Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er yrki eða botti?

Hrafn Þorri Þórisson

Yrkjar, eða „bots“ eins og þeir eru nefndir á ensku, eru forrit upprunnin úr gervigreindarrannsóknum af margvíslegum toga. Nafnið „bot“ á rætur að rekja til orðsins „robot“ en styttingin hefur í gegnum tíðina öðlast sjálfstæða merkingu.

Í daglegu tali um yrkja er yfirleitt átt við einföld forrit sem heyra undir stærri flokk innan gervigreindar er kallast „erindrekar“ (e. agents). Á einfaldan hátt má lýsa erindreka sem forriti með tiltekin markmið og möguleika til að uppfylla þau sjálft án mannlegrar aðstoðar. Erfitt getur verið að skilgreina nákvæmlega hvar skilin á milli yrkja og flóknari erindreka liggja, en það sem einkennir yrkja innan þessa flokks er líklega helst hve einföld og einhæf markmið þeirra eru. Ef til vill er yrki best skilgreindur sem gervigreint forrit sem sinnir einhæfu hlutverki, skilgreindu af skapara þess eða notanda.

Til eru margs konar yrkjar, meðal annars spjallyrkjar (e. chatterbots, chatbots) sem oft eru notaðir á IRC-rásum og geta spjallað við notendur, verslunaryrkjar til að finna tilteknar vörur á veraldarvefnum og rityrkjar í forritum eins og Word sem leiðrétta stafsetningarvillur. Oft er talað um forritið Elizu frá árinu 1966 sem móður allra yrkja, en Eliza var gerð til að þjóna hlutverki „sjálfvirks sálgreinanda“ og spyr hún mennskan notanda spurninga um sálarlíf hans og notar svörin til að skapa nýja spurningu. Mörg svipuð forrit á öðrum sviðum hafa notast við sömu tækni og lá að baki Elizu.

A.L.I.C.E. (Artificial Linguistic Internet Computer Entity) er gervigreindur spjallyrki, einn af þeim bestu sinnar tegundar. Myndin er fengin af vefsíðu yrkjans.

Einhæfni yrkja má rekja til þess að hönnuðir einblína á hlutverk þeirra en láta þær aðferðir eða greind sem yrkinn notar til að sinna því stundum sitja á hakanum. Til dæmis má nefna yrkja í fyrstu persónu skotleikjum sem líkja eftir mennskum spilara. Þess konar yrkjar eru yfirleitt ekki „með mikið undir húddinu“ heldur er meira lagt í að gefa mennskum spilara tilfinningu um að þeir séu greindir – óháð því hvort þeir eru það í raun.

Eitt helsta hlutverk yrkja í dag er upplýsingasöfnun á veraldarvefnum og í gagnagrunnum fyrirtækja. Stöðluð uppsetning og táknun gagna gera það að verkum að einfalt er að forrita yrkja til að sinna upplýsingasöfnun án mikillar greindar. Þannig getur yrki til dæmis verið forritaður til að skoða og skrá hlekki vefsíðna – en notkun yrkja er einmitt meginaðferð leitarvéla til að kortleggja veraldarvefinn.

Í lokin er best að minnast á að þótt orðið „bot“ sé yfirleitt notað í þeirri merkingu sem hér hefur verið lýst er nafnið í sumum tilvikum notað sem yfirheiti yfir margar tegundir róbóta og gervigreindra forrita. Íslendingar hafa þó verið duglegir að þýða erlend tækniorð og með tilkomu orðsins „yrki“ er lítil hætta á að fólk rugli þessum tveimur merkingum erlenda orðins saman.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Hlekkir tengdir yrkjum og gervigreind

Höfundur

Tölvunarfræðinemi og stofnandi gervigreindarfélagsins ISIR

Útgáfudagur

9.1.2006

Síðast uppfært

15.8.2019

Spyrjandi

Daníel Ingólfsson, f. 1989

Tilvísun

Hrafn Þorri Þórisson. „Hvað er yrki eða botti?“ Vísindavefurinn, 9. janúar 2006, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5548.

Hrafn Þorri Þórisson. (2006, 9. janúar). Hvað er yrki eða botti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5548

Hrafn Þorri Þórisson. „Hvað er yrki eða botti?“ Vísindavefurinn. 9. jan. 2006. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5548>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er yrki eða botti?
Yrkjar, eða „bots“ eins og þeir eru nefndir á ensku, eru forrit upprunnin úr gervigreindarrannsóknum af margvíslegum toga. Nafnið „bot“ á rætur að rekja til orðsins „robot“ en styttingin hefur í gegnum tíðina öðlast sjálfstæða merkingu.

Í daglegu tali um yrkja er yfirleitt átt við einföld forrit sem heyra undir stærri flokk innan gervigreindar er kallast „erindrekar“ (e. agents). Á einfaldan hátt má lýsa erindreka sem forriti með tiltekin markmið og möguleika til að uppfylla þau sjálft án mannlegrar aðstoðar. Erfitt getur verið að skilgreina nákvæmlega hvar skilin á milli yrkja og flóknari erindreka liggja, en það sem einkennir yrkja innan þessa flokks er líklega helst hve einföld og einhæf markmið þeirra eru. Ef til vill er yrki best skilgreindur sem gervigreint forrit sem sinnir einhæfu hlutverki, skilgreindu af skapara þess eða notanda.

Til eru margs konar yrkjar, meðal annars spjallyrkjar (e. chatterbots, chatbots) sem oft eru notaðir á IRC-rásum og geta spjallað við notendur, verslunaryrkjar til að finna tilteknar vörur á veraldarvefnum og rityrkjar í forritum eins og Word sem leiðrétta stafsetningarvillur. Oft er talað um forritið Elizu frá árinu 1966 sem móður allra yrkja, en Eliza var gerð til að þjóna hlutverki „sjálfvirks sálgreinanda“ og spyr hún mennskan notanda spurninga um sálarlíf hans og notar svörin til að skapa nýja spurningu. Mörg svipuð forrit á öðrum sviðum hafa notast við sömu tækni og lá að baki Elizu.

A.L.I.C.E. (Artificial Linguistic Internet Computer Entity) er gervigreindur spjallyrki, einn af þeim bestu sinnar tegundar. Myndin er fengin af vefsíðu yrkjans.

Einhæfni yrkja má rekja til þess að hönnuðir einblína á hlutverk þeirra en láta þær aðferðir eða greind sem yrkinn notar til að sinna því stundum sitja á hakanum. Til dæmis má nefna yrkja í fyrstu persónu skotleikjum sem líkja eftir mennskum spilara. Þess konar yrkjar eru yfirleitt ekki „með mikið undir húddinu“ heldur er meira lagt í að gefa mennskum spilara tilfinningu um að þeir séu greindir – óháð því hvort þeir eru það í raun.

Eitt helsta hlutverk yrkja í dag er upplýsingasöfnun á veraldarvefnum og í gagnagrunnum fyrirtækja. Stöðluð uppsetning og táknun gagna gera það að verkum að einfalt er að forrita yrkja til að sinna upplýsingasöfnun án mikillar greindar. Þannig getur yrki til dæmis verið forritaður til að skoða og skrá hlekki vefsíðna – en notkun yrkja er einmitt meginaðferð leitarvéla til að kortleggja veraldarvefinn.

Í lokin er best að minnast á að þótt orðið „bot“ sé yfirleitt notað í þeirri merkingu sem hér hefur verið lýst er nafnið í sumum tilvikum notað sem yfirheiti yfir margar tegundir róbóta og gervigreindra forrita. Íslendingar hafa þó verið duglegir að þýða erlend tækniorð og með tilkomu orðsins „yrki“ er lítil hætta á að fólk rugli þessum tveimur merkingum erlenda orðins saman.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Hlekkir tengdir yrkjum og gervigreind

...