Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er til eitthvert hvorugkynsorð sem er ekki eins í öllum föllum, í eintölu og fleirtölu?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Flest hvorugkynsorð beygjast eftir sterkri beygingu. Dæmi um slík orð eru land, barn, ríki. Þessi orð beygjast þannig:

Nf.et.   land     barn     ríki

Þf.       land     barn     ríki

Þgf.     landi    barni     ríki

Ef.       lands   barns    ríkis

Nf.ft.   lönd       börn       ríki

Þf.      lönd       börn       ríki

Þgf.    löndum  börnum   ríkjum

Ef.      landa     barna     ríkja

Hvorugkynsorðum sterkrar beygingar er það sameiginlegt að nefnifall og þolfall eintölu eru eins, og nefnifall og þolfall fleirtölu sömuleiðis. Eignarfall eintölu endar á -s og þágufall og eignarfall fleirtölu hafa sömu endingar og flest önnur fallorð, það er -(j)um og -a.

Hvorugkynsorð veikrar beygingar eru fá en þeirra á meðal eru algeng orð eins og auga og eyra. Þessi orð enda í öllum föllum eintölu á -a, nefnifalli og þolfalli fleirtölu á -u, en þágufall á -um og eignarfall á -(n)a. Um þessi orð er einnig fjallað í svari Ara Páls Kristinssonar við spurningunni Í hvaða tilvikum fá orð í eignarfalli fleirtölu endinguna -na?

Það eru því aðeins hvorugkynsorð sem beygjast eftir veikri beygingu sem eru eins í öllum föllum eintölu, en þau eru ekki eins í fleirtölunni:

Nf.et.   auga     hnoða     Nf.ft.   augu     hnoðu

Þf.       auga     hnoða     Þf.      augu     hnoðu

Þgf.     auga     hnoða     Þgf.    augum   hnoðum

Ef.       auga     hnoða     Ef.      augna    hnoða

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

16.5.2000

Spyrjandi

Þura S.Garðarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er til eitthvert hvorugkynsorð sem er ekki eins í öllum föllum, í eintölu og fleirtölu?“ Vísindavefurinn, 16. maí 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=436.

Guðrún Kvaran. (2000, 16. maí). Er til eitthvert hvorugkynsorð sem er ekki eins í öllum föllum, í eintölu og fleirtölu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=436

Guðrún Kvaran. „Er til eitthvert hvorugkynsorð sem er ekki eins í öllum föllum, í eintölu og fleirtölu?“ Vísindavefurinn. 16. maí. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=436>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er til eitthvert hvorugkynsorð sem er ekki eins í öllum föllum, í eintölu og fleirtölu?
Flest hvorugkynsorð beygjast eftir sterkri beygingu. Dæmi um slík orð eru land, barn, ríki. Þessi orð beygjast þannig:

Nf.et.   land     barn     ríki

Þf.       land     barn     ríki

Þgf.     landi    barni     ríki

Ef.       lands   barns    ríkis

Nf.ft.   lönd       börn       ríki

Þf.      lönd       börn       ríki

Þgf.    löndum  börnum   ríkjum

Ef.      landa     barna     ríkja

Hvorugkynsorðum sterkrar beygingar er það sameiginlegt að nefnifall og þolfall eintölu eru eins, og nefnifall og þolfall fleirtölu sömuleiðis. Eignarfall eintölu endar á -s og þágufall og eignarfall fleirtölu hafa sömu endingar og flest önnur fallorð, það er -(j)um og -a.

Hvorugkynsorð veikrar beygingar eru fá en þeirra á meðal eru algeng orð eins og auga og eyra. Þessi orð enda í öllum föllum eintölu á -a, nefnifalli og þolfalli fleirtölu á -u, en þágufall á -um og eignarfall á -(n)a. Um þessi orð er einnig fjallað í svari Ara Páls Kristinssonar við spurningunni Í hvaða tilvikum fá orð í eignarfalli fleirtölu endinguna -na?

Það eru því aðeins hvorugkynsorð sem beygjast eftir veikri beygingu sem eru eins í öllum föllum eintölu, en þau eru ekki eins í fleirtölunni:

Nf.et.   auga     hnoða     Nf.ft.   augu     hnoðu

Þf.       auga     hnoða     Þf.      augu     hnoðu

Þgf.     auga     hnoða     Þgf.    augum   hnoðum

Ef.       auga     hnoða     Ef.      augna    hnoða...