Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru til lög um atvinnuréttindi manna? Hvernig hljóða þau?

Magnús Viðar Skúlason

Ein grundvallarreglan í íslenskri stjórnskipun og víða annarstaðar í hinum vestræna heimi er að menn ráði við hvað þeir starfa og að mönnum sé frjálst að stunda þá atvinnu sem þeim sýnist, þó innan ákveðinna marka. Til grundvallar þessu atriði í íslenskri stjórnskipun er 75. gr. stjórnarskrárinnar um atvinnufrelsi. Þar stendur:
Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess. Í lögum skal kveða á um rétt manna til að semja um starfskjör sín og önnur réttindi tengd vinnu.
Eins og stendur í þessu ákvæði má takmarka atvinnufrelsi manna til að vernda almannahagsmuni. Ekki skal lagður dómur á hvers almannahagsmunir krefjist en það mun væntanlega vera í þá áttina að viðhalda allsherjarreglu og þar fram eftir götunum.

Um þetta gildir einnig hin almenna regla um að frelsi eins má ekki vera um of á kostnað annarra, samanber svar Atla Harðarsonar við spurningunni Hvernig er hægt að höfða meiðyrðamál í ríki þar sem málfrelsi ríkir? Hef ég ekki leyfi til að segja hvað sem ég vil með vísun í málfrelsið? Þess konar sjónarmið koma upp þegar starfsheiti eða störf eru lögvernduð eða sérstakar menntunarkröfur eru gerðar til þeirra sem vinna ákveðin störf.

Með tilkomu EES-samningsins sem tók gildi árið 1994 er þegnum aðildarríkja EFTA og EB tryggður frjáls og óháður aðgangur til atvinnu á gildissvæði EES-samningsins. Íslendingur sem ræður sig í vinnu í Bretlandi eða Noregi nýtur þannig sömu réttinda og ríkisborgarar þeirra landa.

Höfundur

laganemi við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

9.5.2001

Spyrjandi

Atli Sigurðarson

Efnisorð

Tilvísun

Magnús Viðar Skúlason. „Eru til lög um atvinnuréttindi manna? Hvernig hljóða þau?“ Vísindavefurinn, 9. maí 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1579.

Magnús Viðar Skúlason. (2001, 9. maí). Eru til lög um atvinnuréttindi manna? Hvernig hljóða þau? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1579

Magnús Viðar Skúlason. „Eru til lög um atvinnuréttindi manna? Hvernig hljóða þau?“ Vísindavefurinn. 9. maí. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1579>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru til lög um atvinnuréttindi manna? Hvernig hljóða þau?
Ein grundvallarreglan í íslenskri stjórnskipun og víða annarstaðar í hinum vestræna heimi er að menn ráði við hvað þeir starfa og að mönnum sé frjálst að stunda þá atvinnu sem þeim sýnist, þó innan ákveðinna marka. Til grundvallar þessu atriði í íslenskri stjórnskipun er 75. gr. stjórnarskrárinnar um atvinnufrelsi. Þar stendur:

Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess. Í lögum skal kveða á um rétt manna til að semja um starfskjör sín og önnur réttindi tengd vinnu.
Eins og stendur í þessu ákvæði má takmarka atvinnufrelsi manna til að vernda almannahagsmuni. Ekki skal lagður dómur á hvers almannahagsmunir krefjist en það mun væntanlega vera í þá áttina að viðhalda allsherjarreglu og þar fram eftir götunum.

Um þetta gildir einnig hin almenna regla um að frelsi eins má ekki vera um of á kostnað annarra, samanber svar Atla Harðarsonar við spurningunni Hvernig er hægt að höfða meiðyrðamál í ríki þar sem málfrelsi ríkir? Hef ég ekki leyfi til að segja hvað sem ég vil með vísun í málfrelsið? Þess konar sjónarmið koma upp þegar starfsheiti eða störf eru lögvernduð eða sérstakar menntunarkröfur eru gerðar til þeirra sem vinna ákveðin störf.

Með tilkomu EES-samningsins sem tók gildi árið 1994 er þegnum aðildarríkja EFTA og EB tryggður frjáls og óháður aðgangur til atvinnu á gildissvæði EES-samningsins. Íslendingur sem ræður sig í vinnu í Bretlandi eða Noregi nýtur þannig sömu réttinda og ríkisborgarar þeirra landa.

...