Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 495 svör fundust
Hvenær og af hverju var kannabis bannað á Íslandi? Eða eru engin lög sem banna það?
Með lögum nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni er allur innflutningur, sala og meðferð kannabisefna bönnuð hér á landi. Ástæðurnar fyrir banni við kannabisefnum eru í reynd þær sömu og ástæður fyrir banni við öðrum fíkniefnum. Löggjafinn vill leitast við að koma í veg fyrir skaðleg áhrif efnisins bæði á einstakli...
Hvers vegna myndast kuldi þegar salti er stráð á ís, til dæmis á tröppum húsa, og hvers vegna breytist ísinn þá í vökva?
Vatnssameindirnar eru á stöðugri hreyfingu en þegar hitastigið lækkar hægja þær á sér og aðdráttarkraftar milli þeirra fara að hafa meiri áhrif. Við frostmark (0°C) fara sameindirnar svo hægt að þær ná að festast saman og mynda ískristall. Slíkt köllum við hamskipti efnis eða fasaskipti og eðlisfræðingar tala um a...
Hvað tekur margar mínútur að fara til Úranusar?
Í spurningunni er ekki tekið fram hvernig ferðast skuli til Úranusar, þannig að við skulum skoða nokkra möguleika, fáránlega jafn sem hugsanlega, til þess. Til að stytta ferðalagið verður að stefna á að hitta á Úranus þegar hann er næstur jörðu, en þá er fjarlægðin um 2.721.390.000 km. Ef við ætluðum okkur...
Til hvers eru undirskálar?
Upphaflega var spurt á þessa leið: Til hvers eru undirskálar? Ef maður hugsar um það er enginn tilgangur með þeim. Eða hvað? Undirskálar eru mikið þarfaþing. Án undirskála hefði H.C. Andersen til dæmis lent í vandræðum þegar hann skrifaði söguna Eldfærin:Í fyrsta herberginu muntu sjá stóra kistu. Á henni situr hu...
Eru íþróttameiðsl algeng meðal barna og unglinga?
Í heild sinni hljóðar spurningin svona:Eru íþróttameiðsl algeng og alvarleg meðal barna og unglinga? Ef svo er, í hvaða íþróttagreinum? Til þess að rannsaka tíðni meiðsla hjá börnum og unglingum í íþróttum þarf stórt úrtak úr mörgum greinum íþrótta. Slíkar rannsóknir hafa ekki verið framkvæmdar hér á landi þannig...
Hvernig stofnar maður félag, til dæmis rithöfundafélag?
Félagafrelsið er verndað í mannréttindasáttmála Evrópu og einnig er fjallað um það í stjórnarskránni en þar segir:Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess. Félag má ekki leysa upp með ráðstöfun stjórnvalds. Ba...
Hver sveik Jesú?
Sá sem sveik Jesús var Júdas Ískaríot, einn af tólf lærisveinum hans, en hann framseldi Jesús til rómverskra yfirvalda fyrir 30 silfurpeninga. Í Matteusarguðspjalli 26:14-16 segir: Þá fór einn þeirra tólf, Júdas Ískaríot að nafni, til æðstu prestanna og sagði: "Hvað viljið þér gefa mér fyrir að framselja yður Jes...
Hvernig er stéttakerfi Hindúa?
Erfðastéttir hindúa eru innvenslaðir hópar, sem raðað er í tignarröð og tengdust áður tilteknum störfum og gera það að nokkru leyti enn. Aðalskiptingin var í fjórar stéttir sem raðað var eftir tign og virðingu. Þær voru Brahmina, Ksatrya, Vasaya og Sudra. Fimmta hópinn mynduðu svo hinir ósnertanlegu, oft kallaðir ...
Hvar er Adolf Hitler grafinn?
Adolf Hitler, leiðtogi þýska nasistaflokksins og kanslari Þýskalands, féll fyrir eigin hendi í Berlín þann 30. apríl 1945 eins og lesa má í svari við spurningunni Hvenær dó Hitler? Ástkona hans til margra ára, Eva Braun (sem varð reyndar Eva Hitler aðeins nokkrum klukkustundum áður þegar þau gengu í hjónaband) fyl...
Hvað eru til mörg letidýr í heiminum?
Letidýr tilheyra tveimur ættum spendýra, Bradypodidae (þrítæð letidýr) og Megalonychidae (tvítæð letidýr). Þessi dýr finnast einungis í Suður- og Mið-Ameríku. Innan ættar Bradypodidae eru nú fjórar tegundir:brúna letidýrið (Bradypus variegatus)ljósa letidýrið (Bradypus tridactylus)makkaletidýrið (Bradypus tor...
Hefur talnarunan 4, 8, 15, 16, 23, 42 sem kemur fyrir í Lost, einhverja stærðfræðilega merkingu?
Í sjónvarpsþáttunum Lost kemur talnarunan 4, 8, 15, 16, 23, 42 oft fyrir. Meðal annars er hún ástæða þess að ein persónan er á eynni sem þættirnir gerast á, tölurnar voru vinningstölur á lottómiða annarrar persónu og einnig má nefna að rununa þurfti að slá inn í tölvu á 108 mínútna fresti til að koma í veg fyrir h...
Hver erfir mann sem á hvorki börn né maka?
Upprunlega spurningin hljóðaði svo:Góðan dag! Karlmaður fellur frá á besta aldri. Hann á engin börn og engan maka en íbúð og peninga í banka. Foreldrar hans eru á lífi en móðir hans hefur verið í 20 ár á heilsustofnun (hún er út úr heiminum). Hann á líka þrjá bræður á lífi. Hver erfir hann? Hér skiptir máli hva...
Væri hægt að knýja geimskip með kjarnorkusprengjum?
Þó það hljómi frekar ólíklega í fyrstu, þá væri hægt að nota kjarnorkusprengjur til að fljúga geimskipi á milli pláneta og fjarlægra stjarna. Þar að auki eru til ítarlegar teikingar og áætlanir um hvernig ætti að smíða slíkt geimskip með þeirri tækni og verkfræðikunnáttu sem við búum yfir í dag. Árið 1958 hóf r...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ásgrímur Angantýsson rannsakað?
Ásgrímur Angantýsson er dósent í íslenskri málfræði við Kennaradeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa aðallega beinst að breytileika í setningagerð og samtímalegum samanburði íslensku og skyldra mála, ekki síst færeysku. Niðurstöður hafa verið birtar bæði á innlendum vettvangi og í alþjóðlegum ritrýndum tímar...
Hvaða rannsóknir hefur Ágústa Pálsdóttir stundað?
Ágústa Pálsdóttir er prófessor í upplýsingafræði við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknir hennar eru á sviði upplýsingahegðunar í tengslum við heilsusamlegan lífsstíl. Miklu skiptir að fræðsla um heilsueflingu nái til sem flestra þjóðfélagsþegna. Miðlun upplýsinga þarf þ...