Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8585 svör fundust
Af hverju verður blanda af maíssterkju og vatni að föstu efni við högg?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað veldur því að blanda af maíssterkju og vatni verður fast efni við högg og hvers vegna dansar hún á hátalara við lága tíðni? Maíssterkja blönduð með vatni er dæmi um svokallaðan ó-Newtonskan (e. non-Newtonian) vökva. Slíkur vökvi á það til að breyta þykkt (seigj...
Hvað hreyfast sameindir hratt þegar þær eru í -10°, 0° og 10° hita?
Hraði sameinda er háður hita, massa sameinda sem og formi (ham) efnisins. Hraði sameinda eykst með hita en minnkar með massa. Sameindir í vökva- eða storkuham eru ætíð í grennd við aðrar sameindir (sjá mynd 1) og verða þá fyrir krafthrifum. Mynd 1. Á myndinni sést dæmigerð sameindabygging fastefnis til vinstri ...
Hvernig leysist salt (NaCl) upp í vatni?
Matarsalt Í matarsalti (NaCl) eru annars vegar jákvætt hlaðnar natrínjónir (Na+) og hins vegar neikvætt hlaðnar klórjónir (Cl-). Sterkir aðdráttarkraftar ríkja milli andstætt hlaðinna jóna og valda því meðal annars að þær raða sér á reglubundinn hátt og mynda kristall. Jákvætt hlöðnu jónirnar eru ætíð umkringda...
Af hverju er nafnið Blomkvist meitlað í klöpp á Spönginni á Þingvöllum og frá hvaða tíma er áletrunin?
Árið 1993 rak Þórarinn Þórarinsson arkitekt augun í áletrun í klöpp á Þingvöllum, þar sem gengið er út á Spöngina sem er á milli Flosagjár og Nikulásargjár. Áletrunin var uppljómuð í kvöldsólinni en reyndist þó skófum vaxin og máð og gekk því illa að lesa úr stöfunum. Mynd sem sýnir sykri stráða áletrunina á...
Hverjum er hægt að bjóða birginn?
Spurningin í heild sinni hljómaði svona: Ef maður bíður einhverjum birginn,(sem ég held að þýði að standa í hárinu á einhverjum, sem vekur svo aftur upp spurninguna hvaða hári?) hvaða birg er maður þá að bjóða? Orðasambandið að bjóða einhverjum byrginn/birginn merkir að ‘standa fast á sínu gegn einhverjum eða ...
Hvað eru stokkahraun og finnast þau á Íslandi?
Stokkahraun myndast þegar ólseig og tölulega köld andesít-, dasít- eða ríólítkvika ýtist upp úr gosrás þar sem landi hallar nægilega til þess að hraunið skríði fram undan eigin þunga. Þyngdarálagið nær þannig að yfirvinna flotmörk hraunkvikunnar og brotpol hraunskorpunnar. Hægt er að líkja myndun stokkahrauna við ...
Hversu gamalt er orðið kex í íslensku máli?
Orðið kex þekkist í málinu frá 19. öld. Það er talið tökuorð úr dönsku kiks en eldri mynd þess orðs í dönsku var keks. Danskan tók sitt orð einnig að láni. Að baki liggur fleirtala enska orðsins cake ‘kaka’, það er cakes. Kex eða kiks á dönsku. Mynd: Biscuit Plate - Flickr.com. Höfundir myndar Caro Wallis. B...
Hvað getið þið sagt mér um Pýþagóras og framlag hans til fræðanna?
Margar sögur hafa verið sagðar af gríska stærðfræðingnum Pýþagóras (um 572 - 497 f.Kr.) en tilvist hans er sveipað móðu fyrnskunnar og óvíst um sanngildi sagnanna. Hann var fæddur á Samos, ey utan við vesturströnd Litlu-Asíu sem tilheyrir nú Tyrklandi, en settist að í Króton, grískri borg á Suður-Ítalíu um 530 f.K...
Myndast árhringir í trjám sem vaxa nærri miðbaug?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvers vegna myndast ekki árhringir í trjám sem vaxa nálægt miðbaugi jarðar þar sem veðufar er stöðugt og vaxtarskilyrði nánast hin sömu allt árið? Á öllum landsvæðum heimsins þar sem árstíðarbundnar sveiflur eru í veðurfari (sumar - vetur) mynda trén árlega hringi í viðarvext...
Hvar eru eyrun á froskum?
Það er erfitt að koma auga á eyru á froskum þar sem þeir, líkt og fuglar og skriðdýr, hafa ekki ytri eyru. Hins vegar hafa þeir innri eyru en hljóðhimnan er staðsett við yfirborðið rétt fyrir aftan augun eins og sést á meðfylgjandi mynd. Hér má sjá framhluta (höfuð) frosks. Örin sem merkt er 1 bendir á hljóðhimn...
Hvað þýðir sko?
Upphrópunin sko er notuð á fleiri en einn veg. Stundum er hún ábending um að taka eftir einhverju, veita einhverju athygli og hefur þá svipaða merkingu og ‘sjáðu, líttu á’. Í þessari merkingu er upphrópunin oft notuð þegar verið er að sýna litlum börnum myndir: ,,Sko bangsann”, ,,sko boltann”. Upphrópunin er l...
Hvað geta ísbirnir verið lengi í kafi?
Hvítabirnir (Ursus maritimus) eru ágætis kafarar en kafa þó ekki sérstaklega djúpt. Rannsóknir sem hafa verið gerðar í dýragörðum benda til þess að þeir kafi mest niður á 4,5 metra dýpi, en lítið er þó vitað um hversu djúpt þeir kafa í náttúrunni. Sérfræðingar telja þó að það sé mjög hæpið að þeir fari niður fyri...
Hvaðan kemur orðið tossi eiginlega?
Orðið tossi í merkingunni ‘tornæm manneskja; flón’ þekkist í málinu frá upphafi 19. aldar. Það er fengið að láni úr dönsku tosse í sömu merkingu. Í nýnorsku er einnig til myndin tosse, tusse í merkingunni ‘heimsk kona’. Tosse í dönsku er orðið til úr eldra tusse sem aftur á rætur að rekja til myndarinnar turse...
Hvers vegna er skyr með y?
Orðið skyr er samnorrænt orð. Í færeysku er það skyr og sömuleiðis í gamalli dönsku. Í nýnorsku merkir skyr ‘staðið mjólkurþykkni, súrmjólk’ og í sænskum mállýskum er skyr, skjör notað um þunna súrmjólk. Þá er í jóskum mállýskum til orðið skørmælk um súrmjólk. Íslendingar standa gjarnan í þeirri trúa að skyr sé ...
Af hverju heitir kjallarabolla þessu nafni?
Kjallarabolla er fremur ungt orð í málinu. Elsta dæmi á vefnum Tímarit.is er úr Morgunblaðinu í júní 1995. Samkvæmt myndum og lýsingu er um að ræða rúnstykki, bæði hvít og gróf. Orðið kjallarabolla er tökuorð í íslensku, komið úr dönsku. Orðið er tökuorð í íslensku, komið úr dönsku þar sem samsvarandi brauðm...