Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Guðrún Pétursdóttir er forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun og þverfræðilegar rannsóknir og dósent í fósturfræði og lífeðlisfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands (HÍ).
Sem ungur lífeðlisfræðingur tók Guðrún þátt í rannsóknum sem var ætlað að varpa ljósi á þátt erfða og umhverfis í heilsufari. Bornir voru saman áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma hjá Íslendingum og skyldmennum þeirra, afkomendum vesturfaranna í Manitoba, Kanada, sem búið höfðu við ólíkt atlæti í 3 kynslóðir.
Á undanförnum árum hafa rannsóknir Guðrúnar beinst að áhrifum orkumannvirkja á náttúruna, áhrifum hnattrænnar hlýnunar á sjávarbyggðir, og áhrifum umhverfisbreytinga og náttúruhamfara á samfélög.
Doktorsnámið við læknadeild Háskólans í Osló fólst í grunnrannsóknum á þroskun taugakerfisins á fósturskeiði, þar sem fylgst var með þróun brauta frá heila til mænu í kornungum hænufóstrum. Þeim rannsóknum var haldið áfram eftir að heim til Íslands var komið, en þær kölluðu á flókinn tækjabúnað og meiri mannafla sérhæfðs aðstoðarfólks en raunhæft reyndist að byggja upp hér á landi á þeim tíma. Það varð úr að Guðrún venti sínu kvæði í kross og tók við starfi forstöðumanns Sjávarútvegsstofnunar HÍ, sem sinnti framhaldsnámi og rannsóknum á mörgum sviðum sjávarútvegs. Rannsóknarverkefnin voru fjölbreytt og unnin með frábæru samstarfsfólki innan og ekki síður utan HÍ. Þar má telja rannsóknir á sóknarfærum í sjávarútvegi, hönnun og smíði sjálfvirks smákafbáts (GAVIA), kortlagningu sjávarbotns á landgrunni Íslands í þrívídd, gerð spákerfis fyrir afla mismunandi fisktegunda á Íslandsmiðum, og gerð rafrænna afladagbóka (síðustu þrjú í samvinnu við Radíómiðun), einnig rannsóknir á starfsaðstæðum fiskverkafólks og sjómanna og greiningar á slysum á sjó og ýmsum leiðum til að bæta öryggi sjómanna til dæmis með öryggisstjórnunarkerfi um borð í fiskiskipum (mikil samvinna við Slysavarnaskóla sjómanna og útgerðir).
Þegar Stofnun Sæmundar fróða varð til við samruna Sjávarútvegsstofnunar og Umhverfisstofnunar HÍ, jókst breidd viðfangsefnanna. Á undanförnum árum hafa rannsóknir Guðrúnar beinst að áhrifum orkumannvirkja á náttúruna, áhrifum hnattrænnar hlýnunar á sjávarbyggðir, og áhrifum umhverfisbreytinga og náttúruhamfara á samfélög. Þar ber hæst gerð leiðbeininga um endurreisn samfélaga eftir náttúruhamfarir sem frá 2008 hafa verið notaðar af almannavörnum og öðrum viðbragðsaðilum; rannsóknir á heilsuáhrifum eldgossins í Eyjafjallajökli og áhrifum þess á flugumferð í Evrópu, og síðast en ekki síst stýrir Guðrún norræna öndvegissetrinu NORDRESS sem leiðir saman á sjöunda tug norrænna sérfræðinga um viðnámsþrótt einstaklinga og samfélaga við náttúruhamförum. Einnig hefur hún stýrt samvinnu nemenda listaháskóla og umhverfisvísindamanna í norrænu verkefni sem kallast KONNECT.
Flestar rannsóknir Guðrúnar síðustu áratugi hafa verið fjármagnaðar af ESB og NordForsk.
Guðrún hefur tekið að sér ýmis verkefni utan HÍ, til dæmis stjórnarformennsku Íslensku óperunnar, stjórnarformennsku Auðar í krafti kvenna, hún var formaður stjórnlaganefndar, sem undirbjó endurskoðun stjórnarskrár Íslands 2010-2011, og 2017 var hún skipuð formaður verkefnastjórnar 4. áfanga rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hún er formaður Styrktarsjóðs hjartveikra barna, Hollvina Grensásdeildar, og Vinafélags Gljúfrasteins.
Mynd:
Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Pétursdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 16. apríl 2019, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77413.
Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2019, 16. apríl). Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Pétursdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77413
Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Pétursdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 16. apr. 2019. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77413>.