Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
En þá er spurningin, er þetta hægt í alvörunni?
Hljóðáreiti verður til þegar hreyfingar eða titringur veldur breytingum á þrýstingi í andrúmslofti, vatni eða öðru efni sem umlykur hlutinn (Goldstein, 2002). Það eru þessar þrýstingsbreytingar sem eyrað nemur og heilinn túlkar sem hljóð.
Forsendur þess að maður geti heyrt í hári og neglum vaxa er því að vöxturinn hafi áhrif á þrýsting, að þessar þrýstingsbreytingar berist eyranu og að skynfærin séu nógu næm til að nema þær. Ekkert af þessu er tiltölulega líklegt.
Hár og neglur vaxa á afskaplega löngum tíma þannig að hæpið er að vöxturinn valdi titringi í andrúmsloftinu svo nokkru nemi. Skynkerfi okkar er heldur ekki vel til þess fallið að greina hægfara breytingar á áreiti. Þetta kemur yfirleitt ekki að sök þar sem að jafnaði er mikilvægast að geta brugðist strax við snöggum breytingum í umhverfinu.
Svarið er því: Nei, það er hvorki hægt að heyra hár né neglur vaxa þar sem hvort tveggja veldur bæði litlum og hægfara breytingum á umhverfi. Skynkerfi mannsins er ekki til þess fallið að greina slíkar breytingar.
Heimildir og mynd
Goldstein, E. B. (2002). Sensation and perception. Pacific Grove, CA: Wadsworth.
Heiða María Sigurðardóttir. „Er hægt að heyra hárið og neglurnar vaxa?“ Vísindavefurinn, 5. október 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6252.
Heiða María Sigurðardóttir. (2006, 5. október). Er hægt að heyra hárið og neglurnar vaxa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6252
Heiða María Sigurðardóttir. „Er hægt að heyra hárið og neglurnar vaxa?“ Vísindavefurinn. 5. okt. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6252>.