýki er arfgengur blæðingarsjúkdómur sem erfist kynbundið. Sjúkdómurinn kemur fram í karlmönnum sem erfa sjúkdóminn frá mæðrum sínum, en þær eru einkennalausir arfberar. Til eru tvö form af dreyrasýki sem kallast dreyrasýki A (hemophilia A) og dreyrasýki B (hemophilia B). Dreyrasýki A er mun algengari en ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað framkallar fíkn hjá fólki í eiturlyf eða áfengi?

Ágæt skilgreining á fíkn er eftirfarandi:Ákveðin hegðun, til dæmis að drekka áfengi, verður einstaklingnum miklu mikilvægari en áður og mikilvægari en önnur hegðun sem áður skipti máli. Hegðun er haldið áfram þrátt fyrir að hún valdi einstaklingnum skaða. Það er ekki vitað fyrir víst af hverju sumir verða “fíklar...

category-iconHugvísindi

Gilda einhverjar reglur um það að konur eigi að sitja vinstra megin í kirkjum?

Engar reglur eru í gildi í þessu efni hér á landi og hafa ekki verið lengi. Það er hins vegar siður í formlegum kirkjubrúðkaupum að kynin sitji hvort sínum megin í kirkjunni og konur þá til vinstri þegar inn er gengið eða norðanmegin í kirkjunni. Þetta er þó alfarið á valdi hjónanna sem í hlut eiga og engin kirkju...

category-iconHagfræði

Hvernig virka lífeyrissjóðir?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvernig virkar lífeyrissjóður? Eins og staðan er í dag þá borga ég og atvinnurekandi 15,5% af launum í lífeyrissjóð. Miðað við það tekur 6,5 ár að safna fyrir einu ári af launum. (15,5%*6,5ár=100.75%). Starfsævin miðað við að viðkomandi fari í skóla er kannski 45 ár. Þannig þ...

category-iconLandafræði

Fæðast börn um allan heim á hverri sekúndu eins og sagt er?

Að meðaltali fæðast rúmlega 4 börn á sekúndu einhvers staðar í heiminum. Mestar líkur eru á að þessi börn séu í Asíu þar sem meira en þriðjungur allra barna fæðist þar. Á sama tíma deyja að meðaltali tæplega 2 manneskjur. Það þýðir að á hverjum sólarhring fjölgar mannkyninu um rúmlega 200.000. Til samanburða...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru hvalir í útrýmingarhættu í dag?

Skilgreining á hugtakinu útrýmingarhætta felst í því hvort líkur séu á því að viðkomandi dýrategund deyi út í nánustu framtíð. Upplýsingar um ástand dýrastofna er að finna í svonefndri Red Data Book en það er gagnagrunnur sem samtökin IUCN standa að. Í þeim starfa hópur sjálfboðaliða, aðallega úr röðum náttúrufræð...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver er skilgreiningin á dvergi og eru til íslensk heiti yfir dwarf, midget og pygmy?

Dvergur er oftast skilgreindur sem einstaklingur sem er lægri en 147 cm á fullorðinsaldri. Ensku orðin "dwarf", "midget" og "pygmy" eru öll þýdd með íslenska orðinu dvergur. Til eru orðin skógardvergur og dvergsvertingi yfir þá sem nefnast pygmy á ensku og einnig er orðið íslenskað sem pygmýi. Brjóskkyrkingur e...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru lyfjaónæmir sýklar?

Helsta einkenni lyfjaónæmra sýkla er að þeir bregðast ekki við sýklalyfjum. Ónæmi baktería er ýmist náttúrlegt eða áunnið. Sýkill sem er ónæmur fyrir tveimur eða fleiri lyfjum er sagður vera fjölónæmur. Lyfjaónæmi er vaxandi vandamál.Á rannsóknarstofum er hægt að beita ýmsum aðferðum við að mæla næmi baktería ...

Fleiri niðurstöður