Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2302 svör fundust
Er það rétt að Íslendingar fyrr á tíð hafi borðað lungu úr sauðfé?
Upprunalega spurnignin hljóðaði svona: Ég hef hvergi lesið að lungu úr sauðfé hafi verið notuð til matar. Voru þau ekki borðuð? Lambalungu voru borðuð á Íslandi, soðin eða steikt, súr eða reykt. Lambalungu voru meðal annars soðin heil, étin ný eða sett soðin í súr. Líka þekktist að þau væru höfð í pylsur og...
Hvenær var fundafrelsi lögfest á Íslandi? Var það með stjórnarskránni 1874 eða fyrr?
Ákvæði í stjórnarskrá um fundafrelsi voru í stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Íslands frá 5. janúar 1874. Sú stjórnarskrá var nánast samhljóða dönsku grundvallarlögunum frá 1849 og hluti af þróun sem varð í Evrópu á 19. öld þar sem þjóðir settu sér stjórnarskrá með yfirlýsingar um mannréttindamál. Upphafið m...
Hvað mælir með því og móti að bólusetja börn?
Bóluefni eru notuð til ónæmisaðgerða. Þau eru ýmist unnin úr veikluðum veirum eða bakteríum eða þau innihalda efni sem finnast í þessum sýklum. Bóluefnin sjálf valda litlum einkennum en vekja upp mótefnasvörun í líkamanum sem kemur í veg fyrir eða dregur úr líkum á að börnin veikist af sjúkdómnum sem bólusett er g...
Hvað lærði fólk árið 1000? Var um einhverja „menntun“ að ræða?
Frá fornu fari var við það miðað að íbúar trúboðssvæða fengju ekki skírn fyrr en eftir nokkra fræðslu sem var veitt á svokölluðu trúnemanámskeiði (katekumenati). Gat það tekið frá einu upp í þrjú ár. Þar lærði fólk frumatriði kristinnar trúar en jafnframt átti að laga líf þess að kristnu siðferði og gildismati. Lá...
Hvað geturðu sagt mér um íkorna?
Íkornar eru allar tegundir innan ættarinnar Sciuridae sem er svo aftur hluti af stórum flokki spendýra sem nefnist nagdýr (Rodentia). Til eru fjölmargar tegundir íkorna sem dýrafræðingar hafa greint niður í tvær undirættir. Þær eru jarð- og trjáíkornar (Sciurinae), sem telja 230 tegundir og flugíkornar (Petauristi...
Var böðull Jóns Arasonar íslenskur glæpamaður eða danskur embættismaður?
Böðullinn sem hjó Jón Arason biskup á Hólum og syni hans tvo, Ara lögmann og séra Björn á Melstað, 7. nóvember árið 1550, var íslenskur og hét Jón Ólafsson. Norðlenskir hefndu þeirra feðga árið 1551. Í Setbergsannál segir:Þegar þeir norðlenzku riðu frá Kirkjubóli eftir hefnd fyrir þá feðga, fundu þeir böðulinn,...
Er íslenska elsta tungumál í Evrópu? Hve gömul er hún?
Í hnotskurn hljóða svörin við spurningunum tveimur þannig: Nei, íslenska er ekki elsta tungumál í Evrópu. Íslensk málþróun er jafngömul byggð norrænna manna á Íslandi en íslenska og norska urðu ekki aðgreind tungumál fyrr en á 14. öld. Þó nokkur tungumál í Evrópu eru eldri en þetta, og eru þau nánar tilgreind í s...
Hvaðan kemur heitið Tortóla og hvað merkir það?
Örnefnið Tortóla hefur verið talsvert í umræðunni undanfarna mánuði og ár en ekki hvað síst í marsmánuði 2016. Eins og stundum er tilfellið með skrýtin örnefni er Tortóla-nafnið byggt bæði á fullkomnum misskilningi og/eða talsverðum blekkingum. Tortóla er stærsta eyjan í klasa sem gengur undir heitinu Bresku jó...
Af hverju er oft sagt að Rómverjar hafi unnið ýmis verkfræðiafrek?
Svarið er einfalt, það er vegna þess að mörg af mannvirkjum þeirra geta vart talist annað en verkfræðiafrek, ekki síst þegar haft er í huga að Rómverjar bjuggu ekki yfir sömu tækni og við: engir byggingarkranar, engar jarðýtur eða aðrar vinnuvélar og þar fram eftir götunum. Samt gátu þeir reist stórfengleg mannvir...
Hvernig verkar getnaðarvarnarpilla kvenna?
Getnaðarvarnarpilla kvenna inniheldur tilbúnar útgáfur af kvenhormónunum estrógeni og prógesteróni. Til eru tveir meginflokkar af pillum. Annars vegar eru samsettar pillutegundir sem innihalda bæði hormónin og hins vegar eru smápillur sem innihalda eingöngu gerviprógesterón. Þessi hormón eru mynduð í eggjastokk...
Hver fann upp boltann sem menn nota í fótbolta og hvernig er hann búinn til?
Eins og með svo margt annað er ekki hægt að segja að einhver einn einstaklingur hafi fundið upp fótboltann, það er að segja boltann sjálfan en ekki leikinn. Einhvers konar fótbolti, leikur sem felst í því að tvö lið reyna að sparka, eða ýta á annan hátt, bolta í gagnstæð mörk, hefur verið leikinn öldum saman eins...
Getur þú sagt mér allt um svarta nashyrninginn?
Svarti nashyrningurinn (Diceros bicornis) er önnur af tveimur tegundum nashyrninga í Afríku. Hin tegundin er hvíti nashyrningurinn (Ceratotherium simum). Hvor tegund skiptist síðan í nokkrar deilitegundir. Svarti nashyrningurinn er talsvert minni en sá hvíti. Stærðarmunur milli kynja hjá svarta nashyrningnum er...
Hvers konar hundur er franskur bolabítur?
Franskur bolabítur er fremur lítill hundur, þéttur og vöðvamikill með stuttan og þykkan feld. Hann er gjarnan um eða innan við 30 cm á hæð, 11-13 kg að þyngd og getur orðið 10-12 ára gamall. Hann er mjög félagslyndur og líkar illa að vera skilinn eftir einn allan daginn. Franskur bolabítur hefur stundum verið kall...
Af hverju hafa sum karlljón engan makka?
Upprunalega spurningin var: Eru til makkalaus karlljón í Afríku eins og mannæturnar í Tsavo? Karlljón eru einu kattardýrin sem skarta makka enda er glæsilegur makki án efa eitt af því fyrsta sem kemur upp í hugann í tengslum við útlit ljóna. Makkinn nær yfir afturhluta höfuðsins, hálsinn, axlir og brjóst. H...
Hversu hratt mun Vatnajökull bráðna á næstu árum?
Áður en við ræðum hve hratt Vatnajökull gæti bráðnað á komandi árum þarf að lýsa honum með nokkrum orðum. Vatnajökull er rúmlega 8000 km2 að flatarmáli og tæplega 500 m þykkur að meðaltali, en mest er hann 950 m þykkur. Hann hvílir á hásléttu sem er að mestu í 600-800 m hæð, en botn fer niður fyrir sjávarmál og hæ...