Orðið skyr er skylt forníslensku sögninni að skerast sem notuð er um mjólk sem skilur sig í mysu og drafla. Það er einnig skylt nafnorðinu skurður. Gert er ráð fyrir því að endurgerð sameiginleg mynd sé *skurja- (* merkir að myndin sé tilbúin, ráðin af líkum) og skýrir það -y- í skyr (u > y). Mynd: The Reykjavík Grapevine. Sótt 20. 8. 2009.
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:
Hvers vegna er skyr með y? Hvað reglum lýtur stafsetning orðsins? Hver er uppruni þess?