Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1268 svör fundust

category-iconEfnafræði

Hvernig lýsir maður myndun kvikasilfuroxíðs i efnajöfnu?

Kvikasilfur (e. mercury) er frumefni númer 80 í lotukerfinu og er táknað með Hg. Kvikasilfur er silfurlitur málmur með þá sérstæðu eiginleika að vera fljótandi við herbergishita en bræðslumark þess er -39°C og suðumarkið 357°C. Einungis eitt annað frumefni er í vökvaham við staðalaðstæður (eina loftþyngd og 25°C) ...

category-iconEfnafræði

Hvað er vetnisperoxíð, í hvað er það helst notað og hvar er hægt að nálgast það?

Vetnisperoxíð (H2O2) er myndað úr einni peroxíðsameind (O22-) og tveimur vetnisatómum (sjá mynd). Mynd 1. Vetnisperoxíð er myndað úr einni peroxíðsameind og tveimur vetnisatómum. Vetnisperoxíð er þykkur litlaus vökvi sem leysist vel upp í vatni vegna þess hversu skautuð sameindin er. Það flokkast sem veik sý...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig reiknar maður út hröðun eða hraðabreytingu frumeinda eða sameinda efnis þegar viðkomandi efni er hitað eða kælt?

Hröðun (e. acceleration) hluta er skilgreind sem hraðaaukning háð tíma. Þannig er til dæmis hægt að tilgreina hröðun kappakstursbifreiðar með því að tiltaka hve mikilli hraðaaukningu, til dæmis í km/klst, viðkomandi bifreið nái á sekúndu. Hröðunin væri þá gefin upp í einingunni km/(klst∙sek). Samkvæmt alþjó...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru ágengar framandi dýrategundir?

Nokkrar dýrategundir hafa verið skilgreindar sem ágengar á Íslandi, en ágeng tegund er sú sem hefur neikvæð áhrif á aðrar tegundir í viðtekinni náttúru. Minkur (Mustela vison) er eina spendýrið sem til þessa hefur verið skilgreint sem ágeng dýrategund á Íslandi. Ameríski minkurinn er vinsælt loðdýr og feldurinn...

category-iconLögfræði

Af hverju má ekki flytja tarantúlur til landsins?

Upprunalega spurningin var: Hver er ástæðan við banni á innflutningi á tarantúlum? Sú meginregla gildir á Íslandi að innflutningur hvers kyns dýra er bannaður samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga um innflutning dýra.[1] Tarantúlur falla undir þessa grein og því er innflutningur þeirra bannaður. Undantekning er gerð...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar fjall er Hunga Tonga og hvar er það?

Þann 15. janúar 2022 varð mikið sprengigos í eldfjallinu Hunga Tonga-Hunga Ha‘apai í Suður-Kyrrahafi, um 65 km norður af Nuku‘alofa, höfuðborg eyríkisins Tonga. Hægt er að lesa meira um gosið sjálft í svari við spurningunni Hversu stórt var eldgosið í Hunga Tonga í janúar 2022? Hunga Tonga-Hunga Ha‘apai er stór...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er ekki farið að smíða móðurborð í tölvur úr ljósleiðurum?

Grundvallareining örrása, eins og til dæmis þeirra sem notaðar eru í tölvum, er smárinn eða transistorinn. Í smára er einn rafstraumur notaður til að stýra öðrum og með því að tengja saman marga smára má framkvæma ýmsar flóknari aðgerðir. Lengi hefur fólk velt fyrir sér hvort ekki megi hanna sambærilegar rásir þar...

category-iconEfnafræði

Er hægt að varðveita prump í krukku?

Upprunalega spurningin var: Ef maður prumpar i krukku/dós og lokar strax eftir, helst lyktin af prumpinu í krukkunni? Til þess að nýta næringarefni úr mat þurfum við að melta fæðuna. Meltingarvegurinn er nokkurra metra langur og nær frá munni til endaþarmsops. Frumur líkamans geta notað næringarefni eins og...

category-iconHeimspeki

Hver var Walter Benjamin og hvert var framlag hans til hugvísindanna?

Walter Benjamin (1892-1940) var einn merkasti og sérstæðasti hugsuður á sviði hugvísinda á Vesturlöndum á 20. öld. Höfundarverk hans er margþætt og fjölbreytilegt og hann fékkst í skrifum sínum við jafn ólík viðfangsefni og borgarfræði, kvikmyndir, söguspeki, ljósmyndatækni, bókasöfn, frímerki og jurtir svo dæmi s...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er það satt að eftir því sem fólk er í betra formi þá svitnar það meira við sömu áreynslu?

Einfalda og stutta svarið við spurningunni er „nei“. Við sömu áreynslu svitnar fólk jafnmikið, hvort sem það er í verra eða betra formi, það er ef allar innri og ytri aðstæður eru þær sömu að öðru leyti. Hins vegar er raunveruleikinn oft flóknari en þetta og margar undantekningar geta verið frá þessu. Margt getur ...

category-iconEfnafræði

Hvers vegna fellur á silfur og hvernig er best að koma í veg fyrir það?

Silfur er málmur og frumefni númer 47 í lotukerfinu. Það hefur efnatáknið Ag sem er skammstöfun á latneska heiti þess argentum. Nýfægt silfur er hvítt á lit eða einfaldlega silfurlitt. Silfur dökknar hins vegar með tíð og tíma og þá er sagt að það falli á silfrið. Ástæðan fyrir þessum litabreytingum er að silfrið ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig verða klumpahraun til?

Klumpahraun (e. rubbly pahoehoe lava) eru mjög algeng hrauntegund á Íslandi og öðrum flæðibasaltsvæðum.[1] Þau myndast þegar efri skorpa helluhrauna brotnar upp og myndar yfirborðsbreksíu[2] við skyndilega aukinn straumþunga hraunsins eða þegar það flæðir upp að fyrirstöðu sem aftrar framrás þess um tíma. Athug...

category-iconUnga fólkið svarar

Getið þið sagt mér helstu atriðin um Johann Sebastian Bach?

Johann Sebastian Bach fæddist í bænum Eisenach í Þýskalandi árið 1685 og lést árið 1750. Bach var af ætt margra tónlistarmanna, organista og tónskálda. Eins og faðir hans, Johann Ambrosius Bach, átti J. S. Bach eftir að þróa með sér hæfileikann að semja barokktónlist. Þrátt fyrir það varð Bach ekki þekktur fyr...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Leiðir vatn rafmagn vel?

Rafleiðni vatns fer að mestu eftir styrk jóna í vatninu. Í saltvatni eru til dæmis Na+ og Cl- jónir sem leiða rafmagn. Sjór hefur rafleiðni í kringum 5 S/m (siemens á metra er eining fyrir rafleiðni eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvaða málmur leiðir best?) en fyrir hreint kranavatn getur leiðnin veri...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru egg sílamáva lengi að klekjast út?

Sílamávar (Larus fuscus) verpa oftast þremur eggjum í júní eða júlí. Eggin eru yfirleitt grá-brúnröndótt en stundum rauðbrúnleit eða mosagræn. Eggin klekjast út á 24–27 dögum og eftir það eru ungarnir 30–40 daga í hreiðrinu. Sílamávur (Larus fuscus). Sílamávar eru farfuglar á Íslandi. Á veturna eru þeir í Ma...

Fleiri niðurstöður