Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 672 svör fundust
Eru einhverjar sannanir um tilvist drauga og annarra slíkra anda?
Allar sögur af draugum eru atvikasögur, sögur af einstökum tilvikum. Draugasögur hafa tilhneigingu til að skreppa saman þegar menn ætla sér að beisla fyrirbærin með vísindalegri aðferð. Draugar gera ekki vart við sig reglulega í einhverju tilteknu orsakasamhengi. Engar óvéfengjanlegar vísindarannsóknir benda til t...
Er ekki til vindhitun þegar lofthiti fer yfir 37 stig, líkt og vindkæling annars?
Upphafleg spurning var svona: Fyrst vindkæling er til þegar vindurinn tekur burt loft sem líkaminn hitar þannig að líkaminn verður að hita upp nýtt loft (ef þetta er rangt verðið þið að leiðrétta það líka!), ætti þá ekki að vera „vindhitun“ þegar lofthiti fer yfir 37 gráður?Svarið er í stuttu máli jú; slík hitun e...
Hvað getið þið sagt mér um trjáfroska?
Trjáfroskar eru heiti froska sem tilheyra tveimur ættum, Hylidae og Rhacophoridae. Þessar ættir greinast nánar í 6 undirættir, 49 ættkvíslir og yfir 350 tegundir. Þetta er afar fjölbreyttur hópur og þrátt fyrir heitið þá lifa ekki allar tegundir hinna svokölluðu trjáfroska í trjám, heldur einnig á jörðu niðri, við...
Hvað getið þið sagt mér um Inkaborgina Machu Picchu?
Machu Picchu er virkisborg í Andesfjöllum er gnæfir yfir Urubambadalnum. Hún er um það bil 80 km fyrir norðan Cuzco sem var hin fornu höfuðborg Inkanna. Machu Picchu liggur á 13. gráðu suðlægrar breiddar í um 2400 metra hæð yfir sjó, um 1000 metrum neðar en Cuzco, og er veðurfar þar mun mildara en í Cuzco. Borgin ...
Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir stundað?
Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir er nýdoktor við Heimspekistofnun Háskóla Íslands og lektor við Listaháskóla Íslands. Samband manns og náttúru/umhverfis hefur verið helsta viðfangsefni hennar innan heimspekinnar, en það hefur leitt hana á fjölbreyttar slóðir siðfræði, fagurfræði, þekkingarfræði og verufræði. Do...
Hvaða rannsóknir hefur Árni Daníel Júlíusson stundað?
Árni Daníel Júlíusson er sérfræðingur við Hugvísindadeild Háskóla Íslands. Hann stundar einkum rannsóknir á sviði félagssögu og umhverfissögu. Hann hefur fyrst og fremst rannsakað sögu íslenska bændasamfélagsins á tímabilinu 1300-1700, en einnig bæði fyrir og eftir það. Einkum hafa þrjú svið vakið áhuga hans. H...
Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Pétursdóttir rannsakað?
Guðrún Pétursdóttir er forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun og þverfræðilegar rannsóknir og dósent í fósturfræði og lífeðlisfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands (HÍ). Sem ungur lífeðlisfræðingur tók Guðrún þátt í rannsóknum sem var ætlað að varpa ljósi á þátt erfða og umhverfis í h...
Eru allir í heiminum skyldir? Hvers vegna?
Já, allar lífverur á jörðinni eru komnar af sömu rót, sama "forföður." Samkvæmt þróunarkenningu Darwins og erfðafræði nútímans er allt líf á jarðríki komið af einni rót, frá einfrumungum sem voru hér á jörðinni fyrir um það bil 3,5-4 milljörðum ára. Allt líf einkennist af tilteknum atriðum eins og vexti...
Vaxa fílabein (skögultennur) á öllum fílum, bæði karlkyns og kvenkyns?
Til eru þrjár tegundir fíla í heiminum í dag og lifa tvær þeirra í Afríku en ein í Asíu. Afríkufíllinn eða afríski gresjufíllinn (Loxodonto africana) er stærsti núlifandi fíllinn og líka stærsta landspendýrið. Hann er 3-4 metrar upp á herðakamb og vegur 4-7 tonn, en þó er algengasta þyngdin 5,5 tonn. Í Afríku lifi...
Hvers vegna gengur sumum betur í námi en öðrum?
Hér er einnig svarað spurningu Kristínar: Hver eru helstu mótunaröflin í námi? Nám er flókið samspil líffræðilegra eiginleika og umhverfis. Maðurinn hefur meðfædda hæfileika til að læra eins og skýrt kemur fram hjá ungum börnum en umhverfið hefur mikil áhrif á hvað hann lærir og hvernig. Þegar barn fæðist býr ...
Hvert er stærsta blóm í heimi?
Stærsta blóm heims ber fræðiheitið Amorphophallus titanum (e. corpse flower eða Titan Arum) sem kannski mætti kalla hræblóm á íslensku. Blómið tilheyrir sömu ætt og algeng pottablóm af ættkvíslunum Dieffenbachia (e. dumbcane) og Philodendron en er miklu stórgerðara. Hræblómið lifir villt í regnskógum Súmötru í Ind...
Hvað tekur rotnun líks í sjó langan tíma og getur hitastig sjávar skipt þar máli?
Ekki er unnt að setja fastan tíma á niðurbrot líkama í vatni fremur en í jörðu. Þó er niðurbrot líkamsleifa í sjó eða vötnum með nokkuð öðrum hætti en líka, sem umbreytast undir beru lofti eða í jörðu og skiptir hitastig miklu máli. Líkamar manna, sem drukkna í sæ eða vötnum kólna hraðar en líkamar á þurru landi....
Af hverju deyja börn vöggudauða?
Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona:Hverjar eru helstu orsakir vöggudauða?Hvernig má koma í veg fyrir vöggudauða? Vöggudauði hefur verið skilgreindur sem skyndilegur, óvæntur og óútskýranlegur dauði heilbrigðs ungbarns á fyrsta ári, oftast við tveggja til fjögurra mánaða aldur. Tíðni vöggudauða á Íslandi er ...
Hvað getið þið sagt mér um afrísku mörgæsina?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hvaða fuglategund er þetta á myndinni? Myndin er líklega af afrísku mörgæsinni (Spheniscus demersus), en hún er stundum kölluð asna-mörgæs (e. jackass penquin) þar sem köll hennar þykja minna á hljóð í asna. Eins og nafnið gefur til kynna lifir afríska mörgæsin undan ...
Er hægt að heyra hárið og neglurnar vaxa?
Höfundur getur sér þess til að spurningin eigi rætur að rekja til þekkts barnalags: Ég heyri svo vel, ég heyri grasið gróa. Ég heyri svo vel, ég heyri snjóinn snjóa. Ég heyri svo vel, ég heyri orminn mjóa, heyri hárið vaxa, heyri neglurnar lengjast, heyri hjartað slá. En þá er spurningin, er þetta hægt í alv...