Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 362 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig vita menn að það eru til aðrar vetrarbrautir? Eða að það séu til milljónir af þeim?

Þetta er sérstaklega góð spurning og svarið við henni er ein mesta uppgötvun vísindanna fyrr og síðar. Þegar sjónaukar urðu smám saman stærri og betri sáu menn vitaskuld lengra og lengra út í geiminn. Í upphafi 20. aldar var svo komið að menn deildu hart um hvort svonefndar þyrilþokur væru tiltölulega litlar o...

category-iconEfnafræði

Hvort skal nota -ín eða -íum í endingum á heitum frumefna?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:hafnín -s, hafníum -s HK eðlis/efnafr. Er rétt að nota þessi íslenskuðu form á heitum efna en ekki -íum-formin? Eða ber að nota hvort tveggja, til dæmis við samningu orðabóka? Orðanefnd Eðlisfræðifélagsins tók þá ákvörðun á sínum tíma að hafa -ín-myndirnar í sinni orðaskrá:...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Finnast hættuleg eiturefni í kartöflum?

Sólanín er samheiti yfir efnin alfa-sólanín og alfa-chacónín sem eru glýkóalkalóíðar. Með alkalóíðum er átt við lífræn efni sem hafa þrígilt köfnunarefni. Glýkóalkalóíðar eru náttúruleg eiturefni sem geta myndast í kartöflum og gegna hlutverki varnarefna, það er geta varið kartöfluna fyrir ákveðnum sjúkdómum og au...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað heitir sólkerfið og vetrarbrautin okkar?

Stjörnur (sólstjörnur) eru sjálflýsandi gashnettir í geimnum sem framleiða orku með kjarnasamruna vetnis í helín á einhverju stigi æviskeiðs síns. Reikistjörnur eru hnettir sem snúast í kringum sólstjörnur. Reikistjörnur geta verið mjög bjartar ásýndum þrátt fyrir að þær geisli í raun ekki eigin ljósi heldur endur...

category-iconFélagsvísindi

Er leyfilegt á Íslandi að eiga lögheimili í sumarbústað?

Nei, það er ekki heimilt að skrá lögheimili í sumarbústað, eða „frístundabyggð“ eins og sumarbústaðasvæði eru kölluð í lögum. Í lögum um lögheimili er tekið fram að lögheimili manns sé sá staður þar sem hann hafi fasta búsetu en á þeirri meginreglu eru þó nokkrar undantekningar. Þannig er dvöl í gistihúsi, fangels...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Við félagarnir ætlum að ganga umhverfis landið. Hvað verðum við lengi á leiðinni ef við göngum 7 klukkustundir á dag?

Það er vel gerlegt að ganga hringinn í kringum Ísland og hefur það verið gert. Árið 1985 gekk Reynir Pétur Ingvarsson, íbúi á Sólheimum í Grímsnesi, kringum landið og var gangan farin til þess að safna áheitum til byggingar íþróttaleikhúss á Sólheimum. Reynir Pétur lagið af stað frá Selfossi þann 25. maí og lauk h...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru margir fuglar á Íslandi á veturna?

Árstíðaskipti eru mjög eindregin á Íslandi eins og víðast hvar á norðlægum slóðum. Hér á landi verpa að jafnaði ríflega 80 tegundir varpfugla og er meirihluti þeirra (47) farfuglar, annað hvort að öllu (25 tegund) eða að mestu leyti (22 tegundir). Þessir fuglar yfirgefa landið síðsumars eða á haustin og dvelja vet...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar dýr var tiktaalik?

Tiktaalik roseae, héðan í frá kallað tiktaalik, var forn hryggdýrategund sem fannst í jarðlögum frá seinni hluta devontímabilsins (fyrir 410-360 milljón árum). Tiktaalik var merkilegt dýr, eins konar millistig milli fiska með holduga ugga (kallaðir holduggar) og frumstæðra ferfættra dýra, sem sagt bæði fiskur og l...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hefur skaðsemi þess að borða riðusýkt kindakjöt verið könnuð?

Svarið er já, slíkar kannanir hafa verið gerðar. Niðurstöður þeirra benda ekki til þess að neysla riðusýkts kindakjöts valdi heilasjúkdómnum sem átt er við hjá mönnum. Hér mun vera átt við hugsanleg tengsl smitandi heilasjúkdóms hjá mönnum, sem kenndur er við Þjóðverjana Creutzfeldt og Jakob, við neyslu rið...

category-iconLæknisfræði

Hvernig læknar artemisínin malaríu og hvenær var lyfið fundið upp?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er artemisinin eina lyfið sem læknar malaríu? hvenær var það fundið upp og hvernig virkar það? Hvað getið þið sagt mér um Artemisia annua? og Hvernig tengist það við Artemisinin og hvernig virkar Artemisinin? Til eru fjölmörg lyf sem notuð eru til að fyrirbyggja og meðhöndla m...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver eru elstu handrit á Íslandi?

Elsta skjal sem til er á íslensku mun vera máldagi kirkjunnar í Reykholti í Borgarfirði sem að hluta er skrifaður árið 1185 og er í Þjóðskjalasafni. Elstu íslensku handritin í Stofnun Árna Magnússonar eru tvö blöð úr safni predikana frá miðri 12. öld (AM 237 a fol.) og handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig vita vísindamenn á hvaða dýpi kvika er?

Áreiðanlegustu upplýsingarnar um dýpi á kviku í jarðskorpunni fást með samtúlkun staðsetningu jarðskjálfta við nákvæmar landmælingar og líkanagerð til að túlka mælingarnar. Kvika verður til við hlutbráðnun í möttlinum. Kvikan er eðlisléttari en berg og leitar því upp í átt að yfirborði jarðar. Á Íslandi eru eld...

category-iconJarðvísindi

Hvernig mynduðust Vatnsdalshólar?

Í byrjun síðustu aldar kom Þorvaldur Thoroddsen fram með hugmyndir um myndun Vatnsdalshóla, yst í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Taldi hann að hólarnir væru af jökulrænum uppruna og hefðu myndast við það að skriða féll á jökul sem svo bar efnið fram og myndaði jökulgarða þar sem nú eru Vatnsdalshólar. Á fj...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Af hverju eru norðurljós í mismunandi litum?

Spurningunni Af hverju stafa norður- og suðurljósin? hefur áður verið svarað á Vísindavefnum. Í því svari Aðalbjörns Þórólfssonar og Ögmundar Jónssonar er meðal annars útskýrt hvað gerist þegar eindir úr sólvindinum koma inn í segulsvið jarðar:Hlöðnu eindirnar sem fara inn í segulsvið jarðar hreyfast á miklum hrað...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er til efni sem er ósýnilegt en hefur samt þyngd?

Svarið er já, hvaða skilningur sem lagður er í spurninguna. Sýnileiki annars vegar og þyngd, massi eða orka hins vegar eru óskyldir hlutir. Eitthvert einfaldasta dæmið um efni sem við sjáum ekki en hefur samt þyngd eða massa er andrúmsloftið kringum okkur. Einn rúmmetri af lofti við staðalaðstæður hefur massa s...

Fleiri niðurstöður