Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 50 svör fundust
Hver eru áhrif öldrunar á taugakerfið?
Þegar áhrif öldrunar eru rannsökuð er mikilvægt að greina raunveruleg öldrunaráhrif frá þeim áhrifum sem umhverfi og sjúkdómar hafa á líffæri og líkamsstarfsemi. Sumar breytingar koma fram hjá flestum öldruðum án þess að hægt sé að skýra þær með þekktum sjúkdómi. Sennilega stafa þær eingöngu af öldruninni sjál...
Hvernig starfar boðskiptakerfi líkamans?
Boðskiptakerfi líkamans er tvíþætt. Í taugakerfinu fer boðflutningur fram með taugaboðum sem framkalla hnitmiðaðar og hraðvirkar svaranir en svonefnt innkirtlakerfi notar efnaboð til stjórnunar. Efnaboðin eru hægvirkari en taugaboð en engu að síður mikilvæg. Líkja mætti þessum tveimur stjórnkerfum við símhring...
Hvað er innkirtlakerfi?
Innkirtlakerfi er eitt af líffærakerfum mannslíkamans. Það samanstendur af svokölluðum innkirtlum (e. endocrine glands) en það eru kirtlar sem seyta afurðum sínum út í millifrumuvökva fyrir utan þá og þaðan flæða þær í blóðrásina. Opnir kirtlar eða útkirtlar (e. exocrine glands) seyta sínum afurðum aftur á móti út...
Af hverju svitnar maður þegar maður er kvíðinn eða stressaður?
Taugakerfi okkar skiptist í miðtaugakerfi, sem er heili og mæna, og úttaugakerfi sem eru taugarnar sjálfar. Úttaugakerfið skiptist síðan í viljastýrða taugakerfið sem stjórnar beinagrindarvöðvum og sjálfvirka taugakerfið sem stjórnar hjartavöðvanum, sléttum vöðvum og kirtlum. Sjálfvirka taugakerfið skiptist enn fr...
Geturðu útskýrt fyrir mér boðspennu í frumum?
Boðspenna er eitt af helstu einkennum í virkni taugafrumna. Til að átta sig á þessu fyrirbæri er nauðsynlegt að skilja að þegar taugafruman er í hvíld, það er þegar ekkert taugaboð fer um hana, er það himnuspennan sem leikur lykilhlutverkið í boðflutningi innan taugakerfisins um -70 mV. Þessi spenna nefnist hvílda...
Hvers vegna keyrir eldra fólk oft hægt?
Eins og fram kemur í svari Pálma V. Jónssonar við spurningunni Hefur hár aldur og hægari líkamsstarfsemi áhrif á það hvernig við skynjum hraða tímans? hægja ýmsar aldurstengdar breytingar á hreyfingum og viðbrögðum fólks. Hjá eldra fólki er vöðvasamdráttur hægari en hjá þeim sem yngri eru. Þetta stafar meðal an...
Hvers vegna getum við ekki stjórnað öllu taugakerfinu með viljanum?
Ég á sjálfskiptan bíl. Ég hefði getað keypt mér beinskiptan bíl fyrir minni pening en ég kaus að gera það ekki. Á sjálfskiptum bíl þarf ég ekkert að pæla í því að kúpla eða passa að renna ekki óvart aftur á bak þegar ég tek af stað í brekku. Ég læt vélbúnaðinn algjörlega um að skipta um gír þegar við á og get í st...
Hvað eru harðsperrur? Hvað veldur þeim og hvernig má draga úr þeim?
Harðsperrur eru afleiðing skemmda sem verða í vöðvum þegar þeir framkvæma vinnu. Harðsperrur koma helst þegar vöðvi myndar kraft um leið og hann lengist en það kallast eftirgefandi vöðvastarf eða bremsukraftur. Krafturinn sem einstakar vöðvafrumur geta myndað er mestur undir slíkum kringumstæðum. Vöðvasýni ú...
Finnast hættuleg eiturefni í kartöflum?
Sólanín er samheiti yfir efnin alfa-sólanín og alfa-chacónín sem eru glýkóalkalóíðar. Með alkalóíðum er átt við lífræn efni sem hafa þrígilt köfnunarefni. Glýkóalkalóíðar eru náttúruleg eiturefni sem geta myndast í kartöflum og gegna hlutverki varnarefna, það er geta varið kartöfluna fyrir ákveðnum sjúkdómum og au...
Hvað hefur vísindamaðurinn Vilmundur Guðnason rannsakað?
Vilmundur Guðnason er prófessor í erfðafræði hjarta- og æðasjúkdóma við Læknadeild Háskóla Íslands og forstöðulæknir Hjartaverndar. Rannsóknir Vilmundar hafa aðallega verið á sviði faraldsfræði og erfðafaraldsfræði. Vilmundur hefur stýrt Öldrunarrannsókn Hjartaverndar (AGES Reykjavik study) sem er ein af ítarlegus...
Hvað er vitað um taugahrörnunarsjúkdóma (ataxia) og hverjar eru helstu stofnanir í heiminum sem stunda rannsóknir á þeim?
Ataxia kallast á íslensku óregluhreyfing. Þetta orð er notað yfir ósamhæfðar og klaufalegar hreyfingar. Ataxia er ekki sjúkdómur, heldur einkenni, og getur hún verið einkenni fjölmargra taugasjúkdóma, meðal annars hrörnunarsjúkdóma. Það þarf þó ekki sjúkdóm til, því sá sem innbyrðir áfengi eða önnur efni sem bæla ...
Hvað er tvíburabróðir (graftarkýli) og hvað veldur honum?
Tvíburabróðir er graftarkýli sem myndast á sumu fólki milli rasskinna ofan á spjaldhrygg í miðlínu. Á sumu fólki er gat í húðinni milli rasskinna ofan á spjaldhrygg í miðlínu, og undir er húðklætt holrými. Þetta holrými er oft fullt af hárum sem hafa troðist þangað inn. Ef opið lokast af einhverjum ástæðum...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ólöf Guðný Geirsdóttir rannsakað?
Ólöf Guðný Geirsdóttir er dósent í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni hennar í rannsóknum eru næringarástand aldraðra ásamt rannsóknum á hvernig matur og næring hefur áhrif á farsæla öldrun. Í rannsóknum sínum hefur Ólöf skoðað samverkandi áhrifa næringar og hreyfin...
Hvað hefur vísindamaðurinn Lotta María Ellingsen rannsakað?
Lotta María Ellingsen er dósent í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands og rannsóknarlektor við Johns Hopkins-háskólann í Baltimore. Rannsóknir Lottu eru á sviði læknisfræðilegrar myndgreiningar og hefur hún meðal annars þróað sjálfvirkar myndgreiningaraðferðir fyrir segulómmyndir af heila og tölvusneiðm...
Hvað er kóbraslanga?
Kóbraslanga er samheiti yfir slöngur sem hafa þannig beinabyggingu að hálssvæðið getur flast út og myndað nokkurs konar hringlaga form. Þær búa í heitustu hlutum Afríku, Ástralíu og Asíu og eru sérstakt eftirlæti slöngutemjara vegna þess hversu hættulegar þær eru; það gerir atriðið spennandi. Allar kóbraslöngur...