Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1316 svör fundust
Hvað er svona merkilegt við Amasonfljótið og Amasonregnskóginn?
Amasonfljót er langstærsta fljót í heimi og vatnsmagnið sem fellur til sjávar er meira en samanlagt vatnsmagn úr Níl, Mississippi- og Yangtze-fljótum. Þótt áin Níl sé 250 km lengri en þeir 6400 km sem Amasonfljótið telur, er hún bara um 2,3% af heildarflæði (m3/s) Amasonfljótsins. Amasonfljótið er um 13 sinnum len...
Hvers vegna dragast sum efni saman þegar þau blotna?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Hvers vegna dragast sum efni saman þegar þau blotna, til dæmis kaðlar, snæri og ýmis vefnaður? Hvers vegna þenjast þau ekki út við að bæta við sig efni?Það er vissulega rökrétt að hugsa sem svo að efni þenjist út við að draga vatn í sig. Það er líka vel þekkt að bómullar- og næ...
Hvað getið þið sagt mér um geirnyt?
Geirnyt (Chimaera monstrosa) er aðeins eitt af nokkrum nöfnum sem til eru fyrir þessa fisktegund. Hún hefur verið nefnd hámús, hafmús, rottufiskur og jafnvel særotta. Á ensku gengur hún oftast undir heitinu „rabbit fish” eða „rat fish”. Geirnyt er brjóskfiskur og tilheyrir ætt þeirri sem nefnist hámýs (Chimaer...
Getið þið sagt mér eitthvað um beltisþara?
Beltisþari (Laminaria saccharina) telst til brúnþörunga (Fucophyceae). Hann finnst allt í kringum landið og vex neðst í fjöru og allt niður á 25 metra dýpi. Kjörbotngerð beltisþarans er malarbotn. Á heimsvísu vex hann allt í kringum norðurhvel jarðar frá Norður-Rússlandi og Skandinavíu suður til Galisíu á Spáni. B...
Hvað standa eldgos lengi?
Sum eldgos standa aðeins yfir í nokkrar klukkustundir á meðan önnur standa yfir í ár, áratugi eða jafnvel árhundruð. Í bókinni Volcanoes of the world (Simkin, T., and Siebert, L., 1994, Volcanoes of the world: Geoscience Press, Tucson, Arizona, bls. 19) eru talin upp 3.211 eldgos. Af öllum þessum eldgosum stóð...
Af hverju hafa páfuglar svona langar stélfjaðrir?
Páfugl (Pavo cristatus) er ein af tveimur tegundum páfugla af ættkvíslinni Pavo sem er innan ættar Phasianidae eða fasanaættar. Hin tegundin er grænpáfuglinn (P. muticus) sem lifir í Indókína. Páfuglinn, sem einnig er nefndur indverski páfuglinn (e. indian peafowl), er þjóðarfugl Indlands. Þar þykir hann mikil ger...
Hvort er maður sekur uns sakleysi er sannað eða saklaus uns sekt er sönnuð?
Í íslenskum rétti gildir að maður er saklaus uns sekt er sönnuð. Raunar gildir reglan í rétti allra þróaðra lýðræðis- og réttarríkja. Reglan er lögfest í 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar en einnig er hana að finna í öllum helstu mannréttindasáttmálum sem Ísland á aðild að. Þá er mælt fyrir um mikilvægan þátt hen...
Er klónun manna lögleg á Íslandi?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Eru til lög um klónun manna á Íslandi? Er klónun manna lögleg á Íslandi?Eins og fram kemur í svari Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Hvað er klónun? merkir klónun eða einræktun fjölgun frumna eða lífvera sem eru erfðafræðilega eins. Með hugtakinu er átt við það þegar l...
Ef einstaklingur er gerður gjaldþrota á Íslandi gildir það þá um önnur lönd líka?
Hafi bú einstaklings verið tekið til gjaldþrotaskipta kallast sá einstaklingur þrotamaður samkvæmt lögum nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Íslenskur úrskurður um gjaldþrotaskipti gildir almennt ekki í öðrum löndum með sama hætti og hér á landi, sbr. 1. mgr. 6. gr. nefndra laga. Þar kemur fram að heimilt s...
Hvaða réttaráhrif hafa diplómatísk vegabréf?
Ríki gefa yfirleitt út tvennskonar vegabréf fyrir ríkisborgara sína, annarsvegar almenn vegabréf og hinsvegar "opinber vegabréf". Hin síðarnefndu skiptast í tvo flokka: diplómatísk vegabréf og þjónustuvegabréf. Um almenn vegabréf gilda lög nr. 136/1998. Í 2. mgr. 1. gr. laganna segir að utanríkisráðuneytið ge...
Er leyfilegt að hljóðrita símtal án leyfis og útvarpa því svo?
Spurningin er tvíþætt. Annars vegar er spurt hvort leyfilegt sé að hljóðrita símtal án leyfis. Hins vegar er spurt um hvort heimilt sé að útvarpa slíku símtali. Varðandi heimild til hljóðritunar á símtölum þá segir í 44. gr. laga um fjarskipti:Sá aðili að símtali sem vill hljóðrita símtalið skal í upphafi þe...
Hvaða reglur gilda um innflutning dýra til landsins?
Upphaflega spurningin var svona:Eru iguana-eðlur, snákar og skjaldbökur lögleg hér á landi?Og spyrjandi bætti svo við eftirfarandi:Er iguana-eðla sem er undan skepnu sem var hér á landi árið 1975 lögleg? Ég er einnig að spyrja þess sama um snáka og skjaldbökur. Um innflutning dýra til landsins fjalla lög nr. 88...
Hvaða völd og skyldur hefur Seðlabankinn við eftirlit á millibankamarkaði fyrir gjaldeyri?
Spurningin var upphaflega: Í nýlegu svari á Vísindavefnum Hvaða aðilar stýra gengi íslensku krónunnar? kemur m.a. fram að gengi krónunnar ráðist á millibankamarkaði með gjaldeyri þar sem: "[t]ilboð[..] eru birt á sameiginlegum gagnaveitum þar sem aðeins viðskiptavakar og Seðlabankinn sjá tilboðin." Hvaða völd...
Hvað gerist þegar einstaklingur er gerður gjaldþrota og hversu lengi gildir það?
Lög nr. 21/1991 fjalla um gjaldþrotaskipti. Við úrskurð um gjaldþrotaskipti verður til sérstakur lögaðili, þrotabú, sem tekur við öllum skuldum og eignum skuldara. Allar kröfur á hendur þrotabúi falla sjálfkrafa í gjalddaga við uppkvaðningu úrskurðarins. Skipaður er skiptastjóri sem fer með forræði búsins en sk...
Hafa börn sjálfstæðan rétt til bólusetninga óháð vilja foreldra?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hafa börn sjálfstæðan rétt til bólusetninga (og hugsanlega annarrar heilbrigðisþjónustu) óháð vilja foreldra? Einfalda svarið við spurningunni er: Já, ef börnin hafa náð 16 ára aldri. Þrátt fyrir að foreldrar fari með forsjá barna til 18 ára aldurs verða börn hér á landi sj...