Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1688 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Teljast bjargdúfur til villtra íslenskra fuglategunda?

Þeir sem búa í þéttbýlinu á Suðvesturlandi þekkja flestir dúfur (Columbidae) sem réttilega eru kallaðar húsdúfur og hafa haldið til á torgum og götum í Reykjavík í áratugi. Húsdúfan er afkomandi villtra dúfna sem nefnast bjargdúfur. Þessar villtu frænkur húsdúfnanna hafa numið hér land og ættu því að teljast rétti...

category-iconLæknisfræði

Hvort er betra að sitja við glugga eða gang í flugvél?

Það er mjög einstaklingsbundið hvar fólk óskar helst eftir að sitja í flugvélum og sjálfsagt hefur hver sínar ástæður fyrir því að velja einn stað frekar en annan. Það getur hins vegar skipt máli fyrir heilsuna hvar fólk situr þegar það fer í flug. Rannsóknir benda til að það sé verra fyrir heilsuna að sitja í glu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar er hægt að nálgast skrá yfir útdauð dýr?

Víða á Netinu er hægt að finna vefsíður með upplýsingum um útdauð dýr. Fyrst má nefna síðu á Wikipedia sem heitir Lists of extinct animals. Þar er að finna marga lista yfir útdauð dýr, flokkaða til dæmis eftir svæðum/heimsálfum og hópum dýra (fuglar, spendýr og svo framvegis). Í mars 2018 dó síðasta karldýrið a...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær hrygna tegundirnar þorskur, ýsa, ufsi, loðna og síld?

Af þorskfiskum sem hér er spurt um er ufsinn (Pollachius virens) fyrstur til að hrygna. Hrygningin hefst seinni hluta janúarmánaðar, nær hámarki í febrúar og er að langmestu lokið um miðjan mars. Hrygningarsvæði ufsans hér við land nær frá Lónsvík á Suðausturlandi og vestur til Látrarbjargs, en meginhrygningarsvæð...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju hafa sum karlljón engan makka?

Upprunalega spurningin var: Eru til makkalaus karlljón í Afríku eins og mannæturnar í Tsavo? Karlljón eru einu kattardýrin sem skarta makka enda er glæsilegur makki án efa eitt af því fyrsta sem kemur upp í hugann í tengslum við útlit ljóna. Makkinn nær yfir afturhluta höfuðsins, hálsinn, axlir og brjóst. H...

category-iconLífvísindi: almennt

Geta frjókorn frá alaskaösp valdið ofnæmi?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er þekkt að menn fái ofnæmi frá öspum, sbr. sumir hafa birkiofnæmi?Ef svarið er já er þá vitað hvort það sé frá sjálfum trjábolnum eða því sem öspin fellir, rekla, svif, lauf eða annað? Alaskaösp (Populus trichocarpa) er innflutt trjátegund frá vesturströnd Norður-Ameríku. Hún ...

category-iconHugvísindi

Hver var Kólumbus og hvað var svona merkilegt við hann?

Yfirleitt er talið að Kristófer Kólumbus hafi fæðst árið 1451 í hafnarborginni Genúa eða í nágrenni hennar í norðvesturhluta Ítalíu, en þjóðerni hans er nokkuð umdeilt. Kólumbus er einn kunnasti sæfari allra tíma. Hann ferðaðist mikið um Atlantshafið og Miðjarðarhafið áður en hann fór í Ameríkuferðirnar, sem hann ...

category-iconJarðvísindi

Hver er saga Deildartunguhvers?

Rétt norðan við Kleppjárnsreyki í Borgarfirði, handan Reykjadalsár, er Deildartunguhver. Hann er vatnsmesti hver í Evrópu, og raunar stundum sagður vatnsmesti hver í heimi þótt erfitt geti verið að sannreyna slíkar fullyrðingar. Hverinn er ekki aðeins merkilegur í jarðfræðilegu tilliti heldur tengist hann sögu jar...

category-iconLögfræði

Eru til lög um atvinnuréttindi manna? Hvernig hljóða þau?

Ein grundvallarreglan í íslenskri stjórnskipun og víða annarstaðar í hinum vestræna heimi er að menn ráði við hvað þeir starfa og að mönnum sé frjálst að stunda þá atvinnu sem þeim sýnist, þó innan ákveðinna marka. Til grundvallar þessu atriði í íslenskri stjórnskipun er 75. gr. stjórnarskrárinnar um atvinnufrelsi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar keisaramörgæsir?

Keisaramörgæs (Aptenodytes forsteri) er ein af 17 tegundum mörgæsa (ætt Spheniscidae) sem finnast á suðurhveli jarðar og er stærst þeirra. Fullorðnir fuglar geta verið allt að 120 cm á hæð og vega 21-40 kg. Keisaramörgæsir, foreldri með unga.Keisaramörgæsin er önnur tveggja tegunda mörgæsa sem lifa einungis á ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er áfallastreita, hvernig fá menn hana og geta geðraskanir fylgt henni?

Talað er um áfallastreitu þegar manneskja hefur orðið fyrir skelfilegri lífsreynslu, svo sem líkamsárás eða nauðgun, og sýnir viðbrögð eins og hjálparleysi, ótta eða hrylling. Áfallastreitan líður síðan oftast hjá og er ekki flokkuð sem geðröskun. Áfallastreituröskun (e. post-traumatic stress disorder, PTSD) f...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða gönur hlaupa menn í?

Gönur er kvenkynsorð sem einungis er notað í fleirtölu. Merkingin er ‘ógöngur, flan, villigötur’. Orðið er leitt af sögninni gana sem þýðir ‘ana, flana’ og er skylt nafnorðinu gan sem merkir ‘flan’. Gönur er einkum notað í föstum orðasamböndum eins og ‘hlaupa í gönur’; til dæmis er sagt um hesta að þeir fælist...

category-iconVísindafréttir

Vísindavefurinn á búlgörsku með Ásdísi Rán

Frá árinu 2007 hefur Vísindavefurinn verið í samstarfi við nokkra evrópska aðila sem miðla vísindum til almennings á Netinu. Einn þeirra heldur meðal annars úti síðu fyrir búlgörsk börn og hefur í hyggju að auka umfjöllun um nútímavísindi. Búlgörsku samstarfsaðilarnar hafa nýlega fengið leyfi til að þýða og bir...

category-iconVeðurfræði

Hvers konar veður valda snjóflóðum?

Hætta á snjóflóðum skapast oftast í tengslum við aftakaveður að vetrarlagi með mikilli snjókomu og skafrenningi. Krapaflóð falla einkum þegar hlánar og rignir snögglega niður í snjó, og aurskriður í kjölfar stórrigninga og örrar leysingar. Veðurfar er þannig einn mikilvægasti þátturinn sem segir til um ofanflóðahæ...

category-iconLandafræði

Hvað er maður lengi að labba frá Reykjanesbæ til Reykjavíkur?

Á vef Vegagerðarinnar má meðal annars finna tölulegar upplýsingar um vegalengdir milli hinna ýmsu staða á landinu. Samkvæmt þeim tölum eru 44 km frá Reykjavík til Ytri-Njarðvíkur, 46 km til Keflavíkur og 51 km til Hafna en Reykjanesbær er sveitarfélag sem stofnað var 11. júní árið 1994 með sameiningu sveitarfélaga...

Fleiri niðurstöður