Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Kennarinn minn sagði að röntgengeislar færu síður í gegnum þétta hluti, er það rétt?

Jónína Guðjónsdóttir

Já, við röntgenmyndatöku eru notaðir röntgengeislar sem geta smogið gegnum mannslíkamann og raunar ýmislegt fleira. Sú staðreynd að þeir smjúga misjafnlega vel í gegnum efni er einmitt ástæðan fyrir því að til verður mynd. Röntgenmynd sýnir mynstur sem orðið er til í röntgengeisla þegar hann hefur ferðast í gegnum það sem myndað er. Röntgengeisla má einnig líta á sem ótalmargar ljóseindir, og mynd verður til vegna þess að þar sem efni er þykkt eða þétt komast færri ljóseindir í gegn heldur en þar sem efni er gisið eða þunnt.


Á myndinni hér að ofan má sjá úlnliðsbein og bein aðlæg þeim. Á hefðbundinni röntgenmynd eru bein hvítust vegna þess að þau eru það þéttasta sem geislarnir fara í gegn um. Þegar röntgenmyndir voru festar á filmu réðu eiginleikar filmunnar því að þar sem margar ljóseindir komust á filmuna varð hún svört, en hvít þar sem fáar ljóseindir skiluðu sér í gegn. Nú eru röntgenmyndir oftast stafrænar og venjuleg filma kemur ekki lengur við sögu.

Röntgengeislun er rafsegulgeislun, en fleiri dæmi um rafsegulgeislun í umhverfi okkar eru útvarpsbylgjur og sýnilegt ljós. Allar rafsegulbylgjur ferðast á ljóshraða, en tíðni þeirra er mismunandi sem aftur veldur mismunandi eiginleikum og notagildi. Í svari við spurningunni: Eru rafsegulbylgjur frá farsímum og öðrum raftækjum skaðlegar heilsunni eða erfðaefninu? má lesa um samhengi tíðni, bylgjulengdar og orku ljóseinda í rafsegulgeislun. Röntgengeislun verður til í röntgenlampa og hægt er að hafa áhrif á orku röntgengeislunar með því að breyta stillingum röntgenlampans.

Við röntgenrannsóknir er mikilvægt að orka ljóseindanna sé hæfileg til að geisli sem hefur farið gegnum efni beri með sér upplýsingar um það. Ef orka geislans er of lítil skila engar ljóseindir sér í gegn, en sé orka geislans of mikil fara allar ljóseindir viðstöðulaust gegnum efnið. Hvort sem orkan er of mikil eða of lítil verður niðurstaðan í raun sú sama: Engar upplýsingar fást um það sem geislinn var sendur í gegnum til að kanna.

Röntgengeislun er notuð við ýmiss konar myndgerð og flestir kannast við röntgenmyndir sem teknar eru til að greina sjúkdóma. Notkun röntgengeisla í læknisfræðilegri myndgreiningu hefur fleygt fram og nú er röntgengeislun notuð til að gera tölvusneiðmyndarannsóknir, hjartaþræðingar og til að aðstoða við bæklunaraðgerðir auk hefðbundinna röntgenrannsókna. Tölvutækni er mikið nýtt og myndir sem búnar eru til í dag eru oft afurðir útreikninga, fremur en einföld mynd af dofnun röntgengeislans.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:
  • Úr safni höfundar.

Upphaflega spurningin hljóðaði svo:

Kennarinn minn sagði mér frá röntgenmyndatöku og að hún færi síður í gegnum þétta hluti! En hvernig virkar hún?

Höfundur

Jónína Guðjónsdóttir

lektor í geislafræði

Útgáfudagur

4.3.2011

Spyrjandi

Pétur Ingi

Tilvísun

Jónína Guðjónsdóttir. „Kennarinn minn sagði að röntgengeislar færu síður í gegnum þétta hluti, er það rétt?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=9589.

Jónína Guðjónsdóttir. (2011, 4. mars). Kennarinn minn sagði að röntgengeislar færu síður í gegnum þétta hluti, er það rétt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=9589

Jónína Guðjónsdóttir. „Kennarinn minn sagði að röntgengeislar færu síður í gegnum þétta hluti, er það rétt?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=9589>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Kennarinn minn sagði að röntgengeislar færu síður í gegnum þétta hluti, er það rétt?
Já, við röntgenmyndatöku eru notaðir röntgengeislar sem geta smogið gegnum mannslíkamann og raunar ýmislegt fleira. Sú staðreynd að þeir smjúga misjafnlega vel í gegnum efni er einmitt ástæðan fyrir því að til verður mynd. Röntgenmynd sýnir mynstur sem orðið er til í röntgengeisla þegar hann hefur ferðast í gegnum það sem myndað er. Röntgengeisla má einnig líta á sem ótalmargar ljóseindir, og mynd verður til vegna þess að þar sem efni er þykkt eða þétt komast færri ljóseindir í gegn heldur en þar sem efni er gisið eða þunnt.


Á myndinni hér að ofan má sjá úlnliðsbein og bein aðlæg þeim. Á hefðbundinni röntgenmynd eru bein hvítust vegna þess að þau eru það þéttasta sem geislarnir fara í gegn um. Þegar röntgenmyndir voru festar á filmu réðu eiginleikar filmunnar því að þar sem margar ljóseindir komust á filmuna varð hún svört, en hvít þar sem fáar ljóseindir skiluðu sér í gegn. Nú eru röntgenmyndir oftast stafrænar og venjuleg filma kemur ekki lengur við sögu.

Röntgengeislun er rafsegulgeislun, en fleiri dæmi um rafsegulgeislun í umhverfi okkar eru útvarpsbylgjur og sýnilegt ljós. Allar rafsegulbylgjur ferðast á ljóshraða, en tíðni þeirra er mismunandi sem aftur veldur mismunandi eiginleikum og notagildi. Í svari við spurningunni: Eru rafsegulbylgjur frá farsímum og öðrum raftækjum skaðlegar heilsunni eða erfðaefninu? má lesa um samhengi tíðni, bylgjulengdar og orku ljóseinda í rafsegulgeislun. Röntgengeislun verður til í röntgenlampa og hægt er að hafa áhrif á orku röntgengeislunar með því að breyta stillingum röntgenlampans.

Við röntgenrannsóknir er mikilvægt að orka ljóseindanna sé hæfileg til að geisli sem hefur farið gegnum efni beri með sér upplýsingar um það. Ef orka geislans er of lítil skila engar ljóseindir sér í gegn, en sé orka geislans of mikil fara allar ljóseindir viðstöðulaust gegnum efnið. Hvort sem orkan er of mikil eða of lítil verður niðurstaðan í raun sú sama: Engar upplýsingar fást um það sem geislinn var sendur í gegnum til að kanna.

Röntgengeislun er notuð við ýmiss konar myndgerð og flestir kannast við röntgenmyndir sem teknar eru til að greina sjúkdóma. Notkun röntgengeisla í læknisfræðilegri myndgreiningu hefur fleygt fram og nú er röntgengeislun notuð til að gera tölvusneiðmyndarannsóknir, hjartaþræðingar og til að aðstoða við bæklunaraðgerðir auk hefðbundinna röntgenrannsókna. Tölvutækni er mikið nýtt og myndir sem búnar eru til í dag eru oft afurðir útreikninga, fremur en einföld mynd af dofnun röntgengeislans.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:
  • Úr safni höfundar.

Upphaflega spurningin hljóðaði svo:

Kennarinn minn sagði mér frá röntgenmyndatöku og að hún færi síður í gegnum þétta hluti! En hvernig virkar hún?
...