Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða ár var næstsíðasta aftaka á Íslandi? Hver var tekin af lífi og hvar?

Ívar Daði Þorvaldsson

Næstsíðasta aftaka á Íslandi fór fram í Skagafirði sumarið 1790, nánar tiltekið í Helluhólma í Héraðsvötnum. Helluhólmar eru raunar ekki til lengur en farvegur Héraðsvatna breyttist um 1800.

Kona að nafni Ingibjörg Jónsdóttir hafði verið fundin sek og dæmd til dauða vegna dulsmáls, það er fætt barn á laun. Ingibjörg kenndi sýslumanni, Vigfúsi Scheving, um dóm sinn en sá hafði raunar skrifað konungi bréf og leitast við að koma Ingibjörgu hjá aftöku en honum varð ekki kápan úr því klæðinu. Böðullinn hét Þorleifur Andrésson en hann hafði sjálfur gerst sekur um brot. Með því að taka þetta verk að sér komst hann hjá hýðingu.


Hér má sjá Héraðsvötn.

Í lögþingsdóminum yfir Ingibjörgu komu þessi orð fram:

[Ingibjörg skyldi] missa sitt höfuð með öxi og höfuðið uppsetjast á stjaka, en kroppurinn grafast á aftökustaðnum.

En um aftökuna hefur Gísli Konráðsson þetta að segja:

Hjó Þorleifur hana og tókst það liðlega. Er það síðan að orðum haft eftir Þorleifi: „Fór nú ekki nógu vel, sýslumaður góður?“ Hann var síðan böðull kallaður, og sagði það oft síðan, að fyrir þætti sér lítið að höggva menn.

Þess skal getið að um 1805 átti að taka Steinunni og Bjarna frá Sjöundá af lífi. Dómur hafði verið kveðinn upp en sagan segir að enginn hæfur böðull hafi fundist til verksins. Þau sluppu þó ekki betur en svo að Steinunn andaðist síðar í fangelsinu í Reykjavík, áður en til aftöku kom, en Bjarni var færður til Noregs þar sem hann var tekinn af lífi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Páll Sigurðsson. 1992. Svipmyndir úr réttarsögu. Bókaútgáfan Skjaldborg, Reykjavík.
  • Upplýsingar frá Páli Sigurðssyni um Steinunni og Bjarna af Sjöundá.

Mynd:

Höfundur

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.8.2010

Spyrjandi

Jóhanna Erla Pálmadóttir

Tilvísun

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvaða ár var næstsíðasta aftaka á Íslandi? Hver var tekin af lífi og hvar?“ Vísindavefurinn, 4. ágúst 2010, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=56617.

Ívar Daði Þorvaldsson. (2010, 4. ágúst). Hvaða ár var næstsíðasta aftaka á Íslandi? Hver var tekin af lífi og hvar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=56617

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvaða ár var næstsíðasta aftaka á Íslandi? Hver var tekin af lífi og hvar?“ Vísindavefurinn. 4. ágú. 2010. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=56617>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða ár var næstsíðasta aftaka á Íslandi? Hver var tekin af lífi og hvar?
Næstsíðasta aftaka á Íslandi fór fram í Skagafirði sumarið 1790, nánar tiltekið í Helluhólma í Héraðsvötnum. Helluhólmar eru raunar ekki til lengur en farvegur Héraðsvatna breyttist um 1800.

Kona að nafni Ingibjörg Jónsdóttir hafði verið fundin sek og dæmd til dauða vegna dulsmáls, það er fætt barn á laun. Ingibjörg kenndi sýslumanni, Vigfúsi Scheving, um dóm sinn en sá hafði raunar skrifað konungi bréf og leitast við að koma Ingibjörgu hjá aftöku en honum varð ekki kápan úr því klæðinu. Böðullinn hét Þorleifur Andrésson en hann hafði sjálfur gerst sekur um brot. Með því að taka þetta verk að sér komst hann hjá hýðingu.


Hér má sjá Héraðsvötn.

Í lögþingsdóminum yfir Ingibjörgu komu þessi orð fram:

[Ingibjörg skyldi] missa sitt höfuð með öxi og höfuðið uppsetjast á stjaka, en kroppurinn grafast á aftökustaðnum.

En um aftökuna hefur Gísli Konráðsson þetta að segja:

Hjó Þorleifur hana og tókst það liðlega. Er það síðan að orðum haft eftir Þorleifi: „Fór nú ekki nógu vel, sýslumaður góður?“ Hann var síðan böðull kallaður, og sagði það oft síðan, að fyrir þætti sér lítið að höggva menn.

Þess skal getið að um 1805 átti að taka Steinunni og Bjarna frá Sjöundá af lífi. Dómur hafði verið kveðinn upp en sagan segir að enginn hæfur böðull hafi fundist til verksins. Þau sluppu þó ekki betur en svo að Steinunn andaðist síðar í fangelsinu í Reykjavík, áður en til aftöku kom, en Bjarni var færður til Noregs þar sem hann var tekinn af lífi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Páll Sigurðsson. 1992. Svipmyndir úr réttarsögu. Bókaútgáfan Skjaldborg, Reykjavík.
  • Upplýsingar frá Páli Sigurðssyni um Steinunni og Bjarna af Sjöundá.

Mynd:...