Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 577 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að segja að maður sé staddur í Siglufirði eða á Siglufirði?

Á Vísindavefnum er til svar við spurningunni Hvenær á að nota í og hvenær á með staðanöfnum? Í svarinu er vitnað í grein eftir Árna Björnsson sem nefnist „Forsetningar með staðanöfnum” (Íslenskt málfar, Almenna bókafélagið 1992, bls. 291-318). Í greininni bendir Árni á að að um nöfn kaupstaða eða annarra þéttbýlis...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna varð fyrsti maí fyrir valinu sem „baráttudagur verkalýðsins“?

Líklegt er talið að fyrsti maí hafi orðið fyrir valinu sem alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins vegna þess að til forna voru haldnar almenningshátíðir á þessum degi. Af þeim sökum hafði dagurinn á sér alþýðlegan blæ og meðal annars má nefna að kirkjum og konungum gekk illa að gera hann að kristnum hátíðisdegi. Á ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær voru bananar fyrst ræktaðir á Íslandi?

Bananar eru ræktaðir í hitabeltisumhverfi en þess utan er unnt að rækta banana í þar til gerðum gróðurhúsum. Í júlímánuði árið 1939 flutti Hlín Eiríksdóttir fyrst allra Íslendinga bananaplöntur til Íslands frá Englandi. Bananana ræktaði hún í Laugardal í Reykjavík í garðyrkjustöð sem hún átti með föður sínum. Á...

category-iconVísindi almennt

Hvað er svona merkilegt við daginn eftir hvítasunnu?

Sami spyrjandi spurði líka um þetta: Þar sem ekki er aðskilnaður ríkis og kirkju hér, get ég svo sem skilið hvers vegna hvítasunnan er frídagur (enda líka sunnudagur hvort sem er) en hvers vegna er næsti dagur á eftir líka frídagur, með tilheyrandi lokunum á opinberum stofnunum og öllum þeim óþægindum sem því ...

category-iconHugvísindi

Hverjir byrjuðu að temja hesta og hvenær var það? Voru það Súmerar?

Nær víst er talið að menn hafi veitt sér villihesta til matar á síðustu skeiðum ísaldar áður en farið var að temja þá. Hesturinn var svo að öllum líkindum fyrst taminn í Evrasíu við lok nýsteinaldar, eða fyrir 5-6000 árum síðan, af arískum hirðingum sem bjuggu á steppum við Kaspíahaf og Svartahaf. Einnig bendir þó...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju eru hár mismunandi á litinn?

Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni: Hvaða munur er á ljósu og dökku hári? kemur eftirfarandi fram: Hárlitur stafar af litarefninu melaníni sem er myndað af litfrumum í merg hársekks. Eftir myndun færist melanínið í hárrótina, það er að segja þann hluta hárs sem er undir húðþekju og síðan upp í hárs...

category-iconÞjóðfræði

Hver er munurinn á trölli og skessu?

Í stuttu máli eru skessur tröll, en tröll eru ekki öll skessur. Samkvæmt Íslenskri orðabók er tröll (í þjóðsögum) risi, jötunn, stórvaxin ómennsk vera í mannsmynd. Skessa er hins vegar tröllkona, sem sagt kvenkyns tröll. Þetta sama má sjá í Íslensku vættatali Árna Björnssonar en þar segir: Orðið tröll er sky...

category-iconTrúarbrögð

Hver eru inntökuskilyrðin í Himnaríki?

Handan heimsins, rúms og tíma, er til Guð og ímyndað aðsetur hans má kalla himna. En þegar spurt er hvort Himnaríki sé til og hverjir komist þangað er sennilega einnig verið að spyrja um staðinn sem börnum er kennt að afi þeirra og amma fari til eftir dauðann, og dveljist þar með Guði. Þessi heimur er sá sem Jesús...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hverjir rannsaka eldgos?

Eldfjallafræði er þverfagleg fræðigrein þar sem vísindamenn með margvíslegan bakgrunn leggjast á eitt við rannsóknir á eldvirkni. Jarðvísindamenn eru stærsti hópurinn og þeir fást við rannsóknir á öllum hliðum eldgosa. Aðrir sem koma að rannsóknum eldgosa eru til dæmis líffræðingar, sagnfræðingar og læknar sem ran...

category-iconHeimspeki

Við hvað geta heimspekingar unnið annað en heimspekikennslu?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvaða starfsmöguleikar eru fyrir heimspeking? Menn hafa óralengi glímt við spurningar eins og: Hvers vegna erum við til? Höfum við frjálsan vilja? Er til sál? Hvað er siðferði? Heimspeki reynir með kerfisbundnum hætti að svara slíkum grundvallarspurningum um lífið og tilveru...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur sá háttur að nota orðið skúr í karlkyni, þá þegar talað er um rigningarskúr?

Ýmis orð í íslensku máli eru notuð í fleiri en einu kyni og er notkunin oft svæðisbundin. Bæði karlkyns og hvorugkyns eru til dæmis orðin fress, hor, hrís, kögur, plús, sykur. Kvenkyns og hvorugkyns eru til dæmis bjúga, hnoða, hveiti, jógúrt, saft, smíði, tál, þúsund. Í þremur kynjum eru skurn og vikur. Kvenkyns o...

category-iconHugvísindi

Hvaða ár var næstsíðasta aftaka á Íslandi? Hver var tekin af lífi og hvar?

Næstsíðasta aftaka á Íslandi fór fram í Skagafirði sumarið 1790, nánar tiltekið í Helluhólma í Héraðsvötnum. Helluhólmar eru raunar ekki til lengur en farvegur Héraðsvatna breyttist um 1800. Kona að nafni Ingibjörg Jónsdóttir hafði verið fundin sek og dæmd til dauða vegna dulsmáls, það er fætt barn á laun. Ing...

category-iconHugvísindi

Hver var röksemdafærsla Jóns Sigurðssonar fyrir aukinni sjálfstjórn Íslendinga?

Jón Sigurðsson (1811-1879) hafði engin bein tengsl við frönsku byltinguna sem hófst í París árið 1789. Hins vegar er óhætt að fullyrða að hann hafi verið undir hugmyndafræðilegum áhrifum frá byltingunni og því megi tala um óbein tengsl Jóns við hana. Byltingin markaði óneitanlega djúp spor í sögu Vesturlanda, en þ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er Liecht­enst­ein ekki íslenskað eins og önnur landanöfn?

Í spurningunni kemur réttilega fram að landanöfn séu almennt íslenskuð. Reyndar er vissara að gera hér þann fyrirvara að hugtökin land og landaheiti geta reynst aðeins víðari en hugtökin ríki og ríkjaheiti. Enda þótt Wales og Færeyjar séu lönd, og tefli til dæmis fram landsliðum í Evópukeppnum, þá heyra þau upp að...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver verður líkleg staða jökla hérlendis eftir 50 ár miðað við óbreytta þróun?

Haldist loftslag næstu 50 ár svipað því sem var að meðaltali á 20. öld verða jöklar á Íslandi minni um miðja 21. öld en þeir eru nú - bæði að flatar- og rúmmáli. Fannir og margir smáir daljöklar til fjalla munu hverfa, en stóru hveljöklarnir (Vatnajökull, Hofsjökull, Langjökull og Mýrdalsjökull) verða enn á sínum...

Fleiri niðurstöður