Í lögþingsdóminum yfir Ingibjörgu komu þessi orð fram:
[Ingibjörg skyldi] missa sitt höfuð með öxi og höfuðið uppsetjast á stjaka, en kroppurinn grafast á aftökustaðnum.En um aftökuna hefur Gísli Konráðsson þetta að segja:
Hjó Þorleifur hana og tókst það liðlega. Er það síðan að orðum haft eftir Þorleifi: „Fór nú ekki nógu vel, sýslumaður góður?“ Hann var síðan böðull kallaður, og sagði það oft síðan, að fyrir þætti sér lítið að höggva menn.Þess skal getið að um 1805 átti að taka Steinunni og Bjarna frá Sjöundá af lífi. Dómur hafði verið kveðinn upp en sagan segir að enginn hæfur böðull hafi fundist til verksins. Þau sluppu þó ekki betur en svo að Steinunn andaðist síðar í fangelsinu í Reykjavík, áður en til aftöku kom, en Bjarni var færður til Noregs þar sem hann var tekinn af lífi. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvenær var síðasta aftakan á Íslandi? eftir Gunnar Karlsson
- Þegar einhver drap einhvern á víkingatímanum var hann síðan oftast líflátinn. Hvernig var það gert? eftir ÞV
- Hvar er dauðarefsing leyfð? Hvers vegna er henni beitt? Fækkar hún glæpum? eftir Helga Gunnlaugsson
- Páll Sigurðsson. 1992. Svipmyndir úr réttarsögu. Bókaútgáfan Skjaldborg, Reykjavík.
- Upplýsingar frá Páli Sigurðssyni um Steinunni og Bjarna af Sjöundá.
- Mats:Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. Sótt 14.7.2010.