Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 314 svör fundust
Hvað hefur vísindamaðurinn Margrét Þorsteinsdóttir rannsakað?
Margrét Þorsteinsdóttir er dósent í lyfjagreiningu við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum rannsóknaverkefnum á sviði efnagreininga á lífvísum, umbrotsefnum og fituefnum með háhraða vökvagreini tengdum tvöföldum massagreini. Margrét hefur lagt mikla áherslu á uppbyggingu á klínís...
Hvaða rannsóknir hefur Guðrún Nordal stundað?
Guðrún Nordal er forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og prófessor við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Guðrúnar spanna vítt svið íslenskra miðaldabókmennta og liggja eftir hana fjöldi alþjóðlegra ritrýndra greina og bóka. Hún hefur fengist við rannsóknir á íslenskum m...
Hvaða rannsóknir hefur Vilhjálmur Árnason stundað?
Vilhjálmur Árnason er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og formaður stjórnar Siðfræðistofnunar. Í rannsóknum sínum hefur hann einkum fengist við efni á sviði siðfræði, tilvistarheimspeki og heimspeki samfélags og stjórnmála. Vilhjálmur hefur í ritum sínum fjallað um margvísleg viðfangsefni, oft á mörku...
Hvaða rannsóknir hefur Ólafur Þ. Harðarson stundað?
Ólafur Þ. Harðarson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og hefur kennt við skólann síðan 1980. Hann var forseti félagsvísindadeildar skólans 2001-2008 og fyrsti forseti Félagsvísindasviðs hans 2008-2013. Ólafur hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Háskóla Íslands, sat meðal annars lengi í há...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ari Trausti Guðmundsson rannsakað?
Ari Trausti Guðmundsson er jarðvísindamaður að mennt en gegnir nú störfum þingmanns Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi. Hann situr í Utanríkismálanefnd Alþingis, Umhverfis- og samgöngunefnd og er formaður Þingvallanefndar og þingmannanefndar um norðurslóðir. Ari Trausti hefur aðallega hel...
Hversu þungar geta stærstu löngur við Ísland orðið?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hversu þungar geta stærstu löngur við Ísland orðið? Þær upplýsingar sem ég hef fundið eru hlægilega rangar. Langa (Molva molva) er af þorskaætt (Gadidae) líkt og margir af okkar helstu nytjafiskum, svo sem þorskur, ufsi, ýsa og kolmunni. Hún hefur löngum verið álitin einhvers ...
Hvernig er flæði koltvíoxíðs úr lofti og í sjó háttað við Ísland?
Almennt er fjallað um flæði CO2 milli lofts og sjávar í svari við spurningunni Af hverju og hvernig fer koltvíoxíð úr loftinu og í sjóinn? og bendum við lesendum á að skoða það svar fyrst. Rannsóknir á CO2 í sjó við Ísland hófust 1983 í ársfjórðungslegum leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar til mælinga á ástandi s...
Hvaðan kemur orðið hinsegin?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur orðið hinsegin? Getur verið að það hafi upprunalega verið hins veginn? Orðið hinsegin er gamalt í málinu og talið vera einhvers konar sambræðingur úr hins vegar og (á) hinn veginn. Í Flateyjarbók frá lokum 14. aldar segir (með nútímastafsetningu): „Konungur leit t...
Hvað getið þið sagt mér um bavíana og félagskerfi þeirra?
Einnig er svarað spurningunum: Hvað vitið þið um fjallabavíana (e. chacma baboon)? Getið þið sýnt mér myndir af bavíönum? Til eru fimm tegundir bavíana. Fjórar tilheyra ættkvíslinni Papio: Gulbavíani (Papio cynocephalus), fjallabavíani (Papio ursinus), ólífubavíani (Papio anubis) og hamadrýasbavíani (Papio hama...
Hvað hélt fólk fyrr á tímum um orsakir norðurljósa?
Hugmyndir fólks um eðli og orsök norðurljósa hafa verið með ýmsu móti í gegnum aldirnar. Víðast hvar voru þau hinum ómenntaða meirihluta fólks innblástur sagna og hugmynda um hulda heima, en á hinn bóginn hafa menn lengi reynt að útskýra eðli þeirra með lögmálum náttúrunnar. Elstu hugmyndir norrænna manna í þessa ...
Hvað er útópía?
Útlenda orðið utopia er dregið af riti enska húmanistans Thomasar More (1477-1535) Utopia, sem skrifað var á latínu árið 1516. Það er myndað af grísku orðunum ou, sem merkir ‘ekki’, og topos sem er ‘staður’. Það þýðir þess vegna bókstaflega ‘enginn staður’ og hefur því verið þýtt með orðinu staðleysa. Það orð má þ...
Hvers vegna hlær fólk þegar það er kitlað?
Í svari við spurningunni Hvað er kitl og af hverju getum við ekki kitlað okkur sjálf? kemur fram að vísindamenn hafa lengi talið að þegar við erum kitluð reynum við að verjast. Eðlilegt er því að spyrja hvers vegna fólk hlær þegar það er kitlað, fyrst um varnarviðbrögð er að ræða og jafnvel merki um ótta. Þessi sp...
Getið þið sannað Goldbach-tilgátuna?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:„Sérhver slétt tala stærri en 4 er samlagning tveggja prímtalna stærri en 2.“, Getið þið reddað mér um sönnun? Í stuttu máli: Nei. Setningin sem um ræðir er kölluð Goldbach-tilgátan meðal stærðfræðinga og er eitt af frægustu óleystu vandamálum stærðfræðinnar. Saga hennar næ...
Getið þið sagt mér eitthvað um Taj Mahal?
Taj Mahal er grafhýsi sem stendur við bakka Yamuna-árinnar í borginni Agra á Norður-Indlandi. Byggingin er eitt af þekktustu verkum íslamskrar byggingarlistar og frægustu mannvirkjum heims. Taj Mahal var reist fyrir stórmógúlinn Shah Jahan (1592-1666, stórmógúll 1628-1658) til minningar um eftirlætiseiginkonu ...
Hvers vegna er innflutningur skriðdýra til Íslands bannaður?
Almennt bann hefur ríkt við innflutningi skriðdýra á borð við slöngur, skjaldbökur og eðlur frá því snemma á 9. áratug síðustu aldar. Bannið byggði upphaflega á alvarlegum sjúkdómstilfellum í fólki af völdum salmonellusmits sem rekja mátti með ótvíræðum hætti til þessara gæludýra. Árið 1983 kom upp sýking af v...