Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 882 svör fundust
Eru til lög um atvinnuréttindi manna? Hvernig hljóða þau?
Ein grundvallarreglan í íslenskri stjórnskipun og víða annarstaðar í hinum vestræna heimi er að menn ráði við hvað þeir starfa og að mönnum sé frjálst að stunda þá atvinnu sem þeim sýnist, þó innan ákveðinna marka. Til grundvallar þessu atriði í íslenskri stjórnskipun er 75. gr. stjórnarskrárinnar um atvinnufrelsi...
Hver fann upp brauðristina?
Forn-Egyptar fundu upp á brauðgerð fyrir um 6.000 árum og listin að rista brauð breiddist út meðal margra menningarhópa eftir það. Rómverjar borðuðu mikið ristað brauð og innleiddu siðinn meðal þjóða sem þeir lögðu undir sig, þar á meðal á Bretlandi þaðan sem siðurinn fann sér leið til Ameríku. Til voru margskonar...
Þegar maður hellir poppbaunum í heita olíu hvers vegna springa þær ekki allar í einu?
Við bendum lesendum á svar við spurningunni Hvers vegna poppar poppkorn?. Þar kemur meðal annars fram að það eru þrír eiginleikar poppmaísins sem gera það að verkum að hægt er að poppa hann: vatnið í korninu, sterkjan sem það inniheldur og harða hýðið utan um. Allt eru þetta eiginleikar sem eru misjafnir frá ei...
Hver var hugmyndafræði íhaldsstefnunnar og hverjir voru upphafsmenn hennar? Hvert var upphaf hennar og hverjar voru afleiðingarnar?
Íhaldsstefna í núverandi mynd var fyrst sett fram í riti Edmunds Burkes um frönsku stjórnarbyltinguna, Reflections on the Revolution in France, árið 1790. Burke lagði áherslu á þróun fremur en snögg umskipti, á reynsluvit kynslóðanna fremur en einstaklingsbundna skynsemi, á virðingu fyrir venjum og siðum fremur en...
Eru íþróttameiðsl algeng meðal barna og unglinga?
Í heild sinni hljóðar spurningin svona:Eru íþróttameiðsl algeng og alvarleg meðal barna og unglinga? Ef svo er, í hvaða íþróttagreinum? Til þess að rannsaka tíðni meiðsla hjá börnum og unglingum í íþróttum þarf stórt úrtak úr mörgum greinum íþrótta. Slíkar rannsóknir hafa ekki verið framkvæmdar hér á landi þannig...
Er þekkt að börn sem alast upp í fjöltyngdu málumhverfi sýni hegðunarvandamál?
Öll spurningin hljóðaði svona: Ég á barnabarn sem er tveggja ára síðan í nóv. Móðir hans er frá Rúmeníu og talar við drenginn á rúmensku. Faðirinn er íslenskur og talar við barnið á íslensku. Drengurinn er búsettur í Danmörku og er í dönskum leikskóla og svo tala foreldrarnir ensku sín á milli. Getur barnið sýnt...
Hver er uppruni og saga hnitakerfisins?
Fræðimenn fornaldar höfðu mikinn áhuga á stjörnufræði. Babýloníumenn voru fyrstir til að þróa hnitakerfi til að lýsa staðsetningu á himinhvelinu. Stjörnufræðingurinn Ptólemaíos (um 100–178) notaði þetta hnitakerfi á 2. öld e. Kr. í bók sinni Almagest sem var meginrit um stjörnufræði um margar aldir. René Des...
Hver var Jean-Paul Sartre og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Jean-Paul Sartre fæddist 21. júní 1905 í París. Faðir hans Jean-Baptiste sem var sjóliðsforingi veiktist og dó þegar Sartre var rúmlega árs gamall. Sartre flutti þá með móður sinni Anne-Marie til móðurforeldra sinna, þar sem hann ólst upp innan um bækur afa síns Charles Schweitser. Í Orðunum1, endurminningum Sartr...
Er til eitthvert hvorugkynsorð sem er ekki eins í öllum föllum, í eintölu og fleirtölu?
Flest hvorugkynsorð beygjast eftir sterkri beygingu. Dæmi um slík orð eru land, barn, ríki. Þessi orð beygjast þannig: Nf.et. land barn ríki Þf. land barn ríki Þgf. landi barni ríki Ef. lands barns ríkis Nf.ft. lönd börn ...
Hvar er hægt að finna lista yfir íslenskar þýðingar á heitum erlendra borga?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Kaupmannahöfn, Versalir og Rúðuborg eru íslenskar þýðingar á heiti erlendra borga. Hver þýddi og hvar má nálgast tæmandi lista yfir slíkar þýðingar?Mér er ekki kunnugt um að nokkur hafi tekið saman "tæmandi" lista yfir íslenskar þýðingar á erlendum borgarheitum. Gagnlegan lis...
Hefur sjórinn alltaf verið saltur?
Það var enski vísindamaðurinn Edmond Halley (1656-1742) sem fyrstur færði að því rök að selta sjávar stafi af efnaveðrun á landi og að hin uppleystu efni berist til sjávar með straumvötnum. Hann veitti því meðal annars athygli að vötn og innhöf, sem ekkert frárennsli hafa, eru sölt. Þess vegna er það vafalaust að ...
Hvað kallast fólkið frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum á íslensku?
Sameinuðu arabísku furstadæmin kallast United Arab Emirates á ensku og á því tungumáli er orðið Emiratis notað þegar vísað er til þegnanna. Íslenskan virðist hins vegar ekki eiga neitt orð yfir íbúa landsins ef marka má lista yfir ríkjaheiti sem er að finna á vef Árnastofnunar. Listi þessi var tekinn saman af...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Sveinbjörnsdóttir rannsakað?
Sigrún Sveinbjörnsdóttir er prófessor emerita við Háskólann á Akureyri, sérsvið hennar er þroski barna og unglinga með sérstaka áherslu á próffræði og unglingsskeiðið. Sigrún hefur einkum stundað þvermenningarlegar (e. cross-cultural) samanburðarrannsóknir á unglingum með áherslu á að greina og kortleggja hegðu...
Hvernig er hægt "að bæta úr skák" og hvaðan kemur orðatiltækið?
Orðasambandið að bæta úr skák er þekkt í söfnum Orðabókar Háskólans frá miðri 19. öld. Merkingin er ‛að bæta úr einhverju’ og er orðasambandið mjög oft notað neitandi, þ.e. „það bætir ekki úr skák að ...“. Líkingin á rætur að rekja til skáktafls. Halldór Halldórsson prófessor fjallaði um orðsambandið í dokt...
Hvers vegna eru fríhafnir til?
Hér er einnig að finna svar við spurningunum: Af hverju eru tollfrjáls svæði á flugvöllum? Eru til fleiri dæmi um tollfrjáls svæði? Hlutverk skattheimtu og tollheimtu er öðrum þræði að standa straum af kostnaði við rekstur almannagæða, en almannagæði eru þau gæði kölluð sem eru of kostnaðarsöm eða óframkvæmanl...