Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna hefur Náttfara ekki verið hampað sem fyrsta landnámsmanninum?

Helgi Þorláksson

Landnámabók er vanalega skilin svo að Náttfari sá sem varð eftir nyrðra, þegar Garðar Svavarsson hvarf af landi brott, hafi numið land á undan Ingólfi Arnarsyni. Ari fróði nefnir ekki Náttfara í Íslendingabók en segir að Ingólfur færi fyrst í könnunarferð til landsins og kæmi svo aftur nokkrum vetrum síðar, beinlínis til landnáms. Við vitum ekki af hverju Ari nefnir ekki Náttfara. Sagnir um Náttfara eru þó vafalaust nokkuð gamlar. Það má ráða af því að hans er getið í Reykdælasögu, eins og hann væri alkunnur, og telja sumir að sagan hafi verið skráð snemma á 13. öld. Er getið til að í Reykdælu sé stuðst við forna Landnámugerð og er sögnin samkvæmt því að minnsta kosti frá 12. öld. Náttfari er líka nefndur í tveimur gerðum Landnámabókar, Sturlubók, frá því fyrir 1284, og Hauksbók, líklega frá upphafi 14. aldar.

Ástæður fyrir því að Ari nefnir ekki Náttfara í Íslendingabók gætu verið annars vegar þöggun og hins vegar að hann og heimildarmenn hans hafi ekki talið hann fullgildan landnámsmann eða þóst vita að hann hafi ekki verið fyrstur í reynd. Hafi þöggun verið ætlunin hefur hún ekki tekist, nafn Náttfara rataði inn í Landnámu.

Sumir halda að Náttfari hafi ekki verið viðurkenndur sem fyrsti landnámsmaður af því að hann hafi verið þræll. Hann er þó einungis nefndur þræll í Hauksbók en hvorki í Sturlubók né Reykdælu. Sennilega er þetta eitthvað brenglað í Hauksbók enda segir þar, eins og í Sturlubók, að Náttfari hafi orðið eftir „með þræl sinn og ambátt“. Þræll sem átti þræl og ambátt – það er grunsamlegt og sjálfsagt brenglun í Hauksbók að Náttfari hafi talist vera þræll (ÍF (Íslensk fornrit) I, 35-6).

Fræðimenn lesa Landnámu þannig að Garðar hafi komið á undan Ingólfi og þar með Náttfari. Í Sturlubók segir þó: „Ingólfur var frægastur allra landnámsmanna því að hann kom hér að óbyggðu landi og byggði fyrstur landið; gerðu það aðrir landnámsmenn eftir hans dæmum“ (ÍF I, 46; líkt í Hauksbók). Þetta hefur verið ríkjandi skoðun meðal ráðamanna á 12. öld, að minnsta kosti þeirra sem komu nálægt samningu Landnámu. Engu að síður er Náttfari nefndur þar og af hverju telst hann þá ekki hafa verið fyrstur?

Sumir telja að notað hafi verið gegn Náttfara að hann hafi beitt rangri aðferð við landnámið. Í Reykdælu segir um landnám hans:
Náttfari sá, er Garðari hafði út fylgt hafði eignað sér Reykjadal áður og markað til á viði, hversu vítt hann skyldi eiga. En er Eyvindur fann hann gerði hann honum tvo kosti, að hann skyldi eiga Náttfaravík, ella alls ekki. Þangað fór Náttfari (ÍF X, 151).
Þessi sögn er líka í aðalatriðum í Sturlubók og Hauksbók (ÍF I, 276-7). Sumir fræðimenn velta fyrir sér hvort sú aðferð að eigna sér Reykjadal og merkja á viðum hafi ekki talist lögleg eða gild (Jón Jóhannesson, Íslendinga saga (1956), 21; sbr. ÍF I, 277, nm). Náttfari gat þó varla vitað hvað væri lögleg eða gild aðferð. Þetta er samt vísbending um að reynt hafi verið að gera hann tortryggilegan sem landnema. En hvað sem þessu líður telst Náttfari hafa numið land og þó hrakinn væri, var hann áfram á landinu, samkvæmt sögunni, ólíkt því sem segir um Papa sem Ari telur að hafi flæmst brott af landinu.

Eyvindur sem á að hafa hrakið Náttfara er sagður hafa verið bróðir Ketils hörska og á að hafa numið land fyrir báða þegar Ketill var enn í Noregi. Frá Katli telst kominn Konáll á Breiðumýri og er getið til að hann hafi verið heimildarmaður Ara og annarra ætlaðra höfunda Frumlandnámu um landnám Eyvindar og Ketils og einkum verið annt um heldur annarlegt landnám Ketils, viljað halda til haga hvernig það var til komið (Barði Guðmundsson, Uppruni Íslendinga (1959) 86-7). Sé eitthvað hæft í þessu mun hafa verið sama manni og skyldmennum hans hagsmunamál að gera landnám Náttfara tortryggilegt. Ekki er getið afkomenda Náttfara en einhverjir kunna þó að hafa rakið ættir til hans og hafa kannski vel getað hugsað sér að brigða land og valdið óróa meðal þeirra sem töldu sig afkomendur Eyvindar og Ketils.

Um aðild Ara að Landnámu er flest óljóst. Hafi ekki ráðið vísvitandi þöggun um Náttfara í Íslendingabók, í samráði við mektarmenn, er hugsanlegt að Ari og aðrir höfundar um landnám hafi talið sig hafa góðar og gildar ástæður fyrir því að líta ekki á Náttfara sem fyrstan, ástæður sem eru okkur duldar. Landnámsaðferðin hefur varla dugað til að hafna Náttfara sem hinum fyrsta landnámsmanni enda skal hann hafa setið áfram sem landnemi í Náttfaravík. Hins vegar er sagan á þá leið að Náttfari kom ekki gagngert til að nema land, eins og Ingólfur gerði að tali Ara. Vera má að í fyrri för sinni hafi Ingólfur talist vera fyrr á ferð en Garðar og Náttfari og því komið að „óbyggðu landi“, eins og segir í tilfærðum texta Sturlubókar („auðu landi“, segir í Hauksbók). Sumir hafa talið Garðar finna landið fyrstan norrænna manna en það hefur ekki verið skoðun Sæmundar fróða (ÍF I, 34) og Ari hefur líklega fylgt honum. Ari mun hafa talið Ingólf koma út í fyrri för sinni 867 eða svo. Af einhverjum ástæðum leggur hann áherslu á þessa fyrri för Ingólfs í fáorðri Íslendingabók sinni og má geta til að hann hafi talið landnám hefjast þá. Hann segir að landið hafi svo byggst um 870 og mun ef til vill hafa talið að þeir Garðar og Náttfari hafi ekki komið fyrr en þá. Hafi hann talið Naddoð og Flóka koma út fyrr en Ingólf hefur hann ekki litið á þá sem fullgilda landnema enda eiga þeir að hafa horfið á braut.

Þegar spurt er hvort Náttfari hafi verið til í raun, vandast málið. Bent hefur verið á að nafnið Náttfari finnist á sænskum rúnaristum og hafi verið til sem mannsnafn. Er þess þá minnst að Garðar Svavarsson á að hafa verið sænskur (Saga 1972, 81). Þórhallur Vilmundarson hefur rökstutt að Náttfari sé náttúrunafn enda heiti Náttfari ljós klettur í Náttfaravík(um) (Grímnir 1980). Helgi Þorláksson hefur bent á að kletturinn kunni að hafa tekið nafn eftir manninum Náttfara, slíks séu mörg dæmi að stöðum í náttúrunni hafi verið gefin ótengd mannanöfn (Skírnir 1978). Eftir sem áður er allt óvíst um tilvist hins ætlaða landnema, Náttfara. Það vekur hins vegar áhuga sagnfræðinga hvaða hugmyndir og skoðanir voru ríkjandi um hann og landnámið á 12. og 13. öld. Heimildarmenn um landnám í Suður-Þingeyjarsýslu, sem uppi voru á 12. öld, reyndu að gera landnám Náttfara tortryggilegt en treystu sér ekki til að neita tilvist hans. Þetta sýnir að margir hafa trúað á tilvist hans en tekur ekki af tvímæli um það hvort hann var til.

Ráðandi menn á 12. og 13. öld voru sammála um að Ingólfur hefði fyrstur byggt landið og þetta hafa Íslendingar seinni alda jafnan haft fyrir satt. Þó ekki allir. Þegar verið var að undirbúa hátíðarhöld vegna ellefu alda byggðar í landinu 1974 kom í ljós að Húsvíkingar töldu sig ekki eiga samleið með öðrum Suðurþingeyingum enda höfðu þeir haldið sérstaka hátíð 1972 til að minnast landnáms Náttfara (Indriði G. Þorsteinsson, Þjóðhátíðin 1974 II (1986), 201-2).

Árið 1974 komu norskir menn frá Noregi til Íslands á tveimur skipum sem smíðuð höfðu verið með víkingaaldarlagi, og minntust þannig ellefu alda byggðar. Annað skipanna var gefið Sjómannafélagi Húsavíkur til minningar um Náttfara, eftir því sem sagt er.

Jón Sigurðsson á Ystafelli samdi bók um Garðar Svavarsson og Náttfara til að halda minningu þeirra á lofti (Garðar og Náttfari, 1968). Hann telur að Náttfari hafi verið „fyrsti norræni landnámsmaðurinn á Íslandi“ (bls. 117). Þá er til skáldsagan Náttfari (útg. 1960) eftir Theódór Friðriksson, um umræddan landnema og þau tvö sem eiga að hafa orðið eftir á landinu með honum, og er athygli einkum beint að ambáttinni. Enn fremur er grein til um Náttfara eftir Gunnar Benediktsson (Réttur 1930) og önnur, Náttfari og ambáttin, eftir Bjartmar Guðmundsson (Eimreiðin 1941). Gunnar kallar Náttfara hiklaust fyrsta landnámsmanninn.

Ekki verður sagt að Náttfara hafi ekki verið hampað neitt og margir munu sjálfsagt minnast hans þegar færi gefst enda er forvitnilegt að víkja að sögum um hann þegar fjallað er um upphaf landnáms og skilning manna 12. og 13. aldar á því.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:
  • Björn Rúriksson. Myndin er tekin upp úr Íslandssögunni í máli og myndum. Mál og menning, Reykjavík 2005.
    Hún sýnir Náttfaravík við Skjálfanda þar sem Náttfari á að hafa sest að.

Höfundur

Helgi Þorláksson

prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

7.7.2008

Spyrjandi

Bjarni Már Magnússon

Tilvísun

Helgi Þorláksson. „Hvers vegna hefur Náttfara ekki verið hampað sem fyrsta landnámsmanninum?“ Vísindavefurinn, 7. júlí 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=48331.

Helgi Þorláksson. (2008, 7. júlí). Hvers vegna hefur Náttfara ekki verið hampað sem fyrsta landnámsmanninum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=48331

Helgi Þorláksson. „Hvers vegna hefur Náttfara ekki verið hampað sem fyrsta landnámsmanninum?“ Vísindavefurinn. 7. júl. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=48331>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna hefur Náttfara ekki verið hampað sem fyrsta landnámsmanninum?
Landnámabók er vanalega skilin svo að Náttfari sá sem varð eftir nyrðra, þegar Garðar Svavarsson hvarf af landi brott, hafi numið land á undan Ingólfi Arnarsyni. Ari fróði nefnir ekki Náttfara í Íslendingabók en segir að Ingólfur færi fyrst í könnunarferð til landsins og kæmi svo aftur nokkrum vetrum síðar, beinlínis til landnáms. Við vitum ekki af hverju Ari nefnir ekki Náttfara. Sagnir um Náttfara eru þó vafalaust nokkuð gamlar. Það má ráða af því að hans er getið í Reykdælasögu, eins og hann væri alkunnur, og telja sumir að sagan hafi verið skráð snemma á 13. öld. Er getið til að í Reykdælu sé stuðst við forna Landnámugerð og er sögnin samkvæmt því að minnsta kosti frá 12. öld. Náttfari er líka nefndur í tveimur gerðum Landnámabókar, Sturlubók, frá því fyrir 1284, og Hauksbók, líklega frá upphafi 14. aldar.

Ástæður fyrir því að Ari nefnir ekki Náttfara í Íslendingabók gætu verið annars vegar þöggun og hins vegar að hann og heimildarmenn hans hafi ekki talið hann fullgildan landnámsmann eða þóst vita að hann hafi ekki verið fyrstur í reynd. Hafi þöggun verið ætlunin hefur hún ekki tekist, nafn Náttfara rataði inn í Landnámu.

Sumir halda að Náttfari hafi ekki verið viðurkenndur sem fyrsti landnámsmaður af því að hann hafi verið þræll. Hann er þó einungis nefndur þræll í Hauksbók en hvorki í Sturlubók né Reykdælu. Sennilega er þetta eitthvað brenglað í Hauksbók enda segir þar, eins og í Sturlubók, að Náttfari hafi orðið eftir „með þræl sinn og ambátt“. Þræll sem átti þræl og ambátt – það er grunsamlegt og sjálfsagt brenglun í Hauksbók að Náttfari hafi talist vera þræll (ÍF (Íslensk fornrit) I, 35-6).

Fræðimenn lesa Landnámu þannig að Garðar hafi komið á undan Ingólfi og þar með Náttfari. Í Sturlubók segir þó: „Ingólfur var frægastur allra landnámsmanna því að hann kom hér að óbyggðu landi og byggði fyrstur landið; gerðu það aðrir landnámsmenn eftir hans dæmum“ (ÍF I, 46; líkt í Hauksbók). Þetta hefur verið ríkjandi skoðun meðal ráðamanna á 12. öld, að minnsta kosti þeirra sem komu nálægt samningu Landnámu. Engu að síður er Náttfari nefndur þar og af hverju telst hann þá ekki hafa verið fyrstur?

Sumir telja að notað hafi verið gegn Náttfara að hann hafi beitt rangri aðferð við landnámið. Í Reykdælu segir um landnám hans:
Náttfari sá, er Garðari hafði út fylgt hafði eignað sér Reykjadal áður og markað til á viði, hversu vítt hann skyldi eiga. En er Eyvindur fann hann gerði hann honum tvo kosti, að hann skyldi eiga Náttfaravík, ella alls ekki. Þangað fór Náttfari (ÍF X, 151).
Þessi sögn er líka í aðalatriðum í Sturlubók og Hauksbók (ÍF I, 276-7). Sumir fræðimenn velta fyrir sér hvort sú aðferð að eigna sér Reykjadal og merkja á viðum hafi ekki talist lögleg eða gild (Jón Jóhannesson, Íslendinga saga (1956), 21; sbr. ÍF I, 277, nm). Náttfari gat þó varla vitað hvað væri lögleg eða gild aðferð. Þetta er samt vísbending um að reynt hafi verið að gera hann tortryggilegan sem landnema. En hvað sem þessu líður telst Náttfari hafa numið land og þó hrakinn væri, var hann áfram á landinu, samkvæmt sögunni, ólíkt því sem segir um Papa sem Ari telur að hafi flæmst brott af landinu.

Eyvindur sem á að hafa hrakið Náttfara er sagður hafa verið bróðir Ketils hörska og á að hafa numið land fyrir báða þegar Ketill var enn í Noregi. Frá Katli telst kominn Konáll á Breiðumýri og er getið til að hann hafi verið heimildarmaður Ara og annarra ætlaðra höfunda Frumlandnámu um landnám Eyvindar og Ketils og einkum verið annt um heldur annarlegt landnám Ketils, viljað halda til haga hvernig það var til komið (Barði Guðmundsson, Uppruni Íslendinga (1959) 86-7). Sé eitthvað hæft í þessu mun hafa verið sama manni og skyldmennum hans hagsmunamál að gera landnám Náttfara tortryggilegt. Ekki er getið afkomenda Náttfara en einhverjir kunna þó að hafa rakið ættir til hans og hafa kannski vel getað hugsað sér að brigða land og valdið óróa meðal þeirra sem töldu sig afkomendur Eyvindar og Ketils.

Um aðild Ara að Landnámu er flest óljóst. Hafi ekki ráðið vísvitandi þöggun um Náttfara í Íslendingabók, í samráði við mektarmenn, er hugsanlegt að Ari og aðrir höfundar um landnám hafi talið sig hafa góðar og gildar ástæður fyrir því að líta ekki á Náttfara sem fyrstan, ástæður sem eru okkur duldar. Landnámsaðferðin hefur varla dugað til að hafna Náttfara sem hinum fyrsta landnámsmanni enda skal hann hafa setið áfram sem landnemi í Náttfaravík. Hins vegar er sagan á þá leið að Náttfari kom ekki gagngert til að nema land, eins og Ingólfur gerði að tali Ara. Vera má að í fyrri för sinni hafi Ingólfur talist vera fyrr á ferð en Garðar og Náttfari og því komið að „óbyggðu landi“, eins og segir í tilfærðum texta Sturlubókar („auðu landi“, segir í Hauksbók). Sumir hafa talið Garðar finna landið fyrstan norrænna manna en það hefur ekki verið skoðun Sæmundar fróða (ÍF I, 34) og Ari hefur líklega fylgt honum. Ari mun hafa talið Ingólf koma út í fyrri för sinni 867 eða svo. Af einhverjum ástæðum leggur hann áherslu á þessa fyrri för Ingólfs í fáorðri Íslendingabók sinni og má geta til að hann hafi talið landnám hefjast þá. Hann segir að landið hafi svo byggst um 870 og mun ef til vill hafa talið að þeir Garðar og Náttfari hafi ekki komið fyrr en þá. Hafi hann talið Naddoð og Flóka koma út fyrr en Ingólf hefur hann ekki litið á þá sem fullgilda landnema enda eiga þeir að hafa horfið á braut.

Þegar spurt er hvort Náttfari hafi verið til í raun, vandast málið. Bent hefur verið á að nafnið Náttfari finnist á sænskum rúnaristum og hafi verið til sem mannsnafn. Er þess þá minnst að Garðar Svavarsson á að hafa verið sænskur (Saga 1972, 81). Þórhallur Vilmundarson hefur rökstutt að Náttfari sé náttúrunafn enda heiti Náttfari ljós klettur í Náttfaravík(um) (Grímnir 1980). Helgi Þorláksson hefur bent á að kletturinn kunni að hafa tekið nafn eftir manninum Náttfara, slíks séu mörg dæmi að stöðum í náttúrunni hafi verið gefin ótengd mannanöfn (Skírnir 1978). Eftir sem áður er allt óvíst um tilvist hins ætlaða landnema, Náttfara. Það vekur hins vegar áhuga sagnfræðinga hvaða hugmyndir og skoðanir voru ríkjandi um hann og landnámið á 12. og 13. öld. Heimildarmenn um landnám í Suður-Þingeyjarsýslu, sem uppi voru á 12. öld, reyndu að gera landnám Náttfara tortryggilegt en treystu sér ekki til að neita tilvist hans. Þetta sýnir að margir hafa trúað á tilvist hans en tekur ekki af tvímæli um það hvort hann var til.

Ráðandi menn á 12. og 13. öld voru sammála um að Ingólfur hefði fyrstur byggt landið og þetta hafa Íslendingar seinni alda jafnan haft fyrir satt. Þó ekki allir. Þegar verið var að undirbúa hátíðarhöld vegna ellefu alda byggðar í landinu 1974 kom í ljós að Húsvíkingar töldu sig ekki eiga samleið með öðrum Suðurþingeyingum enda höfðu þeir haldið sérstaka hátíð 1972 til að minnast landnáms Náttfara (Indriði G. Þorsteinsson, Þjóðhátíðin 1974 II (1986), 201-2).

Árið 1974 komu norskir menn frá Noregi til Íslands á tveimur skipum sem smíðuð höfðu verið með víkingaaldarlagi, og minntust þannig ellefu alda byggðar. Annað skipanna var gefið Sjómannafélagi Húsavíkur til minningar um Náttfara, eftir því sem sagt er.

Jón Sigurðsson á Ystafelli samdi bók um Garðar Svavarsson og Náttfara til að halda minningu þeirra á lofti (Garðar og Náttfari, 1968). Hann telur að Náttfari hafi verið „fyrsti norræni landnámsmaðurinn á Íslandi“ (bls. 117). Þá er til skáldsagan Náttfari (útg. 1960) eftir Theódór Friðriksson, um umræddan landnema og þau tvö sem eiga að hafa orðið eftir á landinu með honum, og er athygli einkum beint að ambáttinni. Enn fremur er grein til um Náttfara eftir Gunnar Benediktsson (Réttur 1930) og önnur, Náttfari og ambáttin, eftir Bjartmar Guðmundsson (Eimreiðin 1941). Gunnar kallar Náttfara hiklaust fyrsta landnámsmanninn.

Ekki verður sagt að Náttfara hafi ekki verið hampað neitt og margir munu sjálfsagt minnast hans þegar færi gefst enda er forvitnilegt að víkja að sögum um hann þegar fjallað er um upphaf landnáms og skilning manna 12. og 13. aldar á því.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:
  • Björn Rúriksson. Myndin er tekin upp úr Íslandssögunni í máli og myndum. Mál og menning, Reykjavík 2005.
    Hún sýnir Náttfaravík við Skjálfanda þar sem Náttfari á að hafa sest að.
...