Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2962 svör fundust

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað voru vökulögin og af hverju voru þau sett?

Skömmu eftir aldamótin 1900 tóku Íslendingar að veiða fisk á togurum. Fyrsti togarinn sem var gerður út frá Íslandi og í eigu Íslendinga hét Coot og fór fyrst til veiða árið 1905. Árið 1911 höfðu landsmenn eignast tíu togara, árið eftir 20; árið 1920 urðu þeir 28. Togararnir voru miklu stærri skip en höfðu verið n...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Teljast bjargdúfur til villtra íslenskra fuglategunda?

Þeir sem búa í þéttbýlinu á Suðvesturlandi þekkja flestir dúfur (Columbidae) sem réttilega eru kallaðar húsdúfur og hafa haldið til á torgum og götum í Reykjavík í áratugi. Húsdúfan er afkomandi villtra dúfna sem nefnast bjargdúfur. Þessar villtu frænkur húsdúfnanna hafa numið hér land og ættu því að teljast rétti...

category-iconLandafræði

Hvað er vitað um örnefnin Fagridalur og Fagradalsfjall á Reykjanesskaga?

Fagradalsörnefni hafa verið mikið í umræðunni undanfarið í kjölfar eldgoss í Geldingadölum, en lítið hefur þó farið fyrir sjálfum Fagradal sem er norðan undir Fagradalsfjalli. Honum hefur verið lýst sem uppblásnu landi eða aurmelum, en svæðið hefur í seinni tíð einfaldlega verið kallað Aurar af heimamönnum ef mark...

category-iconLandafræði

Hvar er landið Katar?

Katar (e. Qatar) er ríki á Katarskaga við suðvestanverðan Persaflóa en skagi þessi gengur norður úr austurströnd Arabíuskaga. Katarskagi er um 160 km að lengd frá norðri til suðurs og um 80 km að breidd frá austri til vesturs. Flatarmál Katar eru tæplega 11.500 ferkílómetrar eða um 1/9 af flatarmáli Íslands. Kat...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju var Jón Gerreksson biskup drepinn og hver var þar að verki?

Jöns Gerekesson Lodehat, eða Jón Gerreksson eins og Íslendingar hafa jafnan kallað hann, var danskur aðalsmaður, fæddur um 1378. Um þrítugt varð hann erkibiskup í Uppsölum í Svíþjóð, vafalaust að undirlagi Danakonungs, Eiríks af Pommern, sem ríkti þá jafnframt yfir Svíþjóð, því að vinátta var með þeim konungi og J...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er „enska öldin“ og hvað einkenndi hana á Íslandi?

Þegar talað er um „ensku öldina“ á Íslandi er átt við tímabilið frá því skömmu eftir 1400 til um 1500, þá var Ísland á áhrifasvæði Englendinga og stundum réðu þeir hér lögum og lofum. Grundvöllur Íslandssiglinga Englendinga voru tækniframfarir í skipasmíðum og siglingatækni. Skip Englendinga voru tví- og jafnve...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna hefur Náttfara ekki verið hampað sem fyrsta landnámsmanninum?

Landnámabók er vanalega skilin svo að Náttfari sá sem varð eftir nyrðra, þegar Garðar Svavarsson hvarf af landi brott, hafi numið land á undan Ingólfi Arnarsyni. Ari fróði nefnir ekki Náttfara í Íslendingabók en segir að Ingólfur færi fyrst í könnunarferð til landsins og kæmi svo aftur nokkrum vetrum síðar, beinlí...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er útrýming dýrategunda alltaf manninum að kenna?

Spyrjandi bætir við:Hvaða dýrategundum hefur maðurinn útrýmt og hverjar hafa bara bókstaflega dáið út? Vegna breytts loftslags til dæmis? Þessari spurningu er ekki auðsvarað því að margir þættir geta legið að baki útrýmingu dýrategunda. Þó má ætla að sú útrýmingaralda sem við upplifum nú um stundir megi rekja bei...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Mannsnafnið Orri er sagt fuglsheiti. Hvernig fugl er orrinn?

Orrar (Tetrao tetrix, e. black grouse) eru hænsnfuglar (Galliformes) af orraætt (Tetraonidae) líkt og rjúpan, en dæmi um aðra hænsnfugla eru nytjahænur, fasanar og kalkúnar. Karlfuglinn er kallaður karri og hann er 49-55 cm að lengd, með svartan fjaðurham fyrir utan rauðleitar augabrúnir, hvítar rendur á vængj...

category-iconÞjóðfræði

Hvaðan eru eyrnamörk á búfénaði?

Eignarmörk voru hvarvetna nauðsynleg þar sem búfé gekk sjálfala um lengri eða skemmri tíma. Einfaldast var að skera með ýmsum hætti í eyru dýranna eða brennimerkja þau sem voru hyrnd. Einnig voru viðarmörk eðlileg þar sem rekavið bar á fjöru tiltekinnar jarðar og ekki voru strax tök á að hirða hann. Jafnvel þótti ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Mega Megas og Britney Spears 'stíga á stokk' og halda tónleika?

Spurningin í heild sinni hljóðaði nokkurn veginn svona:Við erum að velta ýmsu fyrir okkur sem er í fjölmiðlum þessa dagana. En nú má sjá að margir tónlistarmenn eru að farnir að stíga á stokk. Er þetta málvilla eða geta Megas og Britney Spears stigið á stokk og haldið tónleika?Við sjáum ekki í fljótu bragði að það...

category-iconHugvísindi

Hvaðan er orðið vísindaferð komið og hvað felst í slíkri ferð?

Elsta dæmið um orðið vísindaferð er, samkvæmt ritmálsskrá Orðabókar Háskólans, frá árinu 1884 en þá kom það fyrir í tímaritinu Suðra sem Gestur Pálsson ritstýrði. Þar kemur orðið vísindaferð fyrir í tilkynningu um rit Þorvaldar Thoroddsen Ferðir á suðurlandi sumarið 1883. Í Suðra segir að Þorvaldur sé orðinnsvo ku...

category-iconVerkfræði og tækni

Hver fann upp straujárnið?

Engar heimildir eru til um það hvenær byrjað var að reyna að slétta tauefni með einhverjum aðferðum en það eru einhver þúsund ár síðan. Talið er að Kínverjar hafi verið fyrstir til að nota heita málmhluti til að strauja föt. Þeir notuðu opið málmílát með handfangi sem í voru sett heit kol. Ílátinu var svo strokið ...

category-iconJarðvísindi

Hversu stór hluti jarðar er járn?

Járn kemur fyrir í jörðinni með tvennum hætti, sem málmur (Fe) og í efnasamböndum (til dæmis oxíðið magnetít: Fe3O4 og silíkatíð ólivín: (Fe,Mg)2SiO4). Því má skilja spurninguna tvennum hætti: Að spurt sé um járnmálm (sem er 32% af massa jarðar) eða allt járn, bundið og óbundið (sem er um 39%). Skoðum hvort tveggj...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er merkilegt við prentsmiðjuna í Hrappsey á 18. öld og hvers konar rit voru prentuð þar?

Frá því að prentverk var fyrst flutt til Íslands um 1530 höfðu kirkjunnar menn - með biskupinn á Hólum í fararbroddi - stjórnað bókaútgáfu í landinu og að vonum lagt höfuðáherslu á trúarleg rit. Einokun kirkjunnar á prentun bóka var ekki aflétt fyrr en 1773 með stofnun prentsmiðju i Hrappsey á Breiðafirði og urðu ...

Fleiri niðurstöður