Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur orðið 'fílapensill'?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið fílapensill er tökuorð úr dönsku filipens. Það orð er aftur talið ummyndun úr lágþýsku fleirtölunni finnepins (et. finnepin) sem samsett er úr finne 'nabbi í húð' og pin 'pinni'. Orðið finne var einnig tekið upp í sænsku í þeirri merkingu. Bæði í þýsku og sænsku er Finne/finne nafn á þjóðinni sem byggir Finnland, það er Finnum og er talið að það hafi haft áhrif á dönsku ummyndunina. Síðari liðurinn -pins minnti á endinguna -ens í filip-ens sem myndað er af latneska orðinu Philipensis 'þeir sem tengjast eða heyra Philip til'.


Í stað þess að kenna nabbann við Finna var hann í dönsku kenndur við Philip. Í íslensku er fyrri liðurinn lagaður að málinu með því að breyta -i- í -a-. Þannig minnir hann á orðið fíll. Síðari liðinn í filipens hafa Íslendingar litið á sem -pens í breytt honum í skiljanlegra orð, pensill. Orðið er þekkt í dönsku frá 19. öld þannig að íslenska orðið getur ekki verið mjög gamalt í málinu.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

13.3.2006

Spyrjandi

Kormákur, f. 1988, Guðrún Heimisdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið 'fílapensill'?“ Vísindavefurinn, 13. mars 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5704.

Guðrún Kvaran. (2006, 13. mars). Hvaðan kemur orðið 'fílapensill'? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5704

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið 'fílapensill'?“ Vísindavefurinn. 13. mar. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5704>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðið 'fílapensill'?
Orðið fílapensill er tökuorð úr dönsku filipens. Það orð er aftur talið ummyndun úr lágþýsku fleirtölunni finnepins (et. finnepin) sem samsett er úr finne 'nabbi í húð' og pin 'pinni'. Orðið finne var einnig tekið upp í sænsku í þeirri merkingu. Bæði í þýsku og sænsku er Finne/finne nafn á þjóðinni sem byggir Finnland, það er Finnum og er talið að það hafi haft áhrif á dönsku ummyndunina. Síðari liðurinn -pins minnti á endinguna -ens í filip-ens sem myndað er af latneska orðinu Philipensis 'þeir sem tengjast eða heyra Philip til'.


Í stað þess að kenna nabbann við Finna var hann í dönsku kenndur við Philip. Í íslensku er fyrri liðurinn lagaður að málinu með því að breyta -i- í -a-. Þannig minnir hann á orðið fíll. Síðari liðinn í filipens hafa Íslendingar litið á sem -pens í breytt honum í skiljanlegra orð, pensill. Orðið er þekkt í dönsku frá 19. öld þannig að íslenska orðið getur ekki verið mjög gamalt í málinu. ...