Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að varðveita prump í krukku?

JGÞ

Upprunalega spurningin var:
Ef maður prumpar i krukku/dós og lokar strax eftir, helst lyktin af prumpinu í krukkunni?

Til þess að nýta næringarefni úr mat þurfum við að melta fæðuna. Meltingarvegurinn er nokkurra metra langur og nær frá munni til endaþarmsops. Frumur líkamans geta notað næringarefni eins og einsykrur, amínósýrur og vítamín, skömmu eftir máltíð. Trefjaefni nýtast hins vegar ekki fyrr en þau koma í ristilinn, en það gerist um 1-2 sólarhringum eftir máltíð.

Skýringarmynd af meltingarvegi mann. Bakteríur sundar ómeltanlegum trefjaefnum í ristlinum og þá myndast gastegundir. Prump er leið líkamans til að losna við þessar gastegundir og einnig loft sem við höfum gleypt.

Sum trefjaefnin sem við borðum eru ómeltanleg. Þeim er sundrað af bakteríum í ristlinum og við það myndast gastegundirnar vetni og koltvíildi og hjá sumum einstaklingum myndast einnig metan. Prump er einfaldlega leið líkamans til að losna við þessar gastegundir út um endaþarmsopið. Stór hluti prumpsins, eða um fjórðungur, er að auki loft sem við höfum gleypt, það er súrefni og nitur. Sumar bakteríur í ristlinum mynda brennisteinssambönd sem berast með prumpinu út um endaþarmsopið. Þetta eru aðallega H2S, CH4S, (CH3)2S. Lyktin sem fylgir oft vindgangi stafar af þessum brennisteinssamböndum.

Spyrjandi veltir því fyrir sér hvort hægt sé að varðveita þessi brennisteinssambönd í krukku. Það fer eftir ýmsu!

Í fyrsta lagi fer það eftir því hversu þétt krukkan er, það er hversu vel hún heldur lyktarefnunum á gasformi þannig að þau sleppi ekki burt. Í öðru lagi fer það eftir því hvort efnin nái að brotna niður og á þann hátt „hverfa“. Niðurbrot gæti til að mynda orðið vegna efnabreytinga við önnur efni í sýninu. Einnig gæti niðurbrot orðið við orkuinntöku í formi hita og/eða ljóss, það er ljósorku.

Prump varðveitist ekki nema umbúðirnar séu loftþéttar og ógegnsæjar. Eins þarf lyktarefnið að vera einsameinda og óhvarfgjarnt.

Sé lyktarefnið hins vegar einsameinda og óhvarfgjarnt og það varðveitt í loftþéttu og ógegnsæju íláti er óhætt að fullyrða að lyktarefnið haldist afar lengi!

Frekara lesefni:

Myndir:

Höfundur þakkar Ágústi Kvaran, prófessor í eðlisefnafræði, fyrir aðstoð við gerð þessa svars.

Höfundur

Útgáfudagur

15.2.2019

Síðast uppfært

6.2.2020

Spyrjandi

Björgvin Ingi Ólafsson

Tilvísun

JGÞ. „Er hægt að varðveita prump í krukku?“ Vísindavefurinn, 15. febrúar 2019, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76984.

JGÞ. (2019, 15. febrúar). Er hægt að varðveita prump í krukku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76984

JGÞ. „Er hægt að varðveita prump í krukku?“ Vísindavefurinn. 15. feb. 2019. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76984>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að varðveita prump í krukku?
Upprunalega spurningin var:

Ef maður prumpar i krukku/dós og lokar strax eftir, helst lyktin af prumpinu í krukkunni?

Til þess að nýta næringarefni úr mat þurfum við að melta fæðuna. Meltingarvegurinn er nokkurra metra langur og nær frá munni til endaþarmsops. Frumur líkamans geta notað næringarefni eins og einsykrur, amínósýrur og vítamín, skömmu eftir máltíð. Trefjaefni nýtast hins vegar ekki fyrr en þau koma í ristilinn, en það gerist um 1-2 sólarhringum eftir máltíð.

Skýringarmynd af meltingarvegi mann. Bakteríur sundar ómeltanlegum trefjaefnum í ristlinum og þá myndast gastegundir. Prump er leið líkamans til að losna við þessar gastegundir og einnig loft sem við höfum gleypt.

Sum trefjaefnin sem við borðum eru ómeltanleg. Þeim er sundrað af bakteríum í ristlinum og við það myndast gastegundirnar vetni og koltvíildi og hjá sumum einstaklingum myndast einnig metan. Prump er einfaldlega leið líkamans til að losna við þessar gastegundir út um endaþarmsopið. Stór hluti prumpsins, eða um fjórðungur, er að auki loft sem við höfum gleypt, það er súrefni og nitur. Sumar bakteríur í ristlinum mynda brennisteinssambönd sem berast með prumpinu út um endaþarmsopið. Þetta eru aðallega H2S, CH4S, (CH3)2S. Lyktin sem fylgir oft vindgangi stafar af þessum brennisteinssamböndum.

Spyrjandi veltir því fyrir sér hvort hægt sé að varðveita þessi brennisteinssambönd í krukku. Það fer eftir ýmsu!

Í fyrsta lagi fer það eftir því hversu þétt krukkan er, það er hversu vel hún heldur lyktarefnunum á gasformi þannig að þau sleppi ekki burt. Í öðru lagi fer það eftir því hvort efnin nái að brotna niður og á þann hátt „hverfa“. Niðurbrot gæti til að mynda orðið vegna efnabreytinga við önnur efni í sýninu. Einnig gæti niðurbrot orðið við orkuinntöku í formi hita og/eða ljóss, það er ljósorku.

Prump varðveitist ekki nema umbúðirnar séu loftþéttar og ógegnsæjar. Eins þarf lyktarefnið að vera einsameinda og óhvarfgjarnt.

Sé lyktarefnið hins vegar einsameinda og óhvarfgjarnt og það varðveitt í loftþéttu og ógegnsæju íláti er óhætt að fullyrða að lyktarefnið haldist afar lengi!

Frekara lesefni:

Myndir:

Höfundur þakkar Ágústi Kvaran, prófessor í eðlisefnafræði, fyrir aðstoð við gerð þessa svars.

...