Hvaðan og hvenær kom orðið stétt í íslenskuna - bæði í merkingunni gangstétt og stéttarvitund o.fl.?Orðið stétt þekktist þegar í fornu máli. Í fornmálsorðabók Johans Fritzners (1896:541–542) eru nefndar nokkrar merkingar.
- Far sem gangandi gerir með skrefum sínum, og er þar vísað í Heilagra manna sögur.
- Stiklusteinn, dæmið er fengið úr 58. kafla Grettis sögu: „Þeir Grettir og Björn lögðust í einu eftir allri Hítará ofan frá vatni og út til sjávar. Þeir færðu stéttir þær í ána, er aldrei síðan hefur úr rekið ...“ (stafsetningu breytt) (ÍF 1936: 188–189).
- Steinar sem lagðir eru til að stíga á. Dæmi er fengið úr Sturlungu.
- Þrep.
- Virðing, þjóðfélagsstaða (einnig í myndinni stétt(u)r ‘staða tign, þjóðfélagsstétt).
- Fótur undir keri eða öðru slíku.
- Hellu- eða steinlögð gangbraut meðfram akvegi, einnig gangbraut heim að húsi eða yfir bæjarhlað.
- Fótur, fótflötur á bikar, kaleik, glasi e.þ.h.
- Tappi í áfyllingargatá tóbaksbauk.
- Hópur manna sem hefur svipaða stöðu í framleiðslu- og þjóðfélagskerfinu, fæst við sömu störf, hefur svipaða lífshætti og fjárhagsafkomu.
- Ásgeir Blöndal Magnússon 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
- ÍF 1936 = Grettis saga Ásmundarsonar. Guðni Jónsson gaf út. Íslenzk fornrit. 1936. VII. bindi. Hið íslenzka fornritafélag.
- Íslensk orðabók. 2002. Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt. Ritstjóri Mörður Árnason. M–Ö. Bls. 1468–1469. Edda, Reykjavík.
- Johan Fritzner. 1896. Ordbog over det Gamle norske Sprog. Tredie Bind: R–Ö. Bls. 541–542. Den nordiske Forlagsforening, Kristiania.
- A photo of trees on the wide walking path along the quay of Prins Hendrikkade in Amsterdam - Wikimedia Commons. (Sótt 11.1.2024)