Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Ásgrímur Angantýsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Ásgrímur Angantýsson er dósent í íslenskri málfræði við Kennaradeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa aðallega beinst að breytileika í setningagerð og samtímalegum samanburði íslensku og skyldra mála, ekki síst færeysku. Niðurstöður hafa verið birtar bæði á innlendum vettvangi og í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum og fræðiritum. Ásgrímur hefur einnig rannsakað stöðu íslenskunnar í skólakerfinu og viðhorf ungmenna til máls og málfræði. Þá hefur hann tekið þátt í margvíslegu rannsóknasamstarfi á sviði íslenskra og norrænna málvísinda.

Doktorsritgerð Ásgríms fjallaði um stöðu íslensku meðal norrænna mála, frá sjónarmiði beygingarfræði og setningafræði. Íslenska er þekkt fyrir ríkulegt beygingarkerfi og ákveðin setningarleg einkenni sem ekki eru lengur fyrir hendi í skandinavísku meginlandsmálunum. Með nokkurri einföldun má segja að færeyska, og ef til vill elfdælska (Älvdalsmål í Svíþjóð), séu mitt á milli þessara tveggja andstæðu póla. Meðal almennra niðurstaðna var að þrátt fyrir beygingarlega sérstöðu sé íslenska líkari nágrannamálunum en oft hefur verið talið.

Rannsóknir Ásgríms hafa aðallega beinst að breytileika í setningagerð og samtímalegum samanburði íslensku og skyldra mála, ekki síst færeysku.

Undanfarin ár hafa rannsóknir Ásgríms verið tvíþættar. Á sviði formlegra málvísinda hefur hann haldið áfram með ýmsa þræði úr doktorsrannsókninni og kafað dýpra í afmörkuð viðfangsefni sem þar koma við sögu, meðal annars innri formgerð atvikssetninga og setningarleg einkenni atviksorða í íslensku og færeysku. Í menntarannsóknum hefur hann einkum beint sjónum að áhugahvöt og væntingum nemenda í grunn- og framhaldsskólum gagnvart íslenskunámi. Þar er sú hugmynd lögð til grundvallar að læsi í víðum skilningi og gott vald á viðurkenndu máli veiti félagslegt og menningarlegt auðmagn. Hann hefur einnig greint orðræðu íslenskukennara út frá hugmyndum fræðimanna um menningarlega endursköpun á vettvangi menntunar. Meðal þeirra viðfangsefna sem hann vinnur að í rannsóknum sínum um þessar mundir eru formlegt og óformlegt mat á málfari nemenda og að hvaða marki málfarsleiðbeiningum er sinnt í kennslu. Tilgátan er sú að ákveðnir kunnáttu- og færniþættir tengdir menningarlegum bakgrunni nemenda séu taldir mikilvægir og komi við sögu í námsmati í íslensku án þess að þeir séu beinlínis á dagskrá í íslenskutímum.

Ásgrímur Angantýsson fæddist 3. ágúst 1972. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1992, BA-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands 1998, prófi í kennslufræðum til kennsluréttinda frá Háskólanum á Akureyri 2000, MA-prófi í íslenskri málfræði frá Háskóla Íslands 2003, MA-prófi í almennum málvísindum frá Cornell-háskóla í Bandaríkjunum 2007 og doktorsprófi frá Háskóla Íslands 2011. Hann hefur sinnt kennslu á öllum skólastigum, skólastjórn og var um skeið málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins. Ásgrímur hefur setið í ýmsum stjórnum og starfshópum, meðal annars Íslenskri Málnefnd, stjórn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og stefnumótunarhóp rektors.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

11.4.2018

Síðast uppfært

12.4.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Ásgrímur Angantýsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75629.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 11. apríl). Hvað hefur vísindamaðurinn Ásgrímur Angantýsson rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75629

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Ásgrímur Angantýsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75629>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Ásgrímur Angantýsson rannsakað?
Ásgrímur Angantýsson er dósent í íslenskri málfræði við Kennaradeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa aðallega beinst að breytileika í setningagerð og samtímalegum samanburði íslensku og skyldra mála, ekki síst færeysku. Niðurstöður hafa verið birtar bæði á innlendum vettvangi og í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum og fræðiritum. Ásgrímur hefur einnig rannsakað stöðu íslenskunnar í skólakerfinu og viðhorf ungmenna til máls og málfræði. Þá hefur hann tekið þátt í margvíslegu rannsóknasamstarfi á sviði íslenskra og norrænna málvísinda.

Doktorsritgerð Ásgríms fjallaði um stöðu íslensku meðal norrænna mála, frá sjónarmiði beygingarfræði og setningafræði. Íslenska er þekkt fyrir ríkulegt beygingarkerfi og ákveðin setningarleg einkenni sem ekki eru lengur fyrir hendi í skandinavísku meginlandsmálunum. Með nokkurri einföldun má segja að færeyska, og ef til vill elfdælska (Älvdalsmål í Svíþjóð), séu mitt á milli þessara tveggja andstæðu póla. Meðal almennra niðurstaðna var að þrátt fyrir beygingarlega sérstöðu sé íslenska líkari nágrannamálunum en oft hefur verið talið.

Rannsóknir Ásgríms hafa aðallega beinst að breytileika í setningagerð og samtímalegum samanburði íslensku og skyldra mála, ekki síst færeysku.

Undanfarin ár hafa rannsóknir Ásgríms verið tvíþættar. Á sviði formlegra málvísinda hefur hann haldið áfram með ýmsa þræði úr doktorsrannsókninni og kafað dýpra í afmörkuð viðfangsefni sem þar koma við sögu, meðal annars innri formgerð atvikssetninga og setningarleg einkenni atviksorða í íslensku og færeysku. Í menntarannsóknum hefur hann einkum beint sjónum að áhugahvöt og væntingum nemenda í grunn- og framhaldsskólum gagnvart íslenskunámi. Þar er sú hugmynd lögð til grundvallar að læsi í víðum skilningi og gott vald á viðurkenndu máli veiti félagslegt og menningarlegt auðmagn. Hann hefur einnig greint orðræðu íslenskukennara út frá hugmyndum fræðimanna um menningarlega endursköpun á vettvangi menntunar. Meðal þeirra viðfangsefna sem hann vinnur að í rannsóknum sínum um þessar mundir eru formlegt og óformlegt mat á málfari nemenda og að hvaða marki málfarsleiðbeiningum er sinnt í kennslu. Tilgátan er sú að ákveðnir kunnáttu- og færniþættir tengdir menningarlegum bakgrunni nemenda séu taldir mikilvægir og komi við sögu í námsmati í íslensku án þess að þeir séu beinlínis á dagskrá í íslenskutímum.

Ásgrímur Angantýsson fæddist 3. ágúst 1972. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1992, BA-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands 1998, prófi í kennslufræðum til kennsluréttinda frá Háskólanum á Akureyri 2000, MA-prófi í íslenskri málfræði frá Háskóla Íslands 2003, MA-prófi í almennum málvísindum frá Cornell-háskóla í Bandaríkjunum 2007 og doktorsprófi frá Háskóla Íslands 2011. Hann hefur sinnt kennslu á öllum skólastigum, skólastjórn og var um skeið málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins. Ásgrímur hefur setið í ýmsum stjórnum og starfshópum, meðal annars Íslenskri Málnefnd, stjórn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og stefnumótunarhóp rektors.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...