Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 355 svör fundust
Hvað er DNA og RNA og hvert er hlutverk þeirra?
DNA og RNA eru kjarnsýrur sem báðar eru afar mikilvægar fyrir allar lífverur, sú fyrri sem erfðaefni en sú síðari sem túlkandi erfðaboða. Kjarnsýrur eru langar keðjusameindir settar saman úr einingum sem kallast kirni (núkleótíð). Hvert kirni er aftur sett saman úr sykru, fosfati og niturbasa. Í DNA eru ferns k...
Hvar eru upptök svartadauða?
Sjúkdómurinn sem nefndur er svartidauði, plága eða pest í mönnum er orsakaður af bakteríunni Yersinia pestis. Auk þess að geta lifað í mönnum lifir bakterían víða um heim við náttúrulegar aðstæður. Þar lifir hún góðu lífi í ýmsum tegundum spendýra, meðal annars í villtum nagdýrum. Smitaðar flær gegna lykilhlutverk...
Hvers vegna kemur rauð slikja í seinni hluta tunglmyrkva en ekki líka í fyrri?
Spurningin í heild var svona:Tunglmyrkvi 9. janúar 2001. Hvers vegna kom rauð slikja í seinni hluta tunglmyrkvans (pen umbra), 9. janúar 2001, en ekki líka í fyrri?Skugga jarðar er skipt í tvo hluta: annars vegar er alskuggi (á ensku umbra), sem er dimmasti hluti skuggans og innan hans sést sólin alls ekki, og hin...
Af hverju dó geirfuglinn út? Hve stór var stofninn við Ísland?
Geirfuglinn (Pinguinus impennis) var ákaflega algengur á Norður-Atlantshafi fyrr á öldum, meðal annars undan ströndum Íslands, Færeyja og Grænlands, á nyrstu eyjum Bretlandseyja og við Noreg og Kanada. Talið er að geirfuglar hafi verið margar milljónir áður en menn fóru að veiða þá í stórum stíl, en ekki er þó a...
Hver var Zaraþústra?
Zaraþústra var spámaður í Persíu, þar sem nú er Íran. Hann var upphafsmaður þeirra trúarbragða sem kennd eru við hann, Zaraþústratrúar. Ekki er með öllu ljóst hvenær Zaraþústra var uppi og hafa ártöl allt frá 6000 til 600 fyrir okkar tímatal verið nefnd. Líklegast þykir að hann hafi verið uppi einhvern tíma milli ...
Hvernig leit snareðla út og hvenær var hún uppi?
Leifar snareðlu (Velociraptor) hafa fundist í jarðlögum frá efri hluta krítartímabils í Rússlandi, Mongólíu og Kína. Aldur þeirra er talinn vera 80-85 milljónir ára. Fyrstu leifarnar fann H.F. Osborn í Mongólíu árið 1924, en nú eru þekktar leifar að minnsta kosti 12 dýra. Snareðla tilheyrir skriðdýraættbálknum...
Er búið að finna tíundu reikistjörnuna?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var ekki til nein formleg skilgreining á reikistjörnum. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu, og Sedna fellur ekki undir hana. Þann 15. mars 2004 tilkynntu þrír stjörnufræðingar við Caltech- og...
Hvernig verka myndlampar í sjónvörpum?
Upphaflega spurningin var:Hvernig virka myndlampar í sjónvörpum og hvernig nýtir maður sér segulsvið og/eða rafsvið við stýringu rafeindageisla í þeim? Í myndlampa er skjár og rafeindabyssa ásamt stýribúnaði. Skjárinn er húðaður að innan með fosfórljómandi (langljómandi, phosphorescent) efni sem hefur þann eiginl...
Hvar er best að finna heimildir um leiklist Forn-Grikkja?
Langbest er að kynnast grísku harmleikjunum með lestri á harmleikjunum sjálfum. Það sama gildir vitaskuld um gamanleikina. Alls eru varðveittir 33 harmleikir auk brota úr glötuðum harmleikjum sem hafa meðal annars fundist á misheillegum papírusbrotum. Sjö verk eru varðveitt eftir Æskýlos, önnur sjö eftir Sófókl...
Hvar heldur síldin til eftir árstíðum við Ísland?
Síldin er árstíðabundin þar sem hún hrygnir á ákveðnum stöðum og gengur síðan eftir hrygningu á ætisstöðvar. Á síldarárunum svokölluðu fóru síldveiðar á norsku vorgotssíldinni, eða norsk-íslensku síldinni eins og hún nefnist í dag, fram á vorin og sumrin og var hún því árstíðabundin hérlendis. Þrír síldarstofna...
Hvað eru minnihlutastjórn og samsteypustjórn?
Talað er um samsteypustjórn þegar tveir eða fleiri flokkar mynda saman ríkisstjórn. Slíka stjórn þarf allajafna að mynda þegar úrslit kosninga eru á þann veg að enginn einn flokkur hefur náð meirihluta og samvinna milli þeirra flokka sem sitja á þingi þarf að koma til. Í fjölflokkakerfi er raunar afar sjaldgæf...
Hvað er varmasmiður og finnst hann á Íslandi?
Varmasmiður (Carabus nemoralis) er skordýr sem finnst við fjölbreytileg skilyrði á heimaslóðum sínum í Evrópu og er þar algengastur stóru smiðanna. Hann heldur sig í allskyns þurrlendi með frjósömum jarðvegi, í opnum skógarbotnum, skrúðgörðum og húsagörðum, bæði í byggð og villtri náttúru. Ræktarlönd og garðyrkja ...
Hver fann upp blindraletrið?
Hér er einnig hægt að finna svar við spurningunum: Hvernig er stafrófið á blindraletri? Er til íslenskt braille-blindraletur? Ef svo er hvernig lítur það þá út? Frakkinn Louis Braille (1809-1852) fann upp blindraletrið eða punktaletrið, kerfi sem gerir blindum og sjónskertum kleift að lesa og skrifa. Kerfið e...
Hvenær kom orðið túbusjónvarp inn í málið?
Sjónvarpstæki með flatskjá var upp úr aldamótum spennandi tækninýjung sem fljótlega varð að hversdagslegum hlut á heimilum flestra landsmanna. Nú á dögum er gengið að því sem gefnu að sjónvörp séu flöt, en þegar verið er að bera saman gömul tæki og ný þarf hins vegar stundum að grípa til orðsins túbusjónvarp. Ísle...
Hvað er leirgos?
Leirhverir myndast á háhitasvæðum: brennisteinsrík gufa frá glóandi bergkviku í neðra binst jarðvatni í brennisteinssýru sem leysir upp bergið og úr verður „leirgrautur“. Ef „grauturinn“ hvellsýður verður leirgos. Dæmi um leirgos og tilurð þeirra má lesa í bók Sigurðar Þórarinssonar, Eldur í Öskju,[1] þar sem ...