Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 270 svör fundust
Af hverju heitir bögglaberi þessu nafni?
Bögglaberi er grind á reiðhjóli, oftast aftan við sætið. Eins og nafnið bendir til á að nota hana til að bera böggla. Orðið böggull er smækkunarorð af 'baggi', og merkir þess vegna 'lítill baggi' eða 'pakki'. Af orðinu böggull er leidd sögnin böggla sem þýðir að 'kuðla' eða 'vöðla', en það á ágætlega við þegar ...
Eru búri og búrfiskur það sama?
Orðið búri er ýmist notað um búrfisk (Hoplostethus atlanticus, Hoplostethus islandicus, e. orange roughy) eða búrhval (Physeter catodon, Physeter macrocephalus, e. sperm whale). Í Sjávardýraorðabókinni sem Gunnar Jónsson fiskifræðingur tók saman og finna má á heimasíðu Hafrannsóknastofnunarinnar eru heitin búr...
Hvað þýðir orðið lobbíismi sem stjórnmálamenn nota?
Lobbíismi eða hagsmunagæsla er iðja sem lobbíistar eða hagsmunaverðir stunda. Finna má orðið lobbíisti í íslenskri orðabók: (niðrandi) maður sem starfar við að greiða hag fyrirtækis, samtaka o.s.frv. við stjórnvöld og stjórnmálamenn.Orðið virðist hafa fremur neikvæðan blæ í íslensku enda er opinber hagsmunagæsla ...
Hefur úrdráttur og útdráttur sömu merkingu?
Hugtökin útdráttur og úrdráttur hafa löngum vafist fyrir mönnum enda einungis einn stafur sem skilur orðin að og auðvelt að skilja þau bæði á sama hátt. Þau hafa hins vegar gjörólíka merkingu. Útdráttur felur í sér styttingu á texta þannig að aðalatriði eru dregin fram. Mikilvægt er að lykilsetningar upprunaleg...
Hvað merkir hugtakið smásaga?
Það er hægt að skilgreina hugtakið smásaga á ýmsa vegu, til dæmis svona: Smásaga er skálduð frásögn, styttri en skáldsaga. Lengd smásagna getur þó verið allt frá einni eða nokkrum síðum upp í um eða yfir hundrað síður. Um mjög stutta texta sem geta staðið sjálfstæðir er þó stundum notað hugtakið örsaga og að sama ...
Hvað er prívatbíll? Hvað er prívat gamalt orð?
Orðið prívat og samsetningar með prívat- að forlið fara að tíðkast mjög þegar kemur fram á 19. öld (sjá Ritmálssafn OH). Hins vegar rata þessi orð ekki í prentaðar orðabækur fyrr en upp úr miðri 20. öld, að Íslenzk orðabók Menningarsjóðs (1963) og Viðbætir við orðabók Blöndals (1963) koma út. Í fyrstu og annarri ú...
Hvort er réttara að segja „Þau slitu samvistum...“ eða „Þau slitu samvistir ...“?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Takk fyrir margvíslegan fróðleik á þessum vef. Ég er með fyrirspurn um íslenskt mál sem mig langar að fá svar við. Þetta varðar hluta af starfi mínu. Hvort er réttara að segja: A. „Þau slitu samvistum árið...“ B. „Þau slitu samvistir árið...“ Með fyrirfram þak...
Er rangt að segja „við förum erlendis“?
Upprunlega spurningin hljóðaði svona: Er að velta fyrir mér notkun á orðinu "erlendis" Það var pistill á Rás 1 fyrir nokkru þar sem farið var yfir notkun á þessu orði. Þar var talið rangt að segja, "við förum erlendis", það ætti að segja til útlanda eða utan. Hvað er rétt í þessu máli, þessu hefur nefnilega ...
Hvers konar „brögð“ eru í orðinu trúarbrögð?
Upprunalega spurningin hljómaði svona: Hvaðan kemur orðið „trúarbrögð“. Brögð hljómar eins og það séu einhver töfrabrögð eða galdrar. Af hverju varð þetta orð til á Íslandi. Orðið „trú“ hljómar virðulegra en þegar búið er að bæta við orðinu „brögð“. Orðmyndirnar trúbrögð og trúarbrögð þekkjast þegar í fornu ...
Hvers vegna er aðeins hægt að rispa demanta með öðrum demöntum?
Við höfum eflaust öll tekið eftir því að sum efni rispast auðveldlega meðan önnur efni þola meira. Þegar tveimur föstum efnum með mismunandi hörku er nuddað saman rispast efnið sem er mýkra. Ekki er alltaf augljóst hvort efnið er harðara fyrr en á reynir. Fullkominn demantur er harðasta náttúrulega efnið sem um ge...
Hvað getið þið sagt mér um Dalvíkurskjálftann 1934?
Laugardaginn 2. júní 1934 fannst mikill jarðskjálfti á Norðurlandi um klukkan 12:43 að íslenskum tíma, sem mældist 6,2 að stærð (MS).[1] Hans varð vart allt frá Búðardal í vestri að Vopnafirði í austri, en snarpastur var hann á Dalvík þar sem miklar skemmdir urðu. Mikið tjón varð einnig í öðrum byggðum næst skjálf...
Hvenær kom orðið stétt inn í íslensku?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan og hvenær kom orðið stétt í íslenskuna - bæði í merkingunni gangstétt og stéttarvitund o.fl.? Orðið stétt þekktist þegar í fornu máli. Í fornmálsorðabók Johans Fritzners (1896:541–542) eru nefndar nokkrar merkingar. Far sem gangandi gerir með skrefum sínum, og er þar ví...
Hversu litlir eru hlutir á nanóskala?
Vísindavefnum berast oft spurningar um ýmislegt sem viðkemur nanótækni. Margir eiga erfitt með að átta sig á stærð eða öllu heldur smæð hluta á nanóskala enda eru stærðir þar minni en við eigum að venjast úr daglega lífinu. Oft fáum við einnig spurningar um það hversu smáar mælieiningar geta orðið og við eigum ...
Hvað er fimmarma stjarna, fyrir hvað stendur hún?
Fimmarma stjarna, pentagram eða fimmyddingur er mynduð úr fimm jafnlöngum strikum sem dregin eru þannig að eitt horn stjörnunnar vísar beint upp, tvö til hvorrar hliðar og tvö á ská niður á við. Pentagramið er einnig nefnt á latínu: Pentangulum eða pentaculum, signum pythagoricum (tákn Pýþagórasar), signum Hygieia...
Hvað eru nanóþræðir eða nanóvírar?
Nanóþræðir eða nanóvírar eru grannir vírar, allt frá örfínum atómkeðjum upp í víra með þvermál mælt í hundruðum nanómetra. Þannig er nafn nanóþráða einmitt dregið af þvermáli þeirra. Nanóvírarnir geta orðið mjög langir, oft 1000 sinnum lengri en þvermálið. Nanóvírar koma fyrir sem málmar, hálfleiðarar og einangrar...