Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um geirnyt?

Jón Már Halldórsson

Geirnyt (Chimaera monstrosa) er aðeins eitt af nokkrum nöfnum sem til eru fyrir þessa fisktegund. Hún hefur verið nefnd hámús, hafmús, rottufiskur og jafnvel særotta. Á ensku gengur hún oftast undir heitinu „rabbit fish” eða „rat fish”.



Geirnyt er brjóskfiskur og tilheyrir ætt þeirri sem nefnist hámýs (Chimaerea). Hún getur orðið allt að 120 cm að lengd en er oftast 70-95 cm löng. Hrygnur eru miklu stærri er hængar. Geirnytin er hausstór og trjónustutt, með lítinn kjaft neðan á miðjum haus, og hefur sérkennilegar, samvaxnar tennur. Augu geirnytarinnar eru stór og hún er gild í framan en fer mjókkandi og endar í löngum mjóum halaþræði sem hefur orðið tilefni rottuhlutans í mörgum nöfnum hennar. Roðið á geirnytinni er slétt og hreisturslaust, hún er brúnleit að ofan, silfurgrá eða bronsbrún á hliðum og hvít að neðan.

Afar lítið er vitað um ýmsa þætti í líffræði þessarar tegundar en vitað er þó að hún heldur sig við botninn á 100 til 1000 metra dýpi. Geirnyt finnst á norðaustanverðu Atlantshafi, frá Finnmörku, meðfram Vestur-Noregi, í norðanverðum Norðursjó og umhverfis Færeyjar og Ísland. Geirnyt hefur einnig fundist í Miðjarðarhafi, meðfram Atlantshafsströnd Marokkó, umhverfis Azor-eyjar og í Biscaya-flóa. Við Ísland virðist geirnytin vera algengust undan suður- og suðvesturströndinni eða frá Dyrhólaey til Breiðafjarðar. Algengt er að sjómenn fái hana í veiðarfæri vestur af Reykjanesi.

Helsta fæða geirnytarinnar eru ýmsir hryggleysingjar, svo sem skeldýr, krabbadýr og ormar. Geirnytin hrygnir langoftast tveimur eggjum (pétursskipum), um 17 cm á lengd og 3 cm á breidd. Afkvæmin eru 11 cm á lengd við klak.

Heimildir og mynd:
  • Gunnar Jónsson. 1992. Íslenskir fiskar. Reykjavík: Fjölvaútgáfa
  • Norsk marin fauna

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

30.5.2003

Spyrjandi

Viktoría Halldórsdóttir, f. 1990

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um geirnyt?“ Vísindavefurinn, 30. maí 2003, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3460.

Jón Már Halldórsson. (2003, 30. maí). Hvað getið þið sagt mér um geirnyt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3460

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um geirnyt?“ Vísindavefurinn. 30. maí. 2003. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3460>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um geirnyt?
Geirnyt (Chimaera monstrosa) er aðeins eitt af nokkrum nöfnum sem til eru fyrir þessa fisktegund. Hún hefur verið nefnd hámús, hafmús, rottufiskur og jafnvel særotta. Á ensku gengur hún oftast undir heitinu „rabbit fish” eða „rat fish”.



Geirnyt er brjóskfiskur og tilheyrir ætt þeirri sem nefnist hámýs (Chimaerea). Hún getur orðið allt að 120 cm að lengd en er oftast 70-95 cm löng. Hrygnur eru miklu stærri er hængar. Geirnytin er hausstór og trjónustutt, með lítinn kjaft neðan á miðjum haus, og hefur sérkennilegar, samvaxnar tennur. Augu geirnytarinnar eru stór og hún er gild í framan en fer mjókkandi og endar í löngum mjóum halaþræði sem hefur orðið tilefni rottuhlutans í mörgum nöfnum hennar. Roðið á geirnytinni er slétt og hreisturslaust, hún er brúnleit að ofan, silfurgrá eða bronsbrún á hliðum og hvít að neðan.

Afar lítið er vitað um ýmsa þætti í líffræði þessarar tegundar en vitað er þó að hún heldur sig við botninn á 100 til 1000 metra dýpi. Geirnyt finnst á norðaustanverðu Atlantshafi, frá Finnmörku, meðfram Vestur-Noregi, í norðanverðum Norðursjó og umhverfis Færeyjar og Ísland. Geirnyt hefur einnig fundist í Miðjarðarhafi, meðfram Atlantshafsströnd Marokkó, umhverfis Azor-eyjar og í Biscaya-flóa. Við Ísland virðist geirnytin vera algengust undan suður- og suðvesturströndinni eða frá Dyrhólaey til Breiðafjarðar. Algengt er að sjómenn fái hana í veiðarfæri vestur af Reykjanesi.

Helsta fæða geirnytarinnar eru ýmsir hryggleysingjar, svo sem skeldýr, krabbadýr og ormar. Geirnytin hrygnir langoftast tveimur eggjum (pétursskipum), um 17 cm á lengd og 3 cm á breidd. Afkvæmin eru 11 cm á lengd við klak.

Heimildir og mynd:
  • Gunnar Jónsson. 1992. Íslenskir fiskar. Reykjavík: Fjölvaútgáfa
  • Norsk marin fauna
...