Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver fann upp brauðristina?

Elín Carstensdóttir

Forn-Egyptar fundu upp á brauðgerð fyrir um 6.000 árum og listin að rista brauð breiddist út meðal margra menningarhópa eftir það. Rómverjar borðuðu mikið ristað brauð og innleiddu siðinn meðal þjóða sem þeir lögðu undir sig, þar á meðal á Bretlandi þaðan sem siðurinn fann sér leið til Ameríku. Til voru margskonar tangir og tól til að rista brauð yfir eldi.

Bandaríkin voru fyrst landa að væðast rafmagni seint á 19. öld en þrátt fyrir það kom brauðristin ekki strax fram á sjónarsviðið. Árið 1893 var sett upp sýning á „framtíðareldhúsinu“ í Chicago og margir nýstárlegir hlutir kynntir sem gengu fyrir rafmagni – grill, kaffikanna og fleira, en engin brauðrist. Einhverntímann á árunum milli 1900 og 1920 var rafmagnsbrauðristin svo fundin upp en ekki er vitað hver var fyrstur til þess.

Þrjú fyrirtæki eru talin meðal frumkvöðla á þessu sviði, Pacific Electric Heating Co. (síðar Hotpoint), Simplex Electric Co. og Hoskins Manufacturing. Er það verðugt verkefni sagnfræðinnar að komast að því hvert þeirra framleiddi fyrstu brauðristina. Á þriðja áratug 20. aldar kom loks fram sjálfvirka brauðristin eins og við þekkjum hana í dag, með tímastilli og sleppibúnaði sem skilar brauðinu fullkomlega ristuðu í hvert sinn!

Heimildir og myndir:



Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundur

grunnskólanemi í Brekkubæjarskóla

Útgáfudagur

17.12.2002

Spyrjandi

Víðir Einarsson, f. 1988

Tilvísun

Elín Carstensdóttir. „Hver fann upp brauðristina?“ Vísindavefurinn, 17. desember 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2962.

Elín Carstensdóttir. (2002, 17. desember). Hver fann upp brauðristina? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2962

Elín Carstensdóttir. „Hver fann upp brauðristina?“ Vísindavefurinn. 17. des. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2962>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp brauðristina?
Forn-Egyptar fundu upp á brauðgerð fyrir um 6.000 árum og listin að rista brauð breiddist út meðal margra menningarhópa eftir það. Rómverjar borðuðu mikið ristað brauð og innleiddu siðinn meðal þjóða sem þeir lögðu undir sig, þar á meðal á Bretlandi þaðan sem siðurinn fann sér leið til Ameríku. Til voru margskonar tangir og tól til að rista brauð yfir eldi.

Bandaríkin voru fyrst landa að væðast rafmagni seint á 19. öld en þrátt fyrir það kom brauðristin ekki strax fram á sjónarsviðið. Árið 1893 var sett upp sýning á „framtíðareldhúsinu“ í Chicago og margir nýstárlegir hlutir kynntir sem gengu fyrir rafmagni – grill, kaffikanna og fleira, en engin brauðrist. Einhverntímann á árunum milli 1900 og 1920 var rafmagnsbrauðristin svo fundin upp en ekki er vitað hver var fyrstur til þess.

Þrjú fyrirtæki eru talin meðal frumkvöðla á þessu sviði, Pacific Electric Heating Co. (síðar Hotpoint), Simplex Electric Co. og Hoskins Manufacturing. Er það verðugt verkefni sagnfræðinnar að komast að því hvert þeirra framleiddi fyrstu brauðristina. Á þriðja áratug 20. aldar kom loks fram sjálfvirka brauðristin eins og við þekkjum hana í dag, með tímastilli og sleppibúnaði sem skilar brauðinu fullkomlega ristuðu í hvert sinn!

Heimildir og myndir:



Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

...