Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 653 svör fundust
Hvers vegna tóku Íslendingar upp á því að skrifa konungasögur og um hvað fjalla helstu sögurnar?
Fram til 1220 voru tvær tegundir konungasagna mest áberandi. Annars vegar voru ágripskenndar sögur þar sem sagt var frá mörgum norskum konungum. Hins vegar voru sögur einstakra konunga sem þóttu hafa sérstakt sögulegt vægi: Ólafs helga, Ólafs Tryggvasonar og Sverris. Upp úr 1220 verða til stórvaxin sagnarit þar se...
Í hverju hafa samskipti Íslands og Japans aðallega falist?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvenær fóru Japan og Ísland í opinbert stjórnmálasamband og í hverju hafa samskipti landanna helst falist? Ísland og Japan stofnuðu til opinbers stjórnmálasambands þann 8. desember árið 1956. Japanir áttu frumkvæði að viðræðunum, en Íslendingar þurftu að hugsa sig vel um áður ...
Hvað er svona merkilegt við árið 1918?
Enginn vafi leikur á því hvað Evrópubúum fyrir hundrað árum fannst merkilegast við árið 1918. Það var að í árslok ríkti loks friður milli stórveldanna. Í áramótahugvekju blaðsins Ísafoldar í janúarbyrjun 1919 mátti lesa þessi orð: Árið 1918 mun jafnan verða talið með merkustu árum veraldarsögunnar fyrir þæ...
Hvaðan kemur orðið 'fílapensill'?
Orðið fílapensill er tökuorð úr dönsku filipens. Það orð er aftur talið ummyndun úr lágþýsku fleirtölunni finnepins (et. finnepin) sem samsett er úr finne 'nabbi í húð' og pin 'pinni'. Orðið finne var einnig tekið upp í sænsku í þeirri merkingu. Bæði í þýsku og sænsku er Finne/finne nafn á þjóðinni sem byggir Finn...
Hvenær kemur orðið prjón og sögnin að prjóna fyrst fyrir í íslensku máli eða riti?
Orðið prjón og sögnin að prjóna koma hvorki fyrir sem flettur í fornmálsorðabók Johans Fritzner né í seðlasafni Stofnunar Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn með orðum úr fornu óbundnu máli. Elstu dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans um sögnina að prjóna eru frá síðari hluta 16. aldar en dæmin um prjón eru eitthvað yngr...
Á hverju byggja Danir talningu sína með orðum eins og 'halvtreds' og 'tres'?
Spyrjandi bætir því við að hann hafi spurt Dani um þetta og ekki fengið nein svör. Skemmst er frá því að segja að danska töluorðið 'tres' sem þýðir sextíu er stytting á orðinu 'tresindstyve' eða 'þrisvar sinnum tuttugu'. Orðið 'firs' stendur á sama hátt fyrir 'firsindstyve' eða 80. Við Íslendingar könnumst ...
Hvað er Austmaður?
Orðið Austmaður var í íslenskum fornsögum haft um menn frá Noregi. Í orðabók Johans Fritzners (Ordbog over det gamle norske sprog, I. bindi, bls. 100) er sú skýring við orðið Austmaður að það sé notað um menn sem bjuggu í austri og tekur Fritzner fram að Íslendingar hafi með þessu orði almennt átt við Norðmenn. Þa...
Hvað merkir að vera dannebrogsmaður?
Dannebrogsmenn nefnast danskir þegnar sem hafa hlotið dannebrogsorðuna, en það er dönsk orða sem líkja má við hina íslensku fálkaorðu. Talið er að orðan hafi verið stofnuð af Valdimar 2. sigursæla árið 1219 og hún var síðan endurreist árið 1671 af Kristjáni 5. Þá var hún nær eingöngu veitt aðlinum en frá árinu ...
Gera Íslendingar tilkall til allra nýrra eyja sem gætu myndast á Mið-Atlantshafshryggnum?
Nei, íslenska ríkið hefur ekki gert slíkt tilkall. Íslenska landhelgin er, samkvæmt 1. gr. laga nr. 41/1979 um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn, mörkuð af línu sem nær 12 sjómílur út frá svokölluðum grunnlínum. Innan grunnlínanna eru flóar og firðir landsins. Íslenska ríkið hefur fullveldisrétt yfir landhel...
Hvað eru margir Íslendingar á lífi í dag sem fæddust á 19. öld?
Samkvæmt tölum frá Hagstofunni voru alls 11 einstaklingar 102 ára og eldri á lífi í árslok 2002. Sá elsti þeirra var 107 ára og fæddist því árið 1895 eða sama ár og fyrsta eiginlega kvikmyndasýningin fór fram í París. Sama ár var Þjórsá fyrst brúuð. Heimild: Hagstofan. Mynd: mbl.is...
Hvaðan fengu Íslendingar flesta þræla sína og hvenær var þrælahald afnumið á Íslandi?
Þegar þrælar koma við íslenskar sögur og getið er um uppruna þeirra er langalgengast að þeir séu herfang víkinga, teknir á Bretlandseyjum, Skotlandi og eyjunum vestan og norðan Skotlands. Þannig segir í Landnámabók um Hjörleif Hróðmarsson, fóstbróður Ingólfs Arnarsonar, áður en hann fluttist til Íslands: „Hjörleif...
Er það rétt að Íslendingar fyrr á tíð hafi borðað lungu úr sauðfé?
Upprunalega spurnignin hljóðaði svona: Ég hef hvergi lesið að lungu úr sauðfé hafi verið notuð til matar. Voru þau ekki borðuð? Lambalungu voru borðuð á Íslandi, soðin eða steikt, súr eða reykt. Lambalungu voru meðal annars soðin heil, étin ný eða sett soðin í súr. Líka þekktist að þau væru höfð í pylsur og...
Hvert fóru Íslendingar til iðnnáms fyrr á öldum og hvaða iðngreinar lærðu þeir?
Framan af sögu Íslendinga var ekki gerður skýr greinarmunur á iðnnámi og hverri annarri þjálfun í að vinna hvers kyns verk við landbúnað eða fiskveiðar. Svolítill vísir að slíkri aðgreiningu birtist þó í Grágás, lagasafni íslenska þjóðveldisins. Þar eru ákvæði um að búlaust fólk á vinnualdri sé skyldugt að eiga he...
Hver er saga vatnsvirkjana i heiminum og hvenær byrjuðu Íslendingar að virkja vatn?
Vatnsafl hefur verið virkjað í aldaraðir, í fyrstu aðallega í gegnum svokölluð vatnshjól eða vatnsmyllur. Vatnshjól eru stór hjól með blöð eða fötur á utanverðu yfirborðinu. Þeim er komið þannig fyrir við streymandi eða fallandi vatn að vatnsstraumurinn fær hjólin til að snúast þegar vatnið streymir á blöðin eða o...
Eru allir Íslendingar eldri en tvítugir skyldugir til að borga skatta? Hvers vegna?
Í tekjuskattslögum nr. 90/2003 eru ýmis ákvæði um skattskyldu barna. Í 6. gr. laganna segir að barn, sem er innan 16 ára aldurs á tekjuárinu, sé ekki sjálfstæður skattaðili sé það á framfæri foreldra sinna og að tekjur barns skuli taldar með tekjum foreldra. Sé vafi á hvort foreldri eigi í hlut gildir sú viðmið...