Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7385 svör fundust
Hvað þarf ég að læra til þess að verða eldfjallafræðingur?
Eins og margar vísindagreinar er eldfjallafræðin saman sett úr mörgum fögum raunvísinda sem eiga það sameiginlegt að fást við eldfjöll. Sérfræðingar sem fást við eldfjöll eru til dæmis sérhæfðir á sviði bergfræði storkubergs, setlagafræði gosösku, afmyndunar jarðskorpunnar, vökvafræði og varmafræði, jarðskjálftafr...
Hvað er yrki eða botti?
Yrkjar, eða „bots“ eins og þeir eru nefndir á ensku, eru forrit upprunnin úr gervigreindarrannsóknum af margvíslegum toga. Nafnið „bot“ á rætur að rekja til orðsins „robot“ en styttingin hefur í gegnum tíðina öðlast sjálfstæða merkingu. Í daglegu tali um yrkja er yfirleitt átt við einföld forrit sem heyra undir...
Voru til vísindamenn á Íslandi árið 1944?
Upprunalega spurningin var: Hvað voru til margir vísindamenn á Íslandi og var hægt að læra að verða vísindamaður á Íslandi 1944? Svo að byrjað sé dálítið snemma voru Íslendingar vanir að búa við háskólann í Kaupmannahöfn áður en þeir eignuðust háskóla sjálfir. Þar, eins og í flestum evrópskum háskólum, var ætl...
Hvað eru sígaunar og hafa þeir einhverja sérstaka tónlistarstefnu?
Sígaunar (einnig kallaðir Rómafólk) eru stærsti minnihlutahópur í Evrópu. Hugsanlega búa allt að átta milljónir sígauna á meginlandinu í dag, aðrar heimildir telja þá á bilinu tvær til fimm milljónir, en erfitt er að áætla fjölda þeirra þar sem þeir eru sjaldnast taldir í manntölum vegna flökkulífs. Flestir sígaun...
Hvað getið þið sagt mér um egypskar rúnir? Er hægt að læra fornegypsku?
Elsta fornegypska letrið nefnist híeróglýfur eða helgirúnir og er upphaflega myndletur þar sem hvert tákn er upphaflega mynd af einhverju sem tengdist því sem það vísaði til. Elstu áletranir sem fundist hafa eru frá tímabilinu 2920-2575 fyrir Krist og er talið að þær hafi verið gerðar skömmu eftir að notkun le...
Hvernig fá menn sér kríu og hvað kemur krían því við?
Orðasambandið að fá sér kríu er stytting úr að fá sér kríublund ‛leggja sig mjög stutta stund’. Orðið kríublundur þekkist að minnsta kosti frá því um miðja 20. öld. Allir sem þekkja kríuna hafa tekið eftir að hún tyllir sér oft niður örstutta stund eða vokar yfir æti og steypir sér síðan niður, veiðir og er ...
Ef maður gleymir sér, þarf maður þá ekki að snúa við og ná í sig?
Eins og kom fram í niðurlagi svars við spurningunni Ef ég diffra vin minn og tegra hann svo, verður hann þá með fasta C eftir tegrunina? þá laumaði heimspekingurinn svari við þessari spurningu að sumarstarfsmanni Vísindavefsins. Margir kannast við að gleyma sér öðru hverju. Þetta gerist einna helst þegar fólk e...
Hvað getið þið sagt mér um sjúkdóminn hjarnahvítukyrking?
Hjarnahvítukyrkingur (e. leukodystrophy) er flokkur sjaldgæfra arfgengra taugasjúkdóma sem einkennast af hrörnun hvíta efnis heilans vegna ófullkomins vaxtar eða þroska mýlisslíðursins (e. myelin sheath) umhverfis taugunga (e. neurons). Margir sjúkdómar teljast til hjarnahvítukyrkinga og einkenni og framgangur þe...
Hvernig er hugtakið „háskóli“ skilgreint? Gerir vísindasamfélagið siðfræðilegar lágmarkskröfur til starfsemi háskóla?
Skilgreining á háskóla er síður en svo hoggin í stein. Orðið „háskóli“ á íslensku er gjarnan notað sem þýðing á hinu alþjóðlega heiti „universitas“ sem mörg önnur tungumál nota í einni eða annarri mynd. Þetta hugtak vísar einfaldlega í samfélag nemenda og kennara og er dregið af latínu: universitas magistrorum et ...
Hvað er nýraunsæi og hvernig birtist það í íslenskum bókmenntum?
Raunsæisbylgja, sem oft er kennd við nýraunsæi, flæddi yfir íslenskt bókmenntasvið á síðari hluta áttunda áratugar 20. aldar. Í henni fólst bæði áhersla rithöfunda á félagslegt raunsæi og gagnrýnin krafa lesenda og bókmenntarýna, innblásin af verkalýðsbaráttu og róttækri hugsun 68-kynslóðarinnar. Lögð var áhersla ...
Nota þeir sem hafa táknmál að móðurmáli ekki nöfn fólks í samræðum?
Upprunalega spurningin frá Erni hljóðaði svona:Heyrandi fólk hefur það gjarnan til siðs að ávarpa hvert annað með nafni (meðan heyrnarlausir gera það ekki) - hvers vegna? Tungumál eru forvitnilegt fyrirbæri og erfitt að alhæfa um margt í þeirra samhengi. Aðstæður, samhengið, menningin sem málið heyrir til og ma...
Hvað er skel og skeljarreikningur? Er munur? Hvað gera þessar skeljar?
Skel er sá hluti stýrikerfis sem tekur við skipunum frá notanda og framkvæmir þær eða sendir til annarra hluta stýrikerfisins til framkvæmdar. Í árdaga UNIX-stýrikerfisins voru skipanir slegnar inn í skipanalínu (e. command line interface, cli) og það var eina leið notandans til að eiga samskipti við stýrikerfi...
Hvers vegna er lausnarjafna annars stigs margliðu kölluð Jónas?
Í framhaldsskóla læra allir hvernig á að leysa annars stigs jöfnur eins og x2 - x + 1 = 0 með ýmsum aðferðum. Til dæmis er hægt að leysa þær með því að reyna á heppnina og stinga nokkrum tölum inn eða þátta jöfnuna í einfaldari liði sem hafa augljósar lausnir. Oft bregðast þessi ráð þó, eins og í jöfnunni hér að o...
Eru náttúrlegar tölur huglægar eða hlutlægar?
Náttúrlegar tölur eru tölurnar sem notaðar eru til að telja með: 1, 2, 3, 4, 5, 6, … Þær eru því stundum nefndar talningartölur. Mengi náttúrlegra talna er huglægt hugtak þar sem náttúrlegu tölurnar eru óendanlega margar. Sé staðnæmst við afar stóra náttúrlega tölu má alltaf finna aðra tölu sem er einum hærri en h...
Hvert er enska fagheitið yfir bílamálara?
Bílamálun (e. car painting) er lögvernduð iðngrein og bílamálari (e. car painter) því lögverndað starfsheiti....